Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Nei, nei, það er rétt að byrja. Gunnar Gunnarsson Nei. Það er ekki búið. Benedikt Erlingsson Já. Klárlega. Algerlega. Kristín Vala Breiðfjörð. Við vorum að koma heim frá L.A. Þannig já, það er búið. Elísabet Þóra Guðmundsdóttir og Sigrún Gísladóttir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR ER SUMARIÐ BÚIÐ? Erna Kristín Stefánsdóttir og Bassi Ólafsson hafa komið sér vel fyrir í bjartri íbúð í Voga- hverfinu í Reykjavík ásamt syni sínum Leon Bassa og hvolpinum Tó- bíasi. Heimilisstíllinn er hreinn, bjartur og nú- tímalegur. Heimili og hönnun 22 Í BLAÐINU Hvernig tilfinning er að fá titilinn dragdrottning Íslands? Það er ótrúlega spennandi. Ég er svo sáttur og stoltur af sjálfum mér og ég hlakka til að gera eitthvað skemmtilegt með titilinn. Hvað þarf til að verða dragdrottning? Ég mundi segja að sjálfstraust sé númer eitt, tvö og þrjú. Og glimmer. Sjálfstraust, glimmer og eiginleikinn að skemmta fólki. Það er það sem þetta snýst um fyrir mér. Hvað gerir maður í þessari keppni? Maður skemmtir fólki. Maður er með þriggja til fjög- urra mínútna atriði og það má í rauninni gera hvað sem er, til dæmis gera látbragðsleik við lag eða tala beint við áhorfendur. Það er alltaf verið að horfa á hvernig framkoman er á sviði. Ertu skemmtilegt atriði? Ertu flott dragdrottning eða -kóngur? Ertu allur pakkinn? Hvernig var atriðið þitt? Ég var húsmóðir frá sjötta áratugnum sem fékk nóg af eiginmanninum sínum, skaut hann í hausinn og braust út sem svona „burlesque cabaret“ dansari. Ég tók lagið „It’s Oh So Quiet“ með Björk. Það var ótrúlega gaman og salurinn trylltist. Hvað er drag? Frá mínu hjarta mundi ég segja að drag sé leið til að tjá sig á annan hátt, til að skapa karakter og stemningu sem væri erfitt að gera öðruvísi. Í grunninn er þetta spurning um að geta farið lengra en maður gæti ann- ars og þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skemmta fólki. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að taka þátt í dragkeppnum? Ég er í Margmiðlunarskólanum og stefni á að fara í tölvuleikjahönnun. Ég vinn líka í Borgarleikhúsinu við að þjónusta gesti. Ég er mikill áhugamaður um leikhúsið og mér finnst drag sameina allt það sem ég elska við leikhús; persónusköpunina, búningahönnunina, gleðina og allt saman. Hvar verður þú á Gay Pride? Í gleðigöngunni verð ég með hinum dragdrottningunum og -kóngunum úr keppninni og við ætlum að ganga og dansa og hafa gaman. Hveturðu fólk til að skella sér í drag á Gay Pride? Ég mundi klárlega segja fólki að prufa það. Ég mundi samt ekki neyða neinn til þess því að sumum finnst þetta óþægilegt. En þetta getur verið svo gaman ef þú leyfir þér að sleppa þér aðeins. Ég held ég hafi aldrei mætt neinu mótlæti. Fólk dýrkar þetta. Ég vara samt við klisjunni, þessari týpu sem er tík á djamminu og er ekki skemmtileg nema í tvær mínútur, og hvet fólk til að vera frumlegt og jákvætt. Morgunblaðið/Eggert SIGURÐUR HEIMIR GUÐJÓNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Húsmóðir frá sjötta áratugnum Forsíðumyndina tók RAX Dansk-íslenska listakonan Tora Urup heillaðist ung af möguleikum glersins og hefur allan sinn feril unnið með nytja- hluti í gleri. Hún segir verk sín bæði dýr og tímafrek í fram- leiðslu, enda krefjast þau mik- illar tæknikunnáttu sem ekki sé á færi allra. Menning 48 Bækur Elenu Ferrante um vinkonurnar Elenu og Lilu og líf þeirra í Napólí hafa vakið mikið umtal og aðdáun þó að enginn viti deili á höfundinum. Bækur 50 Ferðafélagið Útivist fagnar 40 ára afmæli sínu í Básum um helgina. Farið verður í göngur, borðaðar kök- ur og að sjálfsögðu kveikt upp í varðeldi og sungið fram á kvöld en fyrsti skáli Útivistar er skálinn í Básum. Ferðalög 20 Sigurður Heimir Guðjónsson, einnig þekktur sem Gógó Starr í dragheiminum, bar sigur úr být- um í dragkeppni Íslands á dögunum. Þá var Borghildur Þorbjargardóttir, eða Handsome Dave, krýnd(ur) dragkóngur sama kvöld við mikið lof viðstaddra. Í síðasta blaði urðu þau leiðu mistök að röng mynd birtist með viðtali við Sigurð Heimi/Gógó Starr. Því birt- ist viðtalið hér á ný með réttri mynd af hinni einu sönnu Dragdrottningu Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.