Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 4
* „Ég er búinn að nota þetta á Tinder. Þetta er ný pikk-upplína sem hljómar svona: Ég á ársbirgðir af Dunkin’Donuts. Má bjóða þér á deit?“ Sindri Blær Gunnarsson, sem stóð í röðinni næturlangt, í viðtali við mbl.is. Þjóðmál EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Kaffi, kleinuhringir og meira kaffi Kleinuhringir virðast eiga uppá pallborðið hjá Íslend-ingum ef marka má að- sóknina að nýjum Dunkin’ Donuts- stað á Laugavegi. Röð tók að myndast degi fyrir opnun enda hafði staðurinn lýst því yfir að 50 fyrstu viðskiptavinirnir fengju árs- birgðir kleinuhringja að gjöf. Kaffið í forgangi frá 2003 Þótt kleinuhringirnir séu ein- kennismerki Dunkin’ Donuts er kaffisalan undirstaðan í rekstri fyrirtækisins. Fyrir tólf árum var gerð ákveðin stefnubreyting hjá keðjunni og sala á kaffi sett í for- gang. Um 65% tekna fyrirtækisins koma nú frá kaffisölu en aðeins 8% tekna koma frá kleinuhringjum. Sala á öðrum veitingum, s.s. sam- lokum og beyglum, skilar 27% af tekjum fyrirtækisins. Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi, segir að reynslan hafi sýnt að þegar fyrirtækið opni nýj- an stað seljist kleinuhringirnir mest fyrst en svo aukist sala á öðr- um veitingum með tímanum. Hins vegar sé salan á kaffi og öðrum veitingum en kleinuhringjum meiri hér en annars staðar strax frá opn- un staðarins. „Hjá okkur var strax hærra hlutfall af drykkjum og samlokum. Það hefur komið þeim á óvart að við byrjum svona sterkt í kaffisölu og sölu á samlokum. Kleinuhringirnir eru auðvitað alltaf vinsælir en á undanförnum árum hefur Dunkin’ Donuts þróast meira út í það að vera bara gott kaffihús.“ Helsti samkeppnisaðili Dunkin’ Donuts á heimsvísu er kaffihúsa- keðjan Starbucks. Enginn Star- bucks-staður hefur verið opnaður hér á landi en Kaffitár og Te&kaffi eru þeir staðir sem fram til þessa hafa verið stærstu kaffihúsakeðjur hér á landi. Söluaukning hjá keppi- nautum Sólrún Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Kaffitárs, segist telja viðskiptavinahópa Kaffitárs og Dunkin’ Donuts ólíka. Hún segir að hjá Kaffitári hafi sérstaklega verið fylgst með sölunni í versluninni í Bankastræti. Þar hafi alls ekki dregið úr sölu. „Við merkjum aukningu frá því að Dunkin’ Do- nuts kom inn á markaðinn,“ segir hún og telur enga ástæðu til að ætla annað en að viðskiptavinir nýja staðarins séu hreinlega viðbót við kaffiþyrsta miðbæjarröltara. „Kannski er þetta bara jákvætt fyrir miðborgina, því að þarna er mögulega að koma fólk sem annars kæmi ekki í bæinn,“ segir Sólrún Björk og bætir við: „Við erum að selja úrvalskaffi. Við kaupum 85% af öllu okkar kaffi beint af bændum því að við trúum því að þannig tryggjum við gæðin. Viðskiptavinir okkar kunna að meta að vita hvaðan varan kemur en við borgum líka hærra verð fyr- ir þessi gæði,“ segir Sólrún Björk. Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te- &kaffi, tekur í svipaðan streng, segir að innkoma Dunkin’ Donuts hafi haft ekki haft neikvæð áhrif á sölu hjá Te&kaffi. „Kaffihúsin okkar hafa reyndar sýnt mikla aukningu á þessu tíma- bili þannig að við höfum ekki fund- ið fyrir neinu tekjutapi. Við horfum á alla samkeppni jákvæðum auk- um, þetta heldur okkur á tánum. Við einblínum á gæði umfram allt annað. Og þrátt fyrir að þarna komi inn kaffihús sem selur ódýrara kaffi teljum við að Íslendingar vilji gæð- in. Ég tel að þetta séu að ein- hverju leyti ólíkir hópar. Ég hef ekki áhyggjur af því að við séum að missa fastakúnna okkar,“ segir Halldór og bendir á að allt kaffi Te&kaffi sé ristað og pakkað hér á landi og mikil þjálfun liggi að baki hjá starfsfólki sem lagi kaffidrykki á kaffihúsunum. Sama reynsla í öðrum löndum Árni Pétur segir aukningu á kaffi- sölu hjá öðrum kaffihúsum í kjölfar innkomu Dunkin’ Donuts ekki koma á óvart. „Reynslan erlendis hefur sýnt að þegar Dunkin’ Donuts opnar nýjan stað eykst sala á svipuðum veit- ingum á stöðunum í kring. Við höf- um náð að skapa stemningu hér og þetta virðist bara vera gott fyrir miðbæinn, líka hin kaffihúsin,“ seg- ir Árni Pétur. Ólík verðskrá Verð á kaffi er lægra hjá Dunkin’ Donuts en hjá íslensku kaffihúsa- keðjunum. Verðskráin er hins veg- ar talsvert frábrugðin því sem ís- lenskir kaffihúsahangsarar eiga að venjast, því að kaffið er selt í þremur stærðum líkt og hjá Star- bucks. Venjulegt uppáhellt kaffi kostar 249 krónur (lítill), 349 krónur (mið- stærð) og 399 krónur (stór) hjá Dunkin’ Donuts. Venjulegt uppáhellt kaffi með ótakmarkaðri ábót kostar 460 krónur hjá Kaffitári og 455 krónur hjá Te&kaffi. Hvorki Sólrún Björk hjá Kaffi- tári eða Halldór hjá Te&kaffi segj- ast telja að innkoma Dunkin’ Donuts hafi sérstök áhrif á verð á kaffibolla hjá kaffihúsum þeirra. Þetta séu ólíkar vörur og því eðli- legt að verðið sé ólíkt. Engin breyting á bensínstöðvakaffi Á bensínstöðvum má fá ódýrara kaffi, en allt kaffi sem selt er þar er ýmist frá Kaffitári eða Te&kaffi. Á stöðvum N1 og Olís er selt kaffi frá Kaffitári en hjá Skeljungi hefur bensínstöðvum nú víðast verið breytt í 10-11 verslanir og þar er selt uppáhellt kaffi frá Te&kaffi. Eigendur Dunkin’ Donuts hér á landi eru hinir sömu og eiga 10-11. Aðspurður segir Árni Pétur engin áform vera um breytingar á inn- kaupum 10-11 á kaffi frá Te&kaffi. Ekki standi til að selja uppáhellt Dunkin’ Donuts-kaffi nema þar sem kaffihús verði opnuð. Fjölmiðlar sáu ástæðu til að mynda það í bak og fyrir þegar fyrsti kleinu- hringurinn var afgreiddur á nýjum stað Dunkin’ Donuts-keðjunnar á Laugaveginum á dögunum. KAFFISALA ER UNDIRSTAÐAN Í TEKJUM KLEINUHRINGJARISANS DUNKIN’ DONUTS OG STENDUR UNDIR TÆPUM ÞRIÐJUNGI TEKNA Á HEIMSVÍSU. STAÐNUM HEFUR VERIÐ VEL TEKIÐ HÉR Á LANDI OG KAFFISALA HJÁ ÖÐRUM KAFFIHÚSUM HEFUR AUKIST MEÐ INNKOMU DUNKIN’ DONUTS. Forsetaframbjóðandinn Al Gore sá ástæðu til að gera hlé á kosninga- ferðalagi sínu árið 2000 til að færa snjómokstursmönnum í New Hampshire kaffi og kleinuhringi frá Dunkin’ Donuts þegar snjó kyngdi niður. Athæfið vakti athygli banda- rískra fjölmiðla. Kleinuhringir og kaffi seldust best af því sem á boðstólum var í veitingatrukknum sem William Rosenberg (1916-2002) ók á milli byggingarstaða og verk- smiðja í Massachusetts á fimmta áratug síðustu aldar. Þessi ungi frumkvöðull ákvað í framhaldinu að opna veitingastað sem leggja skyldi áherslu á þetta tvennt: kaffi og kleinuhringi. Staðurinn, sem opnaður var árið 1948 í bænum Quincy, fékk í fyrstu nafnið Open Kettle en var breytt í Dunkin’ Donuts tveimur árum síðar. Dunkin’ Donuts-stöðunum fjölgaði hratt á næstu árum og árið 1955 fór Rosenberg að selja sérleyfissamninga til þeirra sem vildu opna staði undir nafni Dunkin’ Donuts. Kleinuhringjastaðirnir voru komnir yfir 1.000 árið 1979 og eru nú yfir 11.000 í 33 löndum. Stærsti markaður Dunkin’ Donuts utan Bandaríkjanna er Suður-Kórea en þar í landi eru um 900 staðir. Það var fyrst árið 2014 sem kleinuhringjarisinn náði inn á Norðurlöndin þegar opnað var í Täby Centrum-verslanamið- stöðinni í Stokkhólmi. Síðan var opnað í Kaupmannahöfn og nú í Reykjavík. VERKAMENN VILDU KAFFI OG KLEINUHRINGI Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.