Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 G uðmundur var að vanda vel til hafður og kominn með far- tölvuna á loft þegar blaða- maður hitti hann á kaffihúsi á Skólavörðustíg. Ef til vill var hann að leggja drög að nýju leikriti á meðan hann beið, mér finnst það ekki ólík- legt en ég mun aldrei vita fyrir víst, því hann var ekki lengi að leggja tölvuna frá sér þegar kveikt var á upptökutækinu. Und- irritaður hafði fengið veður af skáldagáfu Guðmundar á útskriftarverkinu hans fyrir Listaháskóla Íslands fyrr um sumarið. Það var frumsamið leikrit sem sett var upp á Sölvhólsgötu við mikið lof viðstaddra, en Guðmundur hyggst leggja fyrir sig leikritun. Hann hefur auk þess verið að gæla við leik- stjórastarfið, enda nýútskrifaður úr námi sem fæst við hvort tveggja, og er þegar kominn með stöðu sem aðstoðarleikstjóri í Tjarnarbíói í haust. Enn er margt ótalið, en hann verður líka dómari handrita og list- rænn stjórnandi fyrir Ungleik, keppni fyrir ung leikskáld, og tekur við kyndlinum hjá einu yngsta menntaskólaleikfélagi landsins, Frúardegi, sem leikstjóri. Hann deilir hug- leiðingum sínum um leikhúsmiðilinn, leik- ritun, kosti og vankanta á íslensku senunni og segir blaðamanni frá eigin verkum. Skál fyrir kurteisi „Fyrsta verkið sem ég skrifaði var tuttugu og fimm mínútna langt verk um hjón sem búa saman í íbúð og lenda í því að einhver dinglar hjá þeim, og inn kemur manneskja sem hvorugt þeirra þekkir en telja bæði að hinn aðilinn þekki,“ segir Guðmundur spurð- ur um sitt fyrsta verk. „Þau bjóða henni í mat haldandi að þetta sé vinur þeirra, eða vinur hins aðilans, án þess að vita að þessi manneskja er gjörsamlega ókunnug þeim báðum. Úr verður einhvers konar farsa- kenndur vandræðaleiki þar sem áhorfendur vita allt en ekki persónurnar og hjónin reyna bæði að forðast það að horfast í augu við þessar aðstæður.“ Guðmundur sendi handrit verksins, sem hann titlar „Skál fyrir kurteisi“ í keppni fyrir ung leikskáld, Ungleik, árið 2012, og var verkið valið til uppsetningar af dóm- nefnd. „Þetta er einhvers konar dæmisaga um félagslegar aðstæður, sem ég held við höfum öll lent í, þar sem við erum of kurteis til að segja sannleikann og forðumst að standa í lappirnar og segja: „Heyrðu, ég þekki þig ekki neitt!“ Það var í rauninni fyrsta heil- steypta leikritið sem ég skrifaði.“ Gott að fá spark í rassinn Að þremur árum liðnum er Guðmundur kominn hinu megin við borðið og situr nú sjálfur í dómnefnd Ungleiks og tekur auk þess til starfa sem fyrsti listræni stjórnandi keppninnar. „Hver sem er getur sent inn handrit, dómnefnd fer yfir þau og nokkur verk eru valin til sýningar. Síðan eru valdir leikarar á sama aldri og ungmenni vinna að því að setja upp verk eftir sjálf sig og leikstýra öðrum ungmennum,“ útskýrir Guðmundur, en Ungleikur er mörgum eflaust ókunnugt fyrirbæri. „Það geta örugglega margir skrif- að, og þess vegna er svo frábært að hafa þennan vettvang þegar maður er að prófa sig áfram. Þessi árlegi skilafrestur sem Ungleikur er var alltaf svo mikið spark í rassinn, sem gaf manni drifkraftinn sem til þurfti,“ segir Guðmundur. „Ég hef þrisvar tekið þátt í þessu áður, tvisvar sem höfundur og leikstjóri og einu sinni sem aðstoðarleikstjóri. Núna í ár er ég listrænn stjórnandi, sem felst í því að ég verð með í dómnefnd handrita og verð eins konar stuðningsaðili höfundanna sem senda inn handrit og leikstjóra. Ég mun reyna að hjálpa til þar sem hjálpa þarf. Það er alltaf gott þegar maður er að skrifa verk eða leik- stýra að hafa utanaðkomandi auga, og ég mun reyna að vera duglegur að vera ungum listamönnum innan handar,“ segir hann og bætir sposkur við: „Þeir eru reyndar bara aðeins yngri en ég, ekki mikið, en það breytir því ekki að ég mun gera mitt besta við að aðstoða þá.“ Ekki síður leikhús að vera einn með heyrnartól Guðmundur útskrifaðist af sviðshöfunda- braut Listaháskóla Íslands í vor, en hún er frekar nýlegur valkostur til náms þegar sviðslistir eru annars vegar. Spurningar vakna strax í kollinum um hvað þetta eigin- lega sé, sem hann hefur verið að bisa við undanfarin þrjú ár, og hvað það þýði að vera með BA-gráðu sem sviðshöfundur. „Þetta er grunnnám í leikhúsi og snertir á öllu sem því tengist, sérstaklega því sem tengist að semja fyrir leikhúsið. Þar kemur inn bæði leikritun og leikstjórn, sem mig langar að færa mig yfir í líka. Brautin er mjög ung en hefur samt sem áður haft gríðarleg áhrif á leiklistarumhverfið á Ís- landi. Það er bara búið að útskrifa fimm ár- ganga úr þessu námi, sem eru um það bil fimmtíu manns, en samt sem áður hafa hóp- ar sem úr því koma haft mikil áhrif á lista- senuna,“ segir hann. „Ég held að þessi braut opni huga leikhúslistafólks. Ég upplifði það sjálfur að þegar ég byrjaði í náminu hætti ég að skil- greina leikhús sem eitthvað eitt, sem ég hafði séð í Borgar- og Þjóðleikhúsinu, og sá skyndilega svo miklu fleiri möguleika. Til að mynda er hópurinn Kviss búmm bang, sem kom saman í þessu námi, duglegur að gera sýningar þar sem áhorfandinn er einn með sjálfum sér, og gengur kannski um með heyrnartól. Það er ekkert síður leikhús en að sitja í fimm hundruð manna sal.“ Krafinn um eigin hugsun Þegar hér var komið sögu var blaðamaður orðinn spenntastur yfir eigin kynnum af verkum Guðmundar, áðurnefndu lokaverk- efni hans. Þrátt fyrir allt tal um nýja mögu- leika í leikhúsi og opna huga verður að segj- ast að sýninging var ekki sú tilrauna- kenndaasta, í þeim skilningi sem Guðmundur lýsir. Leikritið var skrifað eftir bókinni, ef svo má segja, „fjórði veggurinn“ var aldrei rofinn og persónur lifðu og hrærðust í eigin heimi í sögu sem átti sér upphaf, miðju og endi. „Í verkinu er barið að dyrum í sumar- bústað aðalpersónanna, og þær deila um hvort viðkomandi sé innbrotsþjófur eða manneskja sem þarf hjálp. Þannig endur- spegla þær í raun tvær ólíkar raddir í þjóð- félaginu og við vitum ekkert hver hefur rétt fyrir sér í lok verksins,“ segir Guðmundur og vísar til umræðu um flóttamenn, hælis- leitendur og mosku í Reykjavík. „Það er einmitt tilfellið í öllum þessum deilum. Við erum ekki að fara að opna land- ið allt fyrir öllum sem vilja koma, en á sama tíma eigum við ekki að banna fólki að byggja sín guðshús. Þetta eru tvennar öfgar, tvær hugmyndir sem stangast á, en áhorf- andi fær aldrei neitt svar. Hann er bara krafinn um sína eigin hugsun. Mig langar með skrifum mínum að setja fram öfga- kenndar hugmyndir svo að áhorfandinn geti reynt að staðsetja sig á rófinu þeirra á milli.“ Erfitt að taka enga afstöðu Spurningin vaknar við borðið hvort leikhúsið sé í eðli sínu gagnrýninn miðill sem hefur það hlutverk að krefja áhorfendur um hugs- un. „Ég held að þetta gerist ósjálfrátt. Ef maður byrjar að skrifa, gerir það rétt, eða af einlægni, og vinnur vinnuna eins og á að vinna hana kemst maður ekki hjá því að vera pólitískur,“ segir hann. „Maður er alltaf að staðsetja persónurnar og verkið í samfélagi sem verður alltaf tengt við það sem er í gangi í kringum okkur í dag, og maður þarf að taka afstöðu. Það fannst mér erfitt í lokaverkefni mínu hvern- ig við ættum að bera okkur í innflytjenda- málum. Hvað gerum við ef einhver bankar á dyrnar og vill hjálp, eins og er að gerast? Það er rosalega erfitt sem leikskáld að skrifa verk sem tekur enga afstöðu.“ Svona lýsir Guðmundur afstöðu sinni til leikritunar fram til þessa en viðurkennir að nýir tímar gætu leitt til nýrra tíðinda. „Ég er bara búinn að skrifa nokkur leikrit Ekki hjá því komist að vera pólitískur GUÐMUNDUR FELIXSON ER NÝÚTSKRIFAÐUR SEM SVIÐSHÖFUNDUR ÚR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS OG BÍÐUR HANS ÞEGAR GNÆGÐ VERKEFNA Á FJÖLUM LEIKHÚSSINS. HANN SEGIST UNGUR HAFA HEILLAST AF FORMINU VIÐ AÐ HORFA Á PABBA SINN, FELIX BERGSSON, STÍGA Á SVIÐ, ÞÓTT HANN LEITI SJÁLFUR Á ÖNNUR MIÐ EN LEIKLISTINA. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is HUGLEIÐINGAR UPPRENNANDI LEIKHÚSSFRÖMUÐAR Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.