Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 39
Var enginn sem treysti sér til að upplýsa ESB og Bandaríkin um það, að sá her, sem íslenska rík- isstjórnin óttast mest, er svokallaður bloggher hinna virku á netinu. Þeim her tókst að koma í veg fyrir að Landhelgisgæslan mætti taka á móti fáeinum afskrif- uðum vélbyssum Norðmanna, sem fást áttu gefins, áð- ur en rokan hófst, en voru svo metnar fyrir siða sakir á upphæð sem bílasala auglýsti að fengist fyrir tveggja ára gamlan Range Rover. Hafi bandamenn okkar talið að stórhætta væri á að íslensk yfirvöld kynnu að selja Rússum þessar byssur og þar með breytt valdajafnvæginu í heiminum, þá er sú hætta liðin hjá. Blogghernum og pírötum, sem sögð- ust kannast við þessi vopn úr tölvuleikjum sínum, má þakka það. Benda hefði mátt bandamönnum á að teygjubyssur væru ekki lengur framleiddar á Íslandi. Íslensku varð- skipin hefðu lengst af notast við danskar fallbyssur sem ekki hefði verið pláss fyrir á danska Þjóðminja- safninu og börn á leikskólaaldri notuðu þær vatns- byssur sem til eru í landinu. Og hitt væri alkunna að síðasti boginn sem eitthvað mátti sín fór strenglaus með Gunnari í hauginn og Rimmugýgur Skarphéðins væri týnd og lyti þjóðminjalögum ef öxin fyndist. Ekk- ert fyrir Rússana að hafa þar. Getur það virkilega verið að íslensk yfirvöld hafi talið nauðsynlegt að létta áhyggjum af vestrænum herveld- um svo þau teldu ekki hættu á að Ísland kynni eitt og sér að efla herstyrk annars helsta kjarnorkuveldis heimsins? Í fullri alvöru Eða án alls gamans, datt engum einasta manni í hug að refsiaðgerðum gegn Rússum, sem sniðnar voru með framangreindum hætti, gætu Íslendingar ekki tekið þátt í. Vafalaust er að hefðbundnir bandamenn okkar hefðu skilið þá afstöðu á auga bragði, hefði einhver haft manndóm til að skýra málið. Allir vitibornir menn hefðu séð að Íslendingar væru ekki að skerast úr leik. Þeir hefðu ekkert fram að færa til refsiaðgerða sem þannig voru saumaðar með kúnstsaum. Hefðbundnir bandamenn okkar myndu aldrei hafa gert kröfu til þess, að Íslendingar yrðu sú þjóð sem mesta áhættu allra tæki vegna þátttöku í þessu veiklu- lega viðskiptabanni ESB og Bandaríkjanna. Það vita allir að þetta viðskiptabann skiptir engu. Það er olíu- verðslækkunin sem gerir Rússum erfitt fyrir. Refsiað- gerðirnar eru hrein sýndarákvörðun. Hvernig gat það gerst að íslensk yfirvöld ákváðu að stefna álitlegum hluta íslensks útflutnings í stórhættu, af þeirri ástæðu einni að fréttir hefðu borist af því, að þriðji sendiráðs- ritari einhvers staðar hefði náð sambandi við eina að- stoðarskrifstofustjórann í íslenska utanríkisráðuneyt- inu, sem var í húsinu þegar hinn hringdi vegna málsins. Hefur utanríkismálanefnd, sem samþykkti allt ein- um rómi í tvígang, án þess að skoða nokkurt gagn, fengið upplýsingar um það, við hvern íslenski utan- ríkisráðherrann ræddi áður en hann ákvað að óhjá- kvæmilegt væri að setja íslenskan útflutning í uppnám vegna refsiaðgerða, sem við gætum ekki lagt neitt til, þótt við fegnir vildum? Var það einvörðungu þriðji sendiráðsritarinn fyrrnefndi sem kom að málinu eða var það aðstoðarmaður hans sem náði í dyravörðinn í íslenska utanríkisráðuneytinu? Er ekki þetta ball búið? Hver sér ekki nú að það þarf að binda enda á þennan skaðlega flumbrugang án tafar? Yfirvöld geta borið sig að með hverjum þeim hætti sem þeim þykir viðeigandi. En þó er sú undantekning gerð frá þeirri reglu, að fyrsta skrefið í þá átt má alls ekki vera það, að starfs- menn utanríkisráðuneytisins semji bréf til ESB sem ráðherrann skrifi síðan blindandi undir. Ef það telst vera eina færa leiðin þá er eins gott að henda þessum 35 milljörðum króna í hafið án frekari viðhafnar. Og svo er auðvitað rétt að trufla ekki utanríkis- málanefnd frekar. Sú nefnd hefur í ESB-málinu og nú í þessu rækilega sannað gagnsemi sína. Best er að fá engar fréttir af henni, nema þá helst þegar hún afgreiðir mál einum rómi. Þá er rétt að kynna sér alls ekki niðurstöðuna. Morgunblaðið/Eggert * Sagði enginn í utanríkisráðu-neytinu ráðherranum frá því,þegar hann leit við heima, um hvers konar viðskiptabann væri að ræða? Og ef þeir gerðu það, kom hann þá þeim upplýsingum á framfæri við ríkisstjórnina? 16.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.