Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 42
Kristín kampakát eftir sigurinn í töltinu. Hún segir enga pressu hafa verið á sér á mótinu. Kristín og Þokki frá Efstu-Grund á Heimsleikum íslenska hestsins í Herning. Kristín lýsir Þokka sem venjulegum sveitahesti sem aldrei hafi farið í nudd eða hnykkingar. Hann er nú sestur að í Þýskalandi. Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson Hólum. Kristín segir tímann á Hólum hafa verið dásamlegan, námið hafi verið gott og hún kynnst frábæru fólki. Á meðan Kristín var í námi á Hólum festu þau Guðbrandur kaup á Syðri-Fljótum. Guð- brandur, sem er Borgfirðingur, er húsasmið- ur að mennt en líka með traustan bakgrunn í hestamennsku. Tamningar aðalstarfið Syðri-Fljótar er í senn sauðfjár- og hesta- ræktarbú. Um 450 fjár er á bænum og á bilinu tíu til fimmtán hestar. Þar er líka tamningastöð, þar sem hjónin temja fyrir sjálf sig en þó aðallega aðra. Þau byggðu nýtt hesthús 2003 og árið 2007 var byggð 700 fermetra reiðhöll við hesthúsið. Þar eru þau bæði í fullri vinnu (og rúmlega það) við tamningar. Frá 1995 til 2006 var Kristín í hálfu starfi sem læknaritari á Kirkjubæjarklaustri en síðan hefur hún helgað býlinu alla sína krafta. Spurð hvort hrunið hafi komið illa við þau segir Kristín þau hafa verið með erlent lán á reiðhöllinni og það hafi til að byrja með rok- ið upp úr öllu valdi. Þau náðu þó að standa í skilum og á endanum var lánið leiðrétt. „Þetta blessaðist allt og aðstaðan í reiðhöll- inni skiptir auðvitað sköpum fyrir tamninga- starfið,“ segir Kristín en meðan á sauðburð- inum stendur er hluta af reiðhöllinni breytt í fæðingardeild. Þau eru að jafnaði með um þrjátíu hross í tamningu í einu. Það er svo merkilegt að Kristín og Guð- brandur hafa aldrei auglýst tamningaþjón- ustu sína. Þess hefur ekki þurft, eft- irspurnin er svo mikil. „Við fjölguðum rollunum 2008 vegna þess að við bjuggumst við bakslagi í tamningunum en það hefur ekki orðið. Þvert á móti hefur verkefnum fjölgað.“ Blakið hættulegra Kristín segir það taka að minnsta kosti tvo mánuði að temja hest og margir þurfa lengri tíma. „Í flestum tilvikum geta vanir hesta- menn tekið við eftir tvo mánuði en það eru alls ekki allir vanir af þeim sem leita til okk- ar. Mín vinnuregla er að fara ekki út á hrossinu fyrr en ég treysti því,“ segir Krist- ín. Tamningar eru ekki hættulaus iðja en Kristín segir meiðsli þó sárasjaldgæf. „Ég hef verið ótrúlega heppin. Sjö, níu, þrettán! Þetta er atvinna mín og fyrir vikið má ég ekki við því að taka áhættu. Ef þú treystir trippinu, þá treystir trippið þér!“ Hún rifbeinsbrotnaði að vísu í fyrrahaust en jafnaði sig fljótt. „Síðan missteig ég mig illa í vor – en það var í blaki. Þetta var þremur dögum fyrir Þá allra sterkustu [sem er árleg ístöltskeppni til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, innsk. blm.] Ég gat varla gengið en ekki að ræða það að ég tæki ekki þátt.“ Hún hlær. Búskapur er eðli málsins samkvæmt mjög bindandi og Kristín upplýsir að fjölskyldan hafi aldrei farið eins lengi frá og núna vegna heimsleikanna, tvær vikur. „Fyrir tveimur árum fórum við í frí í viku til Kanarí og ætli það sé ekki það lengsta sem ég hef verið án hesta á ævinni,“ segir hún hlæjandi en frí fjölskyldunnar fer iðulega í að keppa á eða fylgjast með hestamótum. Allur í Messi Kristín byrjaði ung að keppa á mótum og vann A-flokkinn fyrst fimmtán ára gömul. Fjölmargir bikarar hafa komið í kjölfarið eins og sjá má heima á Syðri-Fljótum, skáp- ar og borð bókstaflega svigna undan öllum gripunum. Svanhildur, dóttir Kristínar og Guðbrands, er komin á kaf í hestamennsku. Meira að segja byrjuð að temja. Hún ætlar á hesta- braut í Fjölbrautaskóla Suðurlands á næsta ári og setur svo stefnuna á Hóla, eins og móðir hennar. Sonurinn, Lárus, er lítið í hestunum, all- tént enn sem komið er, en hefur þeim mun meiri áhuga á knattspyrnu. Hann æfir með Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.