Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Heilsa og hreyfing Þú borðar hollan morgunmat og hádeg- ismat, stenst freistinguna að fara í sjálf- salann í þrjúkaffinu og færð þér í stað- góðan kvöldmat. Síðan ferðu út í kokkteila eða vínglas með kunningjum að kvöldinu til... og allt í einu verður óholli maturinn á barnum einstaklega freistandi og þú veist ekki af fyrr en nokkrum skömmtum af hinu og þessu snakkinu hefur verið sporðrennt. Líklegt er að þessi atburðarás hljómi kunnuglega fyrir mörgum, vínandinn spyr ekki um viljastyrk og hefur meira að segja áhrif á það hversu mikil áhrif matarlykt hefur á mannsheilann. Það er gaman að fá sér gott vínglas í góðum félagsskap en hvernig má komast hjá því að setja mataræðið á annan endann í leiðinni? Í fyrsta lagi er það mikill misskilningur að halda í við sig í mataræði yfir daginn ef gert er ráð fyrir drykkju um kvöldið. Ekki er nóg með að áfengi fari almennt verr í fólk á fastandi maga heldur eru einnig meiri líkur á því að freistingarnar heilli ef maður er svangur fyrir. Það er líka augljóslega gott að stilla drykkjunni í hóf og sumum hentar vel að ákveða fyrir fram hversu marga drykki þeir hyggjast fá sér yfir kvöldið. Milli drykkja er einnig gott að fá sér vatnsglas. Það getur verið ágætt að borða eitt- hvað um leið og drukkið er – en þá verður að velja vel. Þeir allra hörðustu geta jafnvel haft sitt eigið snakk með- ferðis – poki af ósöltuðum hnetum kem- ur sér oft vel. Að lokum má nefna það að freistingarnar bíða oft þegar heim er komið – þá er sniðugt að hafa þar tilbúið hollt snakk sem hægt er að grípa í. GÓÐ RÁÐ FYRIR SKEMMTILEGU SÍÐSUMARKVÖLDIN Nartþörf á næturlífinu Alls kyns kokkteilar og „happy hour“ hafa í auknum mæli rutt sér til rúms síðustu mánuði en hafa verður í huga að drykkja getur haft slæm áhrif á matarvenjur. Ýmislegt er þó til ráða. Morgunblaðið/Styrmir Kári Á síðasta ári tóku yfir fimmtán þúsund manns þátt í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka og má gera ráð fyrir álíka fjölda í ár. Hlaupið hefur vaxið mikið og er nú með stærstu íþróttaviðburðum. Hlauparar greiða fyrir þátttöku sína og hafa gjöld hækkað verulega undanfarinn áratug. Alls námu tekjur vegna þátt- tökugjalda í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 66 milljónum króna á síðasta ári en heildartekjur hlaups- ins voru um 100 milljónir króna. Upphæðir styrkja, s.s. frá Íslands- banka, fást ekki gefnar upp. Kostnaður við hlaupið nam um 85 milljónum króna og var því um 15 milljóna króna hagnaður af hlaup- inu í fyrra 2014. Þrjú hlaup skipulögð af Reykjavíkurmaraþoni Reykjavíkurmaraþon er sérstakt félag sem hefur skattalega sömu stöðu og íþróttafélag og er rekið innan Íþróttabandalags Reykjavík- ur. Félagið Reykjavíkurmaraþon sér um skipulagningu og fram- kvæmd þriggja hlaupa árlega: Reykjavíkurmaraþons Íslands- banka, Miðnæturhlaups Suzuki og Laugavegshlaupsins. Samanlagðar tekjur af þessum þremur hlaupum námu tæpum 130 milljónum króna í fyrra og kostn- aður var um 110 milljónir. Hagnaður af hlaupunum þremur nam því 20 milljónum króna og tvöfaldaðist frá árinu 2013 þegar hann var rúmar 10 milljónir króna. Að sögn Frímanns Ara Ferdin- andssonar framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur er áformað að af hagnaði félagsins Reykjavíkurmaraþons fyrir síðasta ár renni 10 milljónir króna á þessu ári í tvo sjóði ÍBR; verkefnasjóð og afrekssjóð. Í sjóðina geti íþrótta- félög í Reykjavík sótt styrki til sinnar starfsemi. 650 manns í vinnu Á hlaupdegi Reykjavíkurmaraþons koma um 650 manns að hlaupinu í brautarvörslu, umsjón drykkjar- stöðva o.fl. Langstærstur hluti þessa hóps starfar þar í nafni síns íþróttafélags og gefur laun vegna þessarar vinnu beint til félagsins. Samtals runnu um 6 milljónir króna vegna hlaupsins 2014 til íþróttafélaga í gegnum starf á hlaupdegi. 16 milljónir í íþróttastarf vegna síðasta hlaups Sé sá hluti hagnaðarins frá síðasta ári sem rann í sjóði ÍBR lagður við fjárhæðina sem starfsfólk á hlaup- degi aflaði til sinna félaga má segja að 16 milljónir króna renni til íþróttastarfs af þátttökugjöldum og öðrum tekjum frá síðasta ári. „Í mörg ár var þetta hlaup rekið með tapi. Það er fyrst núna sem er farinn að vera hagnaður að ráði. Það var alltaf markmiðið að þessir peningar færu í íþróttahreyfinguna í Reykjavík. Félögin geta sótt um styrki í þessa sjóði auk þess að fá peninga gegnum vinnuframlag þeirra sem starfa við hlaupið,“ seg- ir Frímann Ari. Undirbúningur allt árið Árið um kring eru um 2,5 stöðu- gildi eyrnamerkt Reykjavíkur- maraþoni en yfir sumartímann og þegar styttist í hlaupið starfa um 15 manns við það. Að sögn Frímanns Ara er reynt að halda vel á spöðunum í rekstri og nefnir hann að á síðasti ári hafi tekist að lækka kostnað við t.d. boli sem hlauparar fá verulega með hagstæðum samningum. Hann seg- ir ekki standa til að lækka þátt- tökugjöld þótt hlaupið standi vel. „Það hefur ekki verið talin ástæða til þess. Við höfum reynt að fylgja verðlagi. Við berum okkur líka saman við sambærileg hlaup er- lendis og teljum okkur vera ódýr miðað við það.“ REYKJAVÍKURMARAÞON ER ORÐIÐ STÓRT Hlaupið fyrir milljónir Reykjavíkurmaraþon er orðinn einn stærsti íþróttaviðburður ársins. Stór hluti þátttakenda safnar áheitum með því að hlaupa og styrkir þannig gott málefni. Áheitasöfnunin er ekki hluti af þeim tölum sem varða tekjur og kostnað hlaupsins og koma fram í greininni. Í fyrra söfnuðust tæpar 86 milljónir króna sem runnu til 163 góðgerðarfélaga gegnum vefinn www.hlaupastyrkur.is en um 6-7% af því sem safnast fer í kostnað vegna umsýslu við vefinn, færslugjöld o.fl. Morgunblaðið/Eggert ÞÁTTTAKENDUM Í REYKJAVÍKURMARAÞONI HEFUR FJÖLG- AÐ ÚR 10 Í 15 ÞÚSUND Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRATUG EN Á SAMA TÍMA HAFA ÞÁTTTÖKUGJÖLD FYRIR ALLAR VEGA- LENGDIR ÝMIST TVÖFALDAST EÐA ÞREFALDAST. HLAUPIÐ ER NÚ FARIÐ AÐ SKILA HAGNAÐI SEM AÐ SÖGN FOR- MANNS ÍÞRÓTTABANDALAGS REYKJAVÍKUR SKILAR SÉR INN Í ÍÞRÓTTAHREYFINGUNA. EKKI STENDUR TIL AÐ LÆKKA ÞÁTTTÖKUGJÖLD HLAUPARA. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Oft er hamrað á mikilvægi þess að velja holla, ómettaða fitu í stað mettaðrar, t.d. hnetur í stað osta. En er hægt að borða of mikið af hollri fitu, líkt og óhollri? Svarið er já, fita er fita og lítið mál að borða yfir sig, með tilheyrandi þyngdaraukningu. Þá er einnig rétt að hafa í huga að fituvefur seytir hormónum sem geta haft ófyrirséðar afleiðingar, þegar fituvefur eykst. Ofát á hollum fitusýrum? Hæst verð fyrir þátttöku í Reykja- víkurmaraþoni greiða þeir sem hlaupa flesta kílómetrana en verð fer líka eftir því hvenær fólk skráir sig til leiks. Minnst greiða þeir sem skrá sig snemma en gjöldin hækka eftir því sem nær dregur hlaupdegi. Á súluriti má sjá samaburð annars vegar á lægsta verði og hins vegar á hæsta verði fyrir hverja vegalengd árin 2006 og 2015. Upplýsingar eru af www.marathon.is og eldri vefjum. Mest hefur hækkunin orðið í hæsta verðflokki fyrir 10 km og heilt maraþon. Verð fyrir aðrar vega- lengdir hefur einnig hækkað. Eins og sjá má hefur lægsta verð almennt hækkað minna en hæsta verð. Svifaseinir hlauparar borga mest Hækkun þátttökugjalda í Reykjavíkurmaraþoni 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2006-2015 3 km 10 km 21 km 42 km 7% 107% 94% 245% 88% 172% 171% 213% 2006 lægst lægst lægst lægsthæst hæst hæst hæst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.