Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 17
Drífa Atladóttir hefur iðkað jóga frá því á leikskólaaldri. Drífa starfar nú sem jógakennari hjá Jógastúdíói og kennir þar bæði byrjendum og lengra komnum ásamt því að kenna jóga- kennaranám. Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir að stunda jóga og hvenær kviknaði áhuginn? Ég var á Ananda Marga-leikskóla og þar var okkur kennt að hugleiða og eitthvað í jóga svo það má segja að ég hafi byrjað þar. Það kom þó löng pása eftir að ég hætti á leikskólanum en ég tók upp þráðinn þegar ég var um tvítugt. Ég held að þetta hafi alltaf blundað í mér svo áhuginn hefur fylgt mér alla tíð. Hvernig kom það til að þú fórst að kenna jóga? Ég ákvað að fara í kenn- aranám til þess að dýpka skilning minn á jógaheimspeki og jógaiðkun almennt. Ég ætlaði mér aldrei að fara að kenna en eftir að ég lauk náminu áttaði ég mig betur á hvað jógaiðkun getur bætt líkamlega og andlega líð- an svo það var ekkert annað í boði en að fá aðra til að taka þátt í gleðinni. Hversu oft stundar þú jóga? Ég stunda jóga á hverjum degi, jógaiðkun snýst ekki einungis um jógaæfingarnar heldur siðfræði, sjálfstjórn og sjálfsaga í hugsun og hegðun svo eitt- hvað sé nefnt. Þanng flétta ég jóga inn í mitt daglega líf. Ég reyni að gera jóga líkams- æfingar fyrir sjálfa mig fjórum til sex sinnum í viku. Það krefst mikils aga að stunda jóga einn svo það er gott að fara í tíma hjá öðr- um, ég er það hepp- in að hafa frábæra kennara í Jógastúdíói svo ég þarf ekki að sækja langt. Hvað er mest krefj- andi við jóga? Það er ótrúlega misjafnt hvað er krefjandi fyrir fólk, fyrir utan það að við erum allt- af að vaxa og breyt- ast. Þegar ég byrjaði að stunda jóga átti ég til að mynda mjög erfitt með slökun en í dag finnst mér slökun frábær. En ef við tökum jógatíma sem dæmi þá getur verið krefjandi að vera í núinu, fylgjast með lík- amanum og leyfa hug- anum ekki að stjórna ferðinni. Það á ekki að skipta máli hvernig við lít- um út í stöðum, heldur hvernig okkur líður. Auðvit- að er alltaf gaman að komast lengra og prófa sig áfram með erfiðar stöður. Hvernig heldur þú þér í formi þeg- ar þú ert í fríi? Stundum er bara gott að fá að vera í fríi og hugsa ekki um að halda sér í formi. Við vinnum of mikið og gleymum oft að njóta svo þegar ég fer í frí nýt ég þess í botn. Ég held að það sé gott að gefa lík- amanum hvíld af og til. Ef ég verð eirðarlaus geri ég nokkrar jógaæf- ingar svo er frábært að standa á höndum eða haus, það kemur orkunni vel af stað. Áttu þér einhver áhugamál? Já, mér þykir til dæmis alveg rosalega gaman að vera í eldhúsinu, bæði að elda og baka. Ég skoða mikið af upp- skriftum og get alveg gleymt mér á Instagram að skoða fallegar myndir af mat. Það sama má segja um föt og innanhúshönnun, ég vil vera fín til fara og hafa fínt í kringum mig. Leggur þú mikið upp úr heilbrigðu líferni? Já, ég geri það, mér finnst mjög mikilvægt að hugsa um heilsuna til að líða vel. Ég borða hollt, stunda jóga, fer í göngutúra og sund, um- kringi mig fólki sem mér finnst skemmtilegt og geri það sem að mér finnst gaman. En við megum ekki gleyma að gera vel við okkur, ég er algjör sælkeri og elska að borða góð- an mat og ekki er verra að fá eitt gott rauðvínsglas með stöku sinnum. Hvaða freistingar áttu erfiðast með að standast? Ætli það sé ekki súkkulaði, heimagerðar kökur, fal- legir kjólar og skór. Hvaða ráð hefur þú handa þeim sem eru að byrja að stunda jóga? Að vera þol- inmóð, byrja rólega og prófa sig áfram. Það er alveg eðli- legt að þufa að prófa nokkra mismunandi jógatíma og kennara til að átta sig á því hvort jóga sé það sem maður leitar eftir. Sleppa taki á öll- um fyrirfram ákveðnum hug- myndum og vera með opinn hug. Hvaða áfanga fagnaðir þú síðast í jóga/íþróttum? Ég fagna því á hverjum degi að fá að vera til, ég held að það sé ákveðinn áfangi fyrir sig. Jóga snýst um að vaxa og þroskast og verða þannig sáttari við sjálfan sig og umhverfi sitt. Mér finnst ég vera að taka lítið skref í rétta átt á hverjum degi. Hvað jóga- æfing- arnar varðar þá finnst mér ótrúlega gaman að takast á við nýjar og krefj- andi stöður, ætli síðasta montstaðan sé ekki sporðdrekinn. Hvað er á döfinni hjá þér næstu vik- urnar? Þessa dagana er ég að einbeita mér að fullu að Jógastúdíói, ég er að fara af stað með byrjendanámskeið, út- skrifa fjórða kennarahópinn minn og fara af stað með nýtt jógakenn- aranám í september. Svo það er í nógu að snúast. KEMPA VIKUNNAR DRÍFA ATLADÓTTIR Jóga snýst um að vaxa og þroskast M or gu nb la ði ð/ St yr m ir K ár i 16.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Orkudrykkir innihalda oft fimm sinnum meira koffín en kaffi og allt að 50 grömmum af sykri. Þú hressist í skamma stund en hliðarverkanir geta verið pirringur, stress og hraður hjartsláttur. Blóðsykurinn hækkar snarlega en þegar hann lækkar aftur verður þú enn þreyttari en áður. Orkudrykkir skammvinn lausn* Góð sending á lélegan leik-mann er léleg sending. Jean-Paul Sartre. Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Heldur sér í formi með aðstoð sjónvarpsins Eminem hefur nú róast í hlaupunum og segist reyna að leita jafnvægis í æfingum og mataræði. Öfgarnar séu á bak og burt. Hann noti nú meðal annars æfinga- myndbönd til að halda sér í formi, enda æfi hann oftast einn heima hjá sér í sínum eigin æfingasal. Eminem segist halda mest upp á DVD-diska með æfingakerfum sem kallast Insanity og Body Beast. Hann pantar ein- faldlega diskana og notar svo sjónvarpið sem æfingafélaga. „Ég veit að sumir af þess- um DVD-dúddum eru klikkaðir en ég er einn í mínum æfingasal þannig að ég þarf að hafa einhvern í sjónvarpinu til að öskra á mig og hvetja mig áfram,“ segir rapp- arinn í viðtalinu. Árangur sinn í ræktinni mælir hann í því að nú þarf hann ekki lengur að „ýta á pásu“ heldur getur keyrt í gegnum heilan æfingadisk með krefjandi æfingum án þess að stoppa. Varð hlaupa- fíkill en hefur náð jafnvægi Rapparinn Eminem hljóp yfir 27 kílómetra á dag fyrir nokkrum árum þegar hann var að byrja að takast á við eiturlyfjafíkn sína. Eminem greinir frá þessu í viðtali við tímaritið Meńs Journal. Árið 2007 var Eminem orðinn 104 kíló og segist hafa þurft að taka sig á, auka hreyfingu og skipta yfir í heilsusamlegri lífsstíl. „Þegar ég kom úr meðferð varð ég að léttast en ég þurfti líka að finna út hvernig ég ætti að fúnkera án vímuefna. Ég átti erfitt með svefn þegar ég var orðinn laus við öll efnin. Svo ég fór að hlaupa. Í gegnum hlaupin komst ég í náttúrulega endorfínvímu og það hjálpaði mér líka að sofa, svo að þetta var hin fullkomna hreyfing fyrir mig,“ segir rapparinn, sem þó segist hafa tekið hlaupin of langt um tíma. Í raun hafi hann verið orðinn fíkill á hlaup og skipt vímu- efnum út fyrir hlaup á hlaupa- bretti. Fór úr 104 kílóum í 68 kíló Hann hljóp 13,5 kílómetra að morgni og sömu vegalengd að kvöldi. Á skömmum tíma léttist hann mikið og fór niður í 68 kíló. „Það er auðvelt að skilja að fólk vilji skipta fíkniefnum út fyrir líkamsæfingar. En þar getur ein fíkn tekið við af annarri og það er ekki gott. Ég fór of langt og breyttist í hálfgerðan hamstur. Sautján mílur [27,4 km] á dag á hlaupabrettinu.“ Eminem lék í myndinni 8 Mile og hlaut lof fyrir. Færri vita þó að um tíma hljóp hann 8,5 mílur (13,7 km) kvölds og morgna og segist hafa verið hlaupafíkill. AFP Úthald og styrkur skipta máli á sviði. Eminem segir þolþjálfun skipta sérstaklega miklu máli fyrir hann sem tónlistarmann þar sem ekk- ert sé verra en að ná ekki andanum af mæði á sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.