Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 21
9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Ljósmynd/Páll Stefánsson Ljósmynd/Páll Stefánsson Fyrir skemmstu var Páll staddur í mið- borg Kölnar í Þýskalandi, við stolt borg- arinnar, dómkirkjuna. Og viti menn. Ferða- langar voru með símana á lofti og beindu þeim oftar en ekki frá kirkjunni og að sjálf- um sér. Sjálfið er vitaskuld nafli alheimsins. S nemma á þessu sumri var Páll Stef- ánsson ljósmyndari á ferðalagi í Tyrklandi. Kom meðal annars að hinum mögnuðu húshellum í Cappa- docia sem eru sannkallað náttúruundur. Meðan Páll stóð þar álengdar og drakk í sig dýrðina varð hann var við ókunnuga konu við hlið sér. Með símamyndavélina á lofti. En hvað var atarna? Konan beindi henni ekki að húshellunum, heldur sjálfri sér. „Ég trúði ekki mínum eigin augum. Í stað þess að mynda hellana var konan að mynda sjálfa sig – með bensínstöð í bak- grunninum,“ segir Páll og getur ekki haldið í sér hlátrinum. „Ég hef ferðast mjög víða, bæði komið á Hvammstanga og séð pýra- mídana, þannig að fátt kemur manni lengur á óvart en á þessu uppátæki varð ég hissa. Það verð ég að viðurkenna.“ Þess má geta að húshellarnir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi óvænta upplifun varð kveikjan að verkefni sem Páll hefur unnið að síðan, það er að taka ljósmyndir af fólki sem er að taka myndir af sjálfu sér á förnum vegi. Ekki síst við sömu aðstæður og í Cappa- docia, þegar myndavélinni, ellegar símanum, er beint frá markverðum stöðum eða bygg- ingum og að sjálfinu. Þetta gerir hann bæði hér heima og erlendis. „Það er eins og fólk sé hætt að ferðast til að skoða sig um. Núna snýst allt um að setja mynd á Feisbúkk. Og víða eru kjána- prikin á lofti. Þetta er ekki bara unga fólk- ið, heldur fólk á öllum aldri. Allir eru að kjánaprikast. Þegar ég sé þetta tek ég sprettinn og smelli af mynd.“ „Það er absúrd að fylgjast með þessu og menningarlega mjög merkilegt,“ segir Páll. Með Páli í Köln var vinur hans og koll- egi, Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu. Þeir sem þekkja Ragnar vita að hann er uppátækjasamur æringi og þegar Páll hleypti á skeið til að mynda fólk að mynda sjálft sig kom Ragnar í humátt á eftir og myndaði Pál við iðju sína. Tók með öðrum orðum mynd af manni að taka mynd af fólki að taka mynd af sjálfu sér. Páll skellir upp úr þegar þetta ber á góma. „Ég vissi ekki af þessu fyrr en eftir á, þegar Ragnar fór að tala um að hann hefði náð helvíti fínum myndum af mér að taka mínar myndir. Ég var ekkert að spá í hvað Ragnar var að gera á meðan. En þetta kemur skemmtilega út.“ Páll kveðst vera kominn með fínt safn af myndum af þessu tagi, eigum við ekki að kalla þær „hliðar-sjálfur“, og getur vel hugsað sér að gera eitthvað með þær myndir. Annaðhvort halda sýningu eða gefa út litla bók. „Ég lít ekki á þetta sem skúffuverk. Við skulum sjá hvað setur.“ Þá er bara einni spurningu ósvarað: Hef- ur Páll einhvern tíma tekið „sjálfu“ sjálfur? „Nei,“ svarar hann. „Það hef ég aldrei gert. Mér finnst eitthvað undarlegt við það.“ Það var og. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Að fanga (hliðar)sjálfið HVERJUM DETTUR Í HUG AÐ TAKA MYND AF FÓLKI SEM ER AÐ TAKA MYND AF SJÁLFU SÉR Á FÖRNUM VEGI? PÁLI STEFÁNSSYNI. HVERJUM DETTUR Í HUG AÐ TAKA MYND AF PÁLI STEFÁNSSYNI AÐ TAKA MYND AF FÓLKI SEM ER AÐ TAKA MYND AF SJÁLFU SÉR Á FÖRNUM VEGI? RAGNARI AXELSSYNI. FÉLAGARNIR BRUGÐU Á LEIK Í BORGINNI KÖLN Í ÞÝSKALANDI FYRR Í SUMAR OG HÉR GETUR AÐ LÍTA AFRAKSTURINN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmynd/Páll Stefánsson Myndin sem varð kveikjan að hliðar-sjálfuseríu Páls, tekin í Cappadocia í Tyrklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.