Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 32
Platbrettið frá „HUVr“ var mun líkara brettinu sem flestir kann- ast við úr Back to the Future. M argir kannast við hið fræga atriði í Back to the Future- myndunum þar sem aðalpersónan Marty McFly þeys- ist um heimabæ sinn á svifbretti eftir að hafa flakkað í tímavél. Þeir eru kannski færri sem muna að þessi framtíðarsýn kvikmyndarinnar átti einmitt að vera sviðsett í veruleika ársins 2015. Þótt unglingar dagsins í dag sjáist enn sem komið er ekki svífandi hettupeysuklæddir um Ingólfstorg er þessi framtíð- arsýn ekki eins fráleit og marg- ir halda. Bílaframleiðandinn Lexus kynnti til leiks glænýtt svifbretti (e. hoverboard) í vikunni, en al- veg síðan japanski bílarisinn greindi frá því fyrr á árinu að tæknin væri á leiðinni hafa græju- og hjólabrettaáhugamenn um allan heim beðið fullir eft- irvæntingar eftir því að sjá hvort brettið virki. Ekki fæst betur séð en að svo sé. Hjóla- brettakappar sem hafa prófað brettið lýsa því sem magnaðri reynslu, enda svífur brettið nún- ingslaust með fullan þunga kappans ofan á sér. „Ég hef notað hjólabretti í tuttugu ár en án núningsins er eins og ég hafi þurft að læra á alveg nýjan handlegg á íþróttinni, sér- staklega hvað varðar líkams- beitingu og jafnvægi. Það er al- veg ný reynsla,“ segir atvinnuhjólabrettakappinn Ross McGouran í fréttatilkynningu. Ýmsum annmörkum háð Tæknin bak við brettið byggir á notkun segla og fljótandi köfnunar- efnis, sem kælir svo- kallaða ofurleiðara í brettinu niður fyrir -180 °C hita svo að segulsvið myndast til að láta brettið svífa. Tæknin er vissulega ýmsum annmörkum háð. Má þar helst nefna að brettið er einungis hægt að nota í sérstökum svif- brettagarði, en fyrsti slíki garð- ur heims er nú kominn í notkun óska þess jafn heitt og hver annar að svif- bretti væru til,“ segir hann í myndskeiðinu. „Gera hið ómögu- lega mögulegt“ Ólíkt Lexus-brettunum voru hin meintu svif- bretti frá HUVr mjög lík upprunalegu brettunum í Back to the Future- myndunum. Hönnun Lexus- manna er hins vegar mun nú- tímalegri og er þar meðal ann- ars notast við bambusvið og ým- is hönnunareinkenni Lexus-bílanna sjálfra. Brettið hefur verið rúmlega átján mánuði í bígerð og hefur þróunarvinna tengd því meðal annars farið fram í Texas og Dresden. Sérfræðingar á ýmsum sviðum voru kallaðir saman við gerð brettisins. „Þrátt fyrir að hafa sameinað krafta okkar, tækni og sérhæf- ingu varð okkur ljóst að það yrði ekki auðvelt ferli að smíða svifbretti. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt og tekist á við nokkrar áskoranir,“ segir Mark Templin, aðstoðarforstjóri Lexus. Hann segir að með því að smíða brettið hafi ætlunin verið að reyna á þolmörk vís- indanna, að gera hið ómögulega mögulegt. Hvort sem um er að ræða vel heppnaða markaðsbrellu, stór- sigur í sögu vísindanna eða bland beggja er óhætt að full- yrða að tilkoma svifbrettisins frá Lexus boðar spennandi tíma fyr- ir hjólabrettaáhugamenn. Lexus framleiðir svifbretti sem virkar BÍLAFRAMLEIÐANDINN LEXUS KYNNTI TIL LEIKS GLÆNÝTT SVIFBRETTI Í VIKUNNI, OG ÞAÐ VIRKAR. TÆKNIN ER ÝMSUM ANNMÖRKUM HÁÐ, EN BRETTIÐ HEFUR VERIÐ RÚMA ÁTJÁN MÁNUÐI Í BÍGERÐ. Matthías Tryggvi Halldórsson mth@mbl.is Svifbrettið frá Lexus: Markaðsbrella, vísindalegt undur eða bland beggja? Ljósmynd/Lexus í Barcelona, eins og sjá má í kynningarmyndbandi frá Lexus. Þetta skýrist af því að brettið þarf ákveðna segulvirkni til að svífa og flöturinn sem svifið er yfir þess vegna gæddur þar til gerðum seglum. Auk þessa gerir fljótandi köfn- unarefnið það að verkum að ekki er unnt að svífa mikið lengur en tuttugu mínútur í senn, en eftir þann tíma verða ofurleiðararnir í brettinu of heit- ir. Tony Hawk plataði okkur Lexus er ekki fyrsta fyrirtækið til að boða komu svifbrettisins. Hinn heimsfrægi hjólabretta- kappi Tony Hawk var einn þeirra sem gengu í fyrra í lið með platfyrirtækinu „HUVr“, sem stærði sig af því að hafa hannað svifbretti alveg eins og sjá mátti í Back to the Future- myndunum. „Að svífa með þessu móti er eins og að stunda hjólabretta- mennsku í sinni tærustu mynd. Þar sem það er enginn núningur sem á sér stað fyrir neðan þig geturðu einbætt þér að kjarna málsins – hreyfingunni,“ er haft eftir Tony Hawk á vefsíðu HUVr. Nokkrum mánuðum síðar birt- ist myndskeið af hjólabretta- kappanum á Youtube þar sem hann baðst afsökunar á að hafa blekkt fólk með þessum hætti. „Ég hélt að það væri augljóst að þetta væri plat en margir trúðu þessu. Ég vildi Svifbrettið virkar þótt tæknin sé vissulega ýmsum annmörkum háð. Má þar helst nefna að ein- ungis er hægt að nota það í sér- stökum svifbrettagarði, en slíkur garður er kominn í notkun í Barcelona. AFP AFP Ljósmynd/HUVr Eins og sjá má rýkur úr brett- inu þegar svifið er, en fljótandi köfnunarefnið veldur því. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Græjur og tækni Útvarpsáhugamaður í Bretlandináði stuttlega sambandi við Al- þjóðlegu geimstöðina á dögunum. Hann var staddur í skúrnum sín- um í Gloucestershire þegar hann sendi skilaboð til stöðvarinnar. Náði sambandi við geimstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.