Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2015 Bækur Ritið er tímarit sem hugvísindastofnunHáskóla Íslands gefur út þrisvar á ári.Það er gefið út í þeim tilgangi að vera vettvangur fyrir rannsóknir á sviði hugvísinda almennt og birtir ritrýndar fræðigreinar á því sviði. Ritið hefur þó ekki bundið sig við hug- vísindin eingöngu, því margt félagsvísindafólk og jafnvel fólk úr raunvísindum hefur skrifað í það,“ segir Jón þegar hann er beðinn um að lýsa Ritinu, tilgangi þess og markhópi. „Markmiðið hefur verið að vera ekki bara með ritrýndar fræðigreinar heldur líka að nálgast viðfangsefni hugvísinda á víðari hátt með birtingu almennrar umræðu, rökræðu- greina og svo framvegis. Eins hefur verið lögð áhersla á það frá upphafi að vera með vand- aðar þýðingar á lykilgreinum af sviði hugvís- inda og það hafa yfirleitt verið 1-3 þýðingar í hverju hefti, mikilvægar greinar sem gott er að séu til á íslensku.“ Þrisvar á ári í fjórtán ár Hver er þín aðkoma að Ritinu? „Við Guðni Elísson stofnuðum það upp- runalega árið 2001 og ritstýrðum til 2004, þá hætti Guðni en ég var ári lengur. Það voru til tímarit á borð við Skírni og Tímarit máls og menningar, sem höfðu verið vettvangur fyrir fólk í bókmenntum sérstaklega, Saga hjá sagnfræðingum og Hugur fyrir heimspek- ingana og svo framvegis. Okkur þótti hins vegar vanta háskólatímarit sem var engu að síður almennt hugvísindatímarit, sem samein- aði allar þessar ólíku greinar sem féllu undir þennan hatt. Áherslan er kannski á hugvísindi, en Ritið hefur alltaf verið opið fyrir greinum úr öllum áttum. Fyrir nokkrum árum var til dæmis gefið út hefti um loftslagsmál og í það skrif- uðu meðal annarra höfundar sem gátu fjallað um vísindalegan grunn loftslagsrannsókna. Það gefur hins vegar augaleið að þegar raun- vísindafólk skrifar fyrir þetta tímarit er það að taka þátt í gagnrýnni vísindaumræðu frek- ar en að birta kollegum sínum eigin nið- urstöður. Svo hefur þessu verið hagað svo að rit- stjórar eru ekki nema 2-3 ár í þessu starfi, alltaf tveir í einu. Þegar þeir hafa lokið sínu tímabili taka þeir svo sæti í ritnefnd. Það eru alltaf tveir ritstjórar en auk þeirra er einn gestaritstjóri á hverju ári. Það eru þá þeir sem stinga upp á þema þess rits sem þeir ritstýra. Í þessu tilfelli er Kristinn Schram gestaritstjóri með mér.“ Alltumlykjandi írónía Jón segir tímaritið birta jöfnum höndum greinar sem falla undir þema hvers heftis og aðrar greinar, að öll hefti séu blönduð að þessu leyti. „Í heftinu eru kannski 3-6 þemagreinar, sem eru yfirleitt umbeðnar eða auglýst eftir þeim sérstaklega, en það er bara einn partur heftisins. Hlutfall milli þematengds efnis og óþematengds er misjafnt eftir heftum. Þótt þemað sé t.d. loftslagsmál, framúrstefna, skjá- menning eða írónía, þýðir það alls ekki að all- ar greinarnar séu um það.“ Hvert er efni þessa nýjasta heftis? „Þema þessa heftis er írónía, sem er hægt að útfæra á ýmsa vegu, enda eru margar út- gáfur hennar á forsíðunni: írónía, launhæðni, kaldhæði og fleira. Írónía er sígilt umfjöllun- arefni innan hugvísinda. Mikið hefur verið skrifað um íróníu í bókmenntum alla tíð og eins innan félagsvísinda. Hún er alltumlykj- andi hugtak á mörgum sviðum, innan fræð- anna, pólitíkur og í daglegu lífi. Heftið núna inniheldur óvenjumikið af óhefðbundnu efni. Það eru þrjár ritrýndar greinar sem teljast hluti af þemanu en síðan er töluvert af efni sem tekur á því óbeint og er partur af víðari umræðu. Við fengum til dæmis Óttarr Proppé til að fjalla um íróníu í pólitík út frá bestaflokksfyr- irbærinu. Þá voru fjórir akademíkerar fengnir til að bregðast við skrifum hans og loks svar- ar Óttarr þeim. Þetta er skemmtilegt og lif- andi umræðuform sem mér finnst hafa heppn- ast vel hér. Í heftinu má einnig finna tvær mjög áhuga- verðar þýðingar. Þær eru alltaf mikilvægar því við verðum að geta talað um hlutina á ís- lensku. Eins eru fjórar greinar sem tengjast morðunum í París á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins Charlie Hebdo, sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þegar við vorum að vinna þetta hefti. Þær greinar eru tilraun til þess að takast á við samtímaatburði, setja þá í áhugavert samhengi sem er mikilvægt að tala um. Tímarit á sviði hugvísinda verður alltaf að hafa víðari skírskotun en gildir um tímarit á öðrum sviðum. Bæði er mikill áhugi í sam- félaginu á einstökum greinum hugvísinda og því áhugasamir lesendur langt utan háskóla- samfélagsins, hins vegar er eru greinar sem tala beint inn í stofnanir samfélagsins – póli- tíkina, menninguna og jafnvel viðskiptalífið. Þess vegna hefur eitt af markmiðum Ritsins alltaf verið að höfða til breiðs hóps lesenda.“ RITIÐ 1/2015 KOMIÐ ÚT Þemu, þýðingar og þrætur Nýtt hefti Ritsins er komið út og er þema þess írónía. Það má nálgast í öllum helstu bókabúðum landins og á skrifstofu hugvísindasviðs HÍ. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓN ÓLAFSSON HEIMSPEKINGUR, RITHÖFUNDUR OG PRÓFESSOR VIÐ HUGVÍSINDASVIÐ ÍSLENSKU- OG MENNINGARDEILDAR HÁSKÓLA ÍSLANDS ER RITSTJÓRI NÝJASTA HEFTIS RITSINS. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is * Írónía er alltum-lykjandi hugtak ámörgum sviðum, innan fræðanna, pólitíkur og í daglegu lífi. Bækur hafa alltaf spilað stórt hlutverk í lífi mínu. Þegar ég var búsett í Bretlandi sem barn vældi ég út ferðir í bókabúðir eða á bókasafnið við hvert tækifæri sem ég gat. Eftir að ég fluttist heim til Íslands varð bóka- safnið annað heimili mitt, en þá var loksins komið bókasafn í göngufæri frá mér. Það eru fjölmargar bækur sem mér þykir vænt um og erfitt að velja einhverja sér- staka úr þeim hundruðum sem ég hef horfið inn í gegnum árin. Þó er ein sem hefur setið sem fastast í mér frá því að ég las hana í fyrsta skipti. Golden Boy eftir Abigail Tarttelin fangar til- finningar og raunveruleika sem margt intersex- fólk glímir við, skömm og leynd, upplýsingaskort og þekkingarleysi. Sagan fangar á frekar ná- kvæman hátt erfiðleikana við að að móta sjálfs- vitund sína þegar maður þekkir ekki einu sinni sjálfan sig. Við fylgjum aðalsöguhetjunni Max í gegnum ferðalag sjálfsuppgötvunar, fylgjumst með honum verða ástfanginn, treysta ástinni sinni fyrir sann- leikanum um sjálfan sig og öðlast sátt við sjálfan sig. Á hinn bóginn er einnig skyggnst inn í þá myrku hlið sem leyndinni getur fylgt og hvaða afleiðingar hræðslan við að einhver annar dragi mann út úr skápnum getur haft. Bókin er gædd mikilli mannlegri vídd og flestir ættu að geta fundið sjálfa sig eða þá sem eru nákomnir þeim í hlutum hennar. Hver hefur ekki upplifað hræðslu við höfnun, líkamleg óþægindi, ótta við nánd eða þörfina fyrir að passa inn í einhvers staðar? BÆKUR Í UPPÁHALDI KITTY ANDERSON Kitty er formaður samtaka intersex- fólks á Íslandi. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.