Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 34
Tíska AFP *Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen, semreka saman tískuhúsið The Row, hafa verið ákærð-ar fyrir að hafa ekki borgað um 40 starfsnemumsínum laun síðastliðin ár og hefur því hópmálsóknverið höfðuð fyrir dómstólum á Manhattan. Segjaststarfsnemarnir hafa unnið um 50 klukkustundavinnuviku og jafnframt unnið jafn mikið og launaðir starfsmenn tískuhússins fyrir sömu störf. Starfsnemar kæra Olsen-systur H vað er það sem heillar þig við tísku? Það sem heillar mig kannski mest er fjöl- breytileikinn. Mér finnst svo gaman að spá í það hvernig fólk klæðir sig og af hverju það velur þennan ákveðna stíl. Áður fyrr var ég með dálitla fordóma ef fólk klæddi sig „öðruvísi“ en í dag elska ég hvað við erum öll mismundi og finnst aðdáunarvert ef manneskjur fara á móti tísku- straumnum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann er frekar afslappaður og einfaldari eftir því sem ég verð eldri. Mér líður best í gallabuxum og leð- urjakka og fer örsjaldan í hælaskó eða kjóla. Sumir myndu jafnvel segja að ég væri örlítið strákaleg en ég kaupi mér stundum föt í herradeildum, þá aðallega víðar notalegar peysur. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég get ekki sagt það og það er óskaplega erfitt að velja einhvern einn en ég er mjög hrifin af íslenskum hönnuðum eins og Helicopter, JÖR og Aftur merkinu og á nokkrar flíkur frá þessum merkjum. Þær mættu þó alveg vera fleiri. Hvað er uppáhalds tískustraumur þinn þessa stundina? Mér finnst tískan svo afslöppuð núna og ég elska hvað íþróttaföt eru að koma sterkt inn. Ég fer ósjaldan í gráu Nike-íþróttabuxurnar við biker-leðurjakkann minn. Það skemmir svo ekki fyrir hvað þetta er þægileg tíska. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ég kaupi oftast svört, hvít eða grá föt þar sem ég fæ fljótt leið á litum. Þær flíkur sem ég kaupi í litum enda oftast á að vera notaðar allt of sjaldan og ég tími ekki lengur að eyða í föt sem ég mun ekki nota vel. Getur þú gefið eitthvert ráð varðandi fata- kaup? Ég segi bara að fólk eigi að klæðast því sem það vill og ef því líður vel þá er það gott og blessað. Hvað mig varðar forðast ég að kaupa föt úr lélegum gerviefnum og föt sem eru þröng því þá líður mér ekki vel. Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg af því? Ég er jakkasjúk og fell oftast fyrir þeim þegar ég fer í verslunarleiðangur. Maður getur alltaf á sig jökkum bætt. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst vinkona mín Sóley Kristjáns (Dj Sóley ) alltaf ótrúlega töff. Hún kann að blanda saman ólíkum flíkum og ég dáist að því hvað hún þorir að fara út fyrir rammann. Ég hef séð hana máta svaðalega 80́s- jakka með risa axlapúðum sem fæstir gætu púllað, en hún gerir það með glæsibrag. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég myndi klár- lega aldrei fara í þröngan kjól því ég nenni ekki að halda maganum inni allt kvöldið Ég vel frekar víðar flíkur en passa mig þá að dressa þær rétt svo ég virki ekki eins og í tjaldi :) Áttu þér uppáhaldsflík? Þessa stundina er það biker- leðurjakkinn sem kærastinn minn gaf mér. Hann er frá Moss eftir Elísabetu Gunnars og ég nota hann við hvert tækifæri. Svo elska ég sólgleraugun mín sem hann gaf mér líka en þau eru frá Han Kjøbenhavn og fást í Húrra. FÆR FLJÓTT LEIÐ Á LITUM Morgunblaðið/Þórður ÁSA OTTESEN, MARKAÐSFULLTRÚI HJÁ TE OG KAFFI, ER MEÐ FÁG- AÐAN OG FLOTTAN FATASTÍL. ÁSA SEGIR STÍLINN SINN FREMUR STRÁKALEGAN OG LÍÐUR HENNI BEST Í GALLABUXUM OG LEÐURJAKKA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Íþróttaföt eru áber- andi í tísk- unni um þessar mundir. Ása segir nýju sólgleraugun sín frá Han Kjøbenhavn í miklu uppáhaldi þessa stundina. Sóley Krist- jáns er alltaf flott. Ása Ottesen forðast það að kaupa þröng föt og fatnað úr lélegum gerviefnum. Kósý- peysa í herra- sniði. Fagnar fjöl- breytileikanum Ása fylgist vel með ís- lenskri hönnun og segir meðal annars merkið Helicopter í uppáhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.