Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 42
Ferðalangar 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Morgunblaðið/Kristinn Heillaðir ferðamenn FERÐAMENN STREYMA TIL LANDSINS EN ÍS- LAND ER KOMIÐ Á KORTIÐ HJÁ FÓLKI VÍÐA UM VERÖLD. FEGURÐ LANDSINS OG ÓSPILLT NÁTT- ÚRA ER ÞAÐ SEM FLESTIR SÆKJA Í OG TIL AÐ UPPLIFA NÁTTÚRU LANDSINS FARA ÞEIR GANG- ANDI, HJÓLANDI EÐA KEYRANDI UM LANDIÐ. BLAÐAMAÐUR HITTI NOKKRA SKEMMTILEGA FERÐALANGA OG FORVITNAÐIST UM ÍSLANDS- FERÐINA ÞEIRRA. ÞEIR VORU FRÁ ÝMSUM LÖND- UM EN ÁTTU ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VERA HEILLAÐIR AF LANDI OG ÞJÓÐ. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í Flatey á Breiðafirði mátti sjá hóp erlendra áhugaljósmyndara. Þeir voru hlaðnir mynda- vélum, stórum linsum og þrífótum og læddust um eyjuna jafnt á degi sem sumarbjartri nóttu að ná myndum af fuglum og fegurð eyjarinnar. Blaðamaður náði tali af nokkrum þeirra. Þeir voru frá Bandaríkjunum og Kanada og voru hér á vegum FocusOnNature, sem heldur hér ljósmyndanámskeið. Tony Sweet frá Maryland í Bandaríkjunum var kennarinn og aðstoðar- kona hans var Susan Milestone. Þetta var fimmta árið sem Tony kennir hérlendis. Þau höfðu ferðast víða um land en sögðust vera hrifnust af Flatey. „Við myndum fugla og lands- lag og allt sem við sjáum,“ segir Tony, og Derek Chambers, nemandi frá Kanada, bætir við: „Hesta, kindur, fossa, litrík hús, allt sem er myndrænt myndum við,“ segir hann. „Þetta hefur verið stórkostlegt. Þetta er ótrúlega fal- legt land og við erum bara búin að sjá smá hluta af því og mig langar að koma aftur að sjá meir,“ segir hann. Hann sagðist vilja mynda fleiri fossa. „Við erum búin að mynda þessa stóru frægu fossa en mig langar að koma aftur og mynda þessa litlu.“ Larry Sitra, einnig frá Kanada og vinur Dereks, segir að þeir hafi fengið skyndihugmynd að skella sér saman á námskeiðið. Hann var líka heillaður af Flatey. „Það er svo friðsælt hér og fólkið svo vina- legt,“ segir hann. HÓPUR FRÁ AMERÍKU OG KANADA Larry Sitra, Derek Chambers, Tony Sweet og Susan Milestone voru yfir sig hrifin af Flatey. Bjartar nætur í Flatey Á ferð sinni austur fyrir fjall rakst blaðamaður á tvo puttalinga sem hann tók upp í bíl sinn. Þessar tvær ungu konur reyndust vilja fara að skoða Kerið og var auðsótt að skutla þeim þangað og spjalla í leiðinni. Elena Vesterhoff er nemi frá Þýska- landi en hefur dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Hún vann á bóndabæ fyrir norðan í þrjá mánuði en er nú á ferðalagi um landið. „Ég kom hingað því að ég hafði áhuga á íslenska hestinum, sem ég hafði kynnst í Þýskalandi,“ segir hún. Spurð hvað henni líkar best við Ísland svarar hún: „Það er mjög erfitt að svara! En eftir að ég var á bónda- bænum Klauf myndi ég svara fólkið. Fjölskyldan á bóndabænum var svo indæl og þau voru svo gott fólk,“ segir hún. Á ferð sinni um landið kynntist hún ungri konu frá Prag í Tékklandi sem hafði verið viku á landinu og ákváðu þær að ferðast saman um Suðurland og fara jafnvel yfir Kjöl. Radana, sem er með mjög flókið eftirnafn sem blaðamaður náði ekki, er jarðfræðingur. Hún hafði ferðast gangandi frá Þórsmörk til Skóga og gekk þar yfir snjó á leiðinni. „Ég gekk í sjö tíma í gegnum snjó, og vindurinn var meiri en ég hef nokkru sinni upplifað, ég datt margsinnis og ég fékk oft ís og snjó framan í mig. Það var mjög gaman,“ segir hún og blaðamaður undrar sig á því. „Þetta var stórkostlegt! Algert ævintýri,“ segir hún og skellihlær. ÞÝSKALAND OG TÉKKLAND MÆTAST Elena frá Þýskalandi og Radana frá Tékklandi ákváðu að ferðast saman á puttanum um landið. Misjöfn eru ævintýrin Martin og Sara frá Þýskalandi voru nýlent á Íslandi og voru að skoða sig um á Laugaveginum. Þau hyggj- ast dvelja hér á landi í tvær vikur og ætla aðallega að fara í fjall- göngur. Þau ætla að ganga í Skafta- felli og á Fimmvörðuháls og skoða sig um í höfuðborginni. Þau sögð- ust nýkomin úr hádegismat niðri við höfnina þar sem þau höfðu fengið dýrindis fiskisúpu og voru spennt fyrir komandi dögum. PAR FRÁ ÞÝSKALANDI Stefna á hálendið Martin og Sara frá Þýskalandi ætla að ganga um hálendið. Claudia og Giuseppe frá Suður-Ítalíu eru búin að ferðast hringinn í kringum landið og eru að enda ferðina sína í höfuðborginni. Þau segjast hafa upp- lifað ýmislegt á leiðinni, meðal annars týndust þau á Snæfellsnesi. „Við urð- um viðskila við hópinn þegar við vor- um að skoða Snæfellsjökul,“ segja þau hlæjandi en segjast ekki hafa þurft að kalla út hjálparsveit. Þau fóru einnig í hvalaskoðun en sáu því miður enga hvali. Þau voru mjög hrifin af Flatey á Breiðafirði og Snæfellsnesi og vilja endilega koma aftur og fara þá á Vest- firði, sem þau náðu ekki að skoða í þessari ferð. HJÓN FRÁ ÍTALÍU Týndust á Snæfellsnesi Claudia og Giuseppe frá Ítalíu fóru hringinn í kringum landið og ætla að koma aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.