Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 26
Matur og drykkir Tilvalið á kökuna *Þegar búa á til skemmtilega og líflega kökufyrir afmæli eða aðrar veislur er tilvalið aðnota M&M-súkkulaði eða annað litríkt og ættskraut. Það þarf ekki próf í kökugerðarlist tilað búa til fallegar kökur eða bollakökur. Gef-ið hugmyndafluginu endilega lausan tauminnog leyfið börnunum að vera með. Börn hafa sérstaklega gaman af því að fá að búa til slík listaverk í eldhúsinu. G leðin er við völd í dag þegar við fögnum fjölbreyti- leikanum og styðjum baráttu hinsegin fólks með hátíðarhöldum og gleðigöngu. En allir þurfa að næra sig og þá er ekki verra að hafa hinsegin þema í eldhúsinu, taka fram matarlitina og gera tilraunir. Fjölskyldan saman í eldhúsinu Það er auðvelt að gera litríkan mat, en nóg er til af ávöxtum og grænmeti sem hægt er að raða saman í regnboga. Hægt er að gera pítsur, salöt, snittur, frostpinna eða litríka sumardrykki. Mat- arlitir henta sérlega vel til að breyta venjulegum mat í flott listaverk og er gaman að prófa sig áfram á þeim vettvangi. Prófið að búa til bleikar og grænar pönnukökur með bláum rjóma eða skreytið bollakökur með litríkum kúlum. Börn hafa gaman af því að fá að taka þátt í þessari list- sköpun í eldhúsinu með þeim fullorðnu og fá um leið fræðslu um hvernig ber að fagna fjölbreytileika mannlífsins. Verið óhrædd við tilraunir og hver veit nema nýtt meistaraverk verði til í eldhús- inu þínu. Getty Images/iStockphoto LITAGLEÐI Í MATARGERÐ Regnbogamatur * Börn hafa gaman af þvíað fá að taka þátt í þess-ari listsköpun í eldhúsinu með þeim fullorðnu og fá um leið fræðslu um hvernig ber að fagna fjölbreyti- leika mann- lífsins. BOTNAR 1¾ bollar hveiti 1½ tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 1 bolli sykur 170 g smjör sem hefur linast, skorið í bita 3 stór egg ¾ bollar mjólk 1½ tsk. vanilludropar (Gerið þessa uppskrift að ofan þrisvar fyrir svona stóra köku) KREM 220 g ósaltað smjör við stofu- hita 450 g rjómaostur við stofuhita 2 tsk. van- illu- dropar ½ tsk. salt 8 bollar flórsykur Einnig þarf rauðan, appelsínugulan, grænan, bláan og fjólubláan matarlit og ætilegt glimmer eða annað ætt skraut. Til að gera kökuna þarf að gera kökuuppskriftina í þrígang og skipta hverju deigi í tvo hluta til að fá sex hluta sem litunum er bætt út í. Stillið ofn á 175 °C. Útbúið tvö form, 22 cm að stærð, og smyrjið þau. Hrærið hveitið, lyftiduftið, salt- ið og sykurinn saman í hrærivél- arskál á litlum hraða. Bætið smjörinu út í, einum bita í einu, og hrærið þar til deigið líkist grófum sandi. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið. Bætið þá mjólk og vanilludropum út í og hækkið hraðann í meðalhraða og hrærið þar til deigið er létt og án kekkja. Skiptið deiginu í tvennt og setjið í tvær skálar og hrærið matarlit út í. Bakið í um 30-35 mínútur og notið tann- stöngul til að stinga í og athuga hvort kakan er tilbúin. Ef ekkert deig kemur á tannstöngulinn er hún til. Takið kökuna út og kælið í fimm mínútur í forminu, takið þá úr forminu og kælið alveg. Endurtakið þetta þrisvar til að fá sex botna með litum regn- bogans. Til að búa til kremið er smjör, rjómaostur, salt og vanilludropar hrært saman þar til blandan er orðin létt. Hrærið flórsykur saman við smám saman. Bætið meiri flórsykri við ef kremið er of lint. Setjið í ísskáp í 20-30 mínútur. Til að setja saman kökuna setjið þið hvert lag ofan á hitt í réttri röð (fjólublátt, blátt, grænt, gult, appelsínugult og rautt) og krem á milli. Setjið kökuna í ísskáp í 30 mínútur og takið svo út og setjið krem á of- an á og á hliðar. Skreytið að vild með glimmeri eða M&M eða öðru sem ykkur dettur í hug. Stóra feita regnbogakakan NÚ ER ALDEILIS TÆKIFÆRI TIL AÐ LÁTA SKÖPUNARGLEÐINA TAKA VÖLDIN Í ELDHÚSINU. GLEÐIN NÆR HÁMARKI Í DAG MEÐ GLEÐIGÖNGUNNI OG TILVALIÐ AÐ BERA FRAM LITRÍKAR KRÆSINGAR Í TILEFNI DAGSINS. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.