Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 47
og við sjáum hvernig fer. Kannski tekst mér að vera ópólitískur og afstöðulaus einhvern tíman.“ Átti alltaf erindi í leikhúsið Spurður af hverju hann hafi valið leikhúsið sem miðil, hvers vegna hann sé ekki að mála myndir eða spila á gítar, tínir Guð- mundur nokkur atriði til. Óneitanlega grun- ar mann að fótspor föðurins, Felix Bergs- sonar leikara, hafi þar haft einhver áhrif, sem Guðmundur staðfestir án semings. „Ég hef alltaf tengt við leikhúsið af því að pabbi minn er leikari. Ég man eftir því að horfa á hann sem barn og verða alveg heill- aður. Ég held líka að mörgum börnum detti einhvern tímann í hug að þau ætli að verða leikarar eða vinna með leikhús og ég fann að sú hugmynd fór bara aldrei frá mér. Ég fann að ég átti erindi þangað. Leikhúsmiðillinn er líka frábær því að hann er svo lifandi. Ég held að ekkert ann- að listform hafi nákvæmlega það sem leik- húsið hefur. Þetta samband áhorfandans og leikarans er svo einstakt, þar sem ef vel tekst til gengur áhorfandinn undir samning við leikarann um að hann ætli að trúa hon- um og treysta öllu sem hann segir. Samt vita allir að hann er að leika en taka saman þátt í blekkingunni, og það er einhver gald- ur fólginn í því. Ég fer í hláturskast eða tek andköf í leikhúsi vitandi að það eru allir að þykjast. Þess vegna vil ég vinna í þessu formi og reyna á þolmörk þess. Það brennur alltaf á manni að reyna eitthvað nýtt og snerta við áhorfendum með nýjum hætti.“ Annað Tjarnarbíó vantar Spurður frekar út í senuna á Íslandi í dag, gróskuna, grasrótina og nýjungar í leikhúsi, segir Guðmundur að meira gæti gerst en raun ber vitni, þótt viljinn sé vissulega fyrir hendi. „Mig langar að segja að það sé alltaf rosalega mikið að gerast en að einhverju leyti væri það ekki alveg satt. Ég held að það sé mikill vilji til að gera alltaf eitthvað nýtt, sprengja skalann og gera Reykjavík að leikhúshöfuðborg heimsins en það skortir alltaf aðstöðu og fjármagn. Ég upplifi það núna sem nýútskrifaður listamaður að skilaboðin til mín séu þau að ég þurfi að vinna launalaust í nokkur ár til að vinna mér inn orðspor, svo ég geti farið að fá styrki. Samt eru atvinnulistamenn í sjálfstæða geiranum þarna úti sem hafa aldrei fengið styrki. Þetta er erfiður bransi, því að hann byggist bara á styrkjum og ef maður fær ekki styrki getur maður ekki gert neitt, en til að fá styrki þarf maður að hafa gert eitthvað áður. Þetta er ákveðin þversögn. Þeir sem byrja frá núlli eiga aldr- ei séns. Það er svo mikil lokun á einhverja möguleika fyrir grasrót að verða til því að það eru ekki peningar í því,“ segir Guð- mundur en er ekki lengi að bæta því við að vissulega séu margir listamenn að gera góða hluti þrátt fyrir allt. „Að því sögðu er fullt að gerast. Það er fullt af listamönnum að eyða peningum sínum og frítíma í að reyna að búa eitthvað til. Tjarnarbíó er til dæmis nýlega búið að taka upp þá stefnu að vera einhvers konar alhliða listahús þar sem öll- um er velkomið að vera. Það sýnir sig hvað það er mikil gróska í sjálfstæðu leikhúsi á Íslandi að Tjarnarbíó, sem er stærsta leikhúsið sem er sérstaklega fyrir sjálfstæðu leikhópana, er gjörsamlega pakkað næsta haust,“ segir Guðmundur, sem er hann sjálfur meðal þeirra sem eiga í hlut. „Ég til dæmis að taka þátt í verkefni sem verður sett upp í Tjarnarbíói í haust, sem heitir Sími látins manns. Ég verð aðstoðar- leikstjóri en Brynhildur Guðjónsdóttir leik- stýrir. Það fjallar um konu sem finnur síma látins manns og flækist inn í mikinn og flók- inn vef lyga um líf hans.“ Guðmundur telur stofnun eins og Tjarnar- bíó mikið þarfaþing. „Það eru svo margir sem vilja gera eitthvað að það komast ekki allir að. Þannig að mér fyndist jafnvel vanta annað Tjarnarbíó þar sem væri enn meiri grasrót, sem væri fyrir yngri listamenn og enn tilraunakenndara.“ Harkið, óvissan og ástríðan „Ég held að það sé alltaf erfitt að útskrifast úr háskóla, en að útskrifast úr listaháskóla held ég að sé sérstaklega erfitt. Það sem bíður manns sem nýútskrifaður listamaður er eitt stórt spurningarmerki, algjör óvissa,“ segir Guðmundur og prísar sig sælan að þegar bíði hans nóg af verkefnum í haust. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að vera orðinn alvöru listamanneskja. Fyrir mitt leyti er ég ekki svartsýnn. Þetta er ástríða þrátt fyrir harkið og ef maður fær ekki styrk gerir maður bara leikrit um hvað maður er brjálaður út í styrkjakerfið á Ís- landi. Maður gerir sér brauð úr því sem gefst. Fáir sem útskrifast úr listnámi ná að vinna sem listamenn eftir það en ég held að það sé draumur allra. Þetta er ástríða, áhugamál og lífsstíll. Ef maður nær að láta enda ná saman er það hið fullkomna líf. Haustið lítur vel út og framhaldið er óskrif- að blað.“ Morgunblaðið/Eggert * Fyrir mitt leyti er égekki svartsýnn. Þettaer ástríða þrátt fyrir harkið og ef maður fær ekki styrk gerir maður bara leikrit um hvað maður er brjálaður út í styrkjakerfið á Íslandi. Guðmundur kveðst lengi hafa átt erindi í leikhúsið. Mörgum börnum detti í hug að vinna í leikhúsi en sú hugmynd hafi aldrei yfirgefið hann. 9.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.