Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 * Að elska er að gróðursetja og bíða, vökva ogbíða, reyta arfa og bíða og sjá svo alltblómstra og vita að maður eigi þátt í því. Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, á vefsetri sínu. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND HVAMMSTANGI Gengið hefur verið frá rá æmdastjór Selaseturs Íslands en Sigu on tekur við Unni Valborgu Hilmarsdót tóber. Sigurður er f ðastliðLækjamóti íVíðidal, en he ndúnum í 20 ár. Sí fjögur ár hefur hann verið ánarstöðu hj Expedia, stærsta ferðaþjónustufyrirtæki he eiddi hann m.a. farsællega til lykta flókið verkefni sem var á 20 tungumálum, í þremur heimsálfum, og kostaði rú illjarð króna. Sigurður er meðm le arapróf frá Arts Educational London School of Drama MA-gráðu í listastefnu og Ckn frá Birkbec ollegu e U nsluréttindi frá BLÖNDUÓS Sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 hefjast nýju vinsælir fyrirlestrar Byggðasafnsað únvetninga og Strandamanna, seH m verða nú á Pottinum á Blönduósi. Sagnfræðingarnir Árni H. Kristjánsson ogVilhelmVilhelmsson segja frá spennandi og skemmtilegu fólki er bjó í austursýslunni á fyrri tíð. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Nú verður sagt frá Ísleifi Jóhannessyni frá Breiðavaði í Langadal og Jóni Bjarnasyni frá Þórormstungu í Vatnsdal. HÓLAR Í HJALTADAL Hólahátíð er haldin alla helgina. Á laugardeginum er pílagrímaganga frá Gröf heim að Hólum með biblíulestrum. Lagt er af tíma. Helgistund við h frá Enni klukkan 13 Vatnsleysu. Ennfre á öllum aldri og fjölsk hátíðinni og veitingast Byrðunni býður upp á með biblíumat á laugardag Hátíðarmessa verður klukkan 1 sunnudag í Hóladómkirkju. JÖKULSÁRLÓN Flugeldasýning verður á laugardagskvöldið 15. ág Flugeldasýningin er á í fimmtánda sinn se fenda hefuráhor undanfarin ár h ngnjóta sýni ar Upplýstir í flu ÁRBORG Ásta Stefánsdóttir, framkv afhenti Umhverfisverðlau Sigtúnsgarðinum um síðus við Sumar á Selfossi. Dæle fallegasti garðurinn, eigend Elísabet Ingvarsdóttir og G Ó J v f f v Velta þurfti við steinum ogfylgja ýtrustu lagni í öllumvinnubrögðum þegar æva- gamall brunnur við bæinn Tungu í Fljótshlíð var opnaður á dögunum. Þeim Sigurði Sigurðarsyni og Theodór Guðmundssyni sem báðir búa á Hvolsvelli og hafa tengsl við Tungu rann til rifja að gamall brunnur í bæjartúninu væri að týn- ast og gleymast og sáu að við svo búið mætti ekki standa. Tvö ár eru síðan þeir hófu endurreisnarstarfið sem lauk formlega á dögunum þeg- ar upplýsingaskilti við brunninn var afhjúpað. „Þetta var skemmti- legt verkefni og hér er sögunni sómi sýndur,“ sagði Theodór í sam- tali við Morgunblaðið. Eggjalag til styrkingar Brunnurinn í Tungu var eina mannvirkið þar á bæ sem stóð af sér Suðurlandsskjálfta vorið 1912. Bæjarhúsin féllu nær alveg og voru ný reist í þeirra stað nokkru ofar, þar sem útihús standa í dag. Raunar lagðist búskapur í Tungu af fyrir um aldarfjórðungi og þar býr enginn í nú. Jörðin er í eigu Skógræktarinnar og þar hafa þús- undir plantna verið settar í mold á síðustu áratugum og útkoman er myndarlegur dafnandi skógur. Rétt eins og kynslóðir koma og fara var farið að fyrnast yfir hvar brunnurinn gamli væri. „Ég var hér talsvert í gamla daga hjá ömmu minni og afa og vissi því nokkuð nákvæmlega hvar bera skyldi niður,“ segir Theodór. „Við Sigurður, maður Guðlaugar sem er dóttir þeirra Oddgeirs Guðjóns- sonar og Guðfinnu Ólafsdóttur sem lengi bjuggu í Tungu, fórum að bisa við þetta fyrir um tveimur ár- um. Opnuðum þá brunninn sem er rúmir fjórir metrar á dýpt og 75 sentímetrar á breidd, en sverari fyrir miðju. Slíkt eggjalag var haft til styrkingar sem sjálfsagt hefur átt sinn þátt í því að brunnurinn féll ekki saman í hamförunum á sínum tíma.“ Land hækkað mikið á öld Theodór segir að upp úr brunn- inum hafi bæði verið tínt grjót og mokuð kynstrin öll af mold. „Til þess fórum við ofan í brunninn með stiga og mokuðum í fötu sem hífð var upp með kaðli. Mikið af jarðvegi og grjóti, smáu og stóru, kom upp, stærstu steinarnir allt 100 kíló að þyngd. Voru þeir settir í strigapoka og þannig færðir upp. Hleðslan öll var óskemmd, nema efsta steinaröðin sem var lagfærð. Við þurftum að moka rúman einn metra af jafnsléttu niður að brunn- inum, svo mikið hefur landið þarna hækkað síðustu öldina. Af gróðri hvers sumars myndast jarðvegur – og hækkun lands á þessu tímabili er 75 sentímetrar.“ Ýmsar heimildir voru til um brunninn í Tungu, sem Oddgeir bóndi þar hélt vel til haga. Oddgeir var móðurbróðir Theodórs sem var aftur sonur Sigurlaugar sem var eitt fjögurra systkina frá Tungu sem öll björguðust úr jarðskjálft- anum árið 1912. Og svo vel var þeim borgið að öll náðust þau háum aldri eins og móðir þeirra Ingilaug Teitsdóttir, sem varð tæp- lega 105 ára. Sigurlaug lést 2010 þá 101 árs og Oddgeir 2009 og vantaði þá aðeins eitt ár í að fylla öldina. FLJÓTSHLÍÐ Björguðu brunninum FÓLKIÐ FRÁ TUNGU Í FLJÓTSHLÍÐ VILDI VARÐVEITA VATNSBÓLIÐ. ÞAÐ VAR GRAFIÐ ÚR GLEYMSKU OG MOLD OG ERU ÞVÍ NÚ GERÐ VERÐUG SKIL, RÚMLEGA ÖLD EFTR AÐ BRUNNUR ÞESSI NÁNAST HVARF Í LANDSKJÁLFTA. Sigurður Sigurðarson og Theodór Guðmundsson við skilti um brunninn, sem stendur á tungu sem myndar bæjarnafnið. Ljósm/Brynja Bergsveinsdóttir Íbúðarhúsið í Tungu í Fljótshlíð sem var reist í kringum 1950 er reisulegt. Bær- inn er farinn í eyði fyrir margt löngu en jörðin nýtt til skógræktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.