Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 22
Heimili og hönnun Hinsegin plakat frá Farva *Litla heimilislega hönnunarfyrir-tækið Farvi hefur gefið úr plakat íregnbogalitunum. Plakatið, sem ermeð áletruninni Húrra, er hand-þrykkt og því engin tvö plaköt eins.Gefin eru út 35 númeruð eintök ífyrsta prenti. Hinsegin-Húrraplakat- ið fæst í vefverslun á www.farvi.is og hjá Farva í Álfheimum 4. Sæþór Örn og Þor- björg Helga hjá Farva í Álfheimum. Þ etta er þriðja sumarið sem starfrækt er nýtt og afar glæsilegt veiðihús fyrir laxveiðimenn við Selá í Vopna- firði, veiðihúsið Fossgerði sem vakið hefur athygli fyrir fallega hönnun sem fellur vel að landinu í kring þar sem það situr á mel yfir og með útsýni til nokkurra bestu veiðistaða árinnar: Fosshyls við Selárfoss, Fossbreiðu, Sundlaugarhyljanna beggja og Djúpabotns efri. Veiðihúsið er alls 960 fermetrar, með tíu stórum herbergjum fyrir veiðimenn þar sem útsýni er úr þeim öllum til veiðistaða. Húsið var hannað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Hann er einn stofnfélaga veiðiklúbbsins Strengs, sem fer með veiðina í ánni, og hefur hann sjálfur yfir hálfrar aldar reynslu af veiði í Selá. Í húsinu er rúmgóð setustofa fyrir gesti, borðstofa fyrir kvöldverði og önn- ur fyrir morgun- og hádegisverði, gufubað og líkamsræktaraðstaða. Þá er aðbúnaður starfsfólks góður; svefnherbergi á neðri hæð og borðstofa uppi, við hliðina á vel búnu eld- húsinu. Verkfræðihönnun byggingarinnar annaðist Gústaf Vífilsson á Teiknistofunni Óðinstorgi, þar sem Helgi starfar einnig. Heimamenn og fyrirtæki á Vopnafirði sáu síðan um alla vinnu við byggingu hússins. Tíu herbergi og lúxus Orri Vigfússon, einn félaganna í veiðiklúbbn- um Streng, sem verið hefur með veiðiréttinn í Selá í meira en hálfa öld, segir að lengi hafi verið rætt um það hvort gera ætti upp gamla veiðihúsið í Hvammsgerði eða byggja nýtt. „Við biðum í nokkuð mörg ár með að taka þetta stökk. Svo var ákveðið að ráðast í framkvæmdir, með tíu gestaherbergjum og hafa rúmt um menn og nokkurn lúxus í kringum þá,“ segir hann en Selá hefur um árabil verið ein gjöfulasta og eftirsóttasta laxveiðiá landsins. „Við vorum byrjaðir rétt fyrir hrunið, stoppuðum í ein tvö ár til að ná áttum en svo var farið á fullt aftur,“ segir hann. Orri bætir við að nokkuð hafi verið tekist á um staðsetninguna á hinu nýja húsi. „En það var mikilvægt að fá aðgang að heitu vatni,“ segir hann en húsið hefur aðgang að sömu Veiðimenn kasta á Efri Sundlaugarhyl og fyrir ofan þá stendur veiðihúsið nýja, Fossgerði, á melnum. Morgunblaðið/Einar Falur VEIÐIHÚSIÐ FOSSGERÐI VEKUR ATHYGLI VIÐ SELÁ Veiðihúsið sem kúrir á melnum „ÞETTA ER SVO SÉRSTAKUR OG FALLEGUR MELUR,“ SEGIR HELGI HJÁLM- ARSSON ARKITEKT UM STAÐSETNINGU VEIÐIHÚSSINS NÝJA SEM HANN TEIKNAÐI. STÓRT, GLÆSILEGT EN ÞÓ HÓGVÆRT AÐ SJÁ, FYRIR OFAN NOKKRA HELSTU VEIÐISTAÐI SELÁR Í VOPNAFIRÐI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Borðstofan er björt og búin léttum húsgögnum, með glæsilegu útsýni yfir ána og Selárdal. Í rúmgóðri setustofunni eru notaleg húsgögn og glæsilegt útsýni yfir ána og til Selárfoss. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.