Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Árið 2010 gerðist það í fyrsta skipti að sam-kynhneigt par var gefið saman í flugvél SAS áleið milli Stokkhólms og New York. Athöfninvar hluti af markaðsherferðinni Love is inthe air. Fyrst voru gefnir saman tveir þýskirkarlmenn, og svo strax í kjölfarið tvær pólsk-ar konur. Þeirra beið mikil brúðkaupsveisla í New York. Hjónavígslur í háloftunum H ér og þar er að finna nokkrar borgir, og nokkra staði, sem standa upp úr í sögu samkynhneigðra. Margir af þessum stöðum verðskulda pílagrímsför og eru þörf áminning um sorgir, sigra og merka brautryðjendur. New York – Greenwich Village Í sögubókunum eru uppþotin í Greenwich Village í New York sumarið 1969 oft talin marka form- legt upphaf réttindabaráttunnar. Uppþotin eru kennd við barinn Stonewall Inn á Christopher Street. Lögreglan í borginni stund- aði það að áreita gesti á þeim fáu öldurhúsum þar sem hinsegin fólk fékk að skemmta sér, handtaka fólkið og niðurlægja. Svo gerðist það einn daginn að hommarnir, lesbíurnar og dragdrottningarnar fengu nóg og börðu lögregluna á bak aftur. Stonewall Inn er í fullum rekstri enn þann dag í dag og andspænis húsinu er lítill garður, Christopher Park, með styttum sem minnast þessa tímamótaviðburðar. Þeir sem eiga leið um New York ættu endi- lega að skjótast niður í Greenwich, setjast á bekk innan um stytturnar og minnast þeirra sem ruddu brautina, halda svo á einhvern af þeim fjölmörgu hinsegin börum sem prýða hverfið og skála fyrir því sem hefur áunnist. San Francisco – Castro-hverfið Litríka borgin San Francisco var lengi þekkt sem griðastaður hin- seginfólks. Þar munaði ekki síst um það blómlega samfélag sem varð til í hverfinu Castro. Þar rak Harvey Milk litla ljósmyndavöru- verslun sína og var driffjöðrin í samkynhneigða samfélaginu. Harv- ey, sem var fyrsti opni samkyn- hneigði maðurinn til að vera kosinn í opinbert embætti, skipulagði fyrstu hverfishátíðina, Castro Street Fair, þar sem fjölbreytileika samfélagsins er fagnað. Segir sag- an að það hafi breytt viðhorfi margra verslunareigenda í hverfinu hvað viðskiptin voru blómleg dag- inn sem fyrsta hátíðin var haldin. Fer hátíðin fram fyrsta sunnudag- inn í október ár hvert. Castro-hverfið er skemmtilegt heim að sækja og eitt af líflegustu hverfum borgarinnar. Berlínarborg Það er átakanlegt til þess að hugsa hversu blómlegt hinseginlífið var í Berlín áður en Hitler og hyski hans komst til valda. Þar kom út fyrsta tímarit samkynhneigðra, Der Eigene, árið 1896 og Schöne- berg-hverfið er álitið vera fyrsta „hommahverfi“ sögunnar. Þar var líka haldin fyrsta mótmælaganga samkynhneigðra árið 1922. Þriðji áratugurinn var sannkallað gullald- artímabil hinsegin samfélagsins í Berlín og stjörnur á borð við Mar- lene Dietrich léku listir sínar á galsafullum skemmtistöðum eins og Eldorado. Því miður voru hörm- ungarnar handan við hornið. Nas- istarnir fangelsuðu á að giska 100.000 homma og nokkrar þús- undir þeirra enduðu lífið í útrým- ingarbúðum nasista. Kaupmannahöfn – Ráðhústorgið Á árum áður var ekki óalgengt að íslenskir hommar leituðu til Kaup- mannahafnar til að flýja þá andúð og erfiðleika sem mættu þeim í heimalandinu. Eru til sögur af ung- um íslenskum mönnum sem rákust á huggulegan pilt á balli í Kaup- mannahöfn, gáfu honum undir fót- inn á fölskvalausri dönsku og laum- uðust með honum heim, til þess eins að uppgötva þar sér til furðu og skelfingar í hita leiksins að stráksi reyndist vera alveg jafn- íslenskur og þeir sjálfir. Það var árið 1989 í ráðhúsi Kaupmannahafnar að samkyn- hneigt par var í fyrsta sinn skráð í sambúð. Það voru baráttumenn- irnir Axel og Egil Axgil sem vildu sýna umheiminum hve tryggir þeir voru hvor öðrum með því að taka upp eftirnafn sem blandaði saman eiginnafni þeirra beggja. Ljósmynd / Flickr - Frank Prieto (CC) HINSEGIN HEIMSHORNAFLAKK Á söguslóðum samkynhneigðra RÉTTINDABARÁTTA SAM- KYNHNEIGÐRA Á SÉR LANGA OG LITRÍKA SÖGU. SIGRARNIR SEM VIÐ NJÓT- UM Í DAG VIRTUST VERA FJARLÆGUR DRAUMUR FYR- IR HÁLFRI ÖLD ÞEGAR BYRJ- AÐI AÐ GLITTA Í FYRSTA VÍSINN AÐ ÞVÍ SEM SÍÐAN VARÐ AÐ ÓSTÖÐVANDI BARÁTTUHREYFINGU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Breznev og Honecker kyssast á þessu þekkta listaverki á Berl- ínarmúrnum. Berlín á 3. ára- tugnum skartaði blómlegu sam- félagi samkynhneigðra. Stonewall Inn barinn í New York. Það vakti athygli víða þegar kúnnarnir neit- uðu að láta lögregluna vaða yfir sig. Hingað og ekki lengra sagði fólkið. Ljósmynd / Wikipedia - Gryffindor (CC) Regnbogagangbraut í Castro hverfinu í San Francisco. Þar leysti Harvey Milk mikla krafta úr læðingi og gætir jákvæðra áhrifa hans enn þann dag í dag. Ljósmynd / Wikipedia - Pimpinellus (CC) Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Danmörk var griðastaður ófárra landflótta íslenskra homma og gaf oft tóninn fyrir það sem koma skyldi á Íslandi. Ljósmynd / Wikipedia - Karri Huhtanen (CC)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.