Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 44
rjóma í landinu. Engu að síður er eins og sveiflurnar í dag séu minni og hugsanlega varanlegri en áður. Þannig hefur vöxtur í hjólreiðum, hlaupum og því sem kalla mætti jaðaríþróttum á borð við Crossfit, Víkingaþrek, Bootcamp og annað í þeim dúr verið mjög mikill á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á honum. Kannski er aukinn áhugi á þessum greinum kominn til að vera, kannski er ekki um bólu eða æði að ræða? „Það blasir við að við erum að horfa á mun meiri fjölbreytni í dag en áður. Mass- inn er ekki að velja einhverja eina íþrótt eða eitt form hreyfingar eins og oft var hér áður fyrr. Við sjáum vöxt í ólíkum greinum eins og hjólreiðum og hlaupi en líka allt frá jóga yfir í jaðaríþróttir á borð við Crossfit. Hvort þessi aukni áhugi sé kominn til að vera sjáum við ekki fyrr en að einhverjum tíma liðnum.“ Helgi segir áherslubreytingu hafa orðið fljótlega eftir hrun bankakerfisins og rekur það m.a. til nýrra gilda eftir hrun. „Á árunum fyrir efnahagshrunið var tölu- verður þrýstingur á að efnast og græða mikið. Það varð að tákni um velgengni að eiga kort í líkamsrækt, jafnvel þó að kortið væri ekki mikið notað, og ákveðinn klæða- burður var líka talinn æskilegri en annar. Segja má að efnisleg gæði hafi yfirtekið samfélagið með húð og hári. Þegar banka- kerfið hrundi eða fór á hliðina haustið 2008 varð ákveðin hugarfars- breyting. Fólk leitaði meira inn á við og dró úr efnislegri hjarð- hegðun sem ruddi brautina fyrir ein- staklingsmiðaðri leiðir hvort sem það var í auknum hjólreiðum, gönguferðum, óhefð- bundnu mataræði, úti- vist á fjöllum eða al- mennt annarri nálgun í lífinu. Og þetta varð að við- urkenndri hegðan en ekki álitið dæmi um sérvitr- ingshátt eins og áður.“ Aukið frjálsræði eykur möguleika Helgi telur að opnun samfélagsins með auknu frjálsræði eigi einnig stóran þátt í því að fólk leitar nú nýrra leiða þegar kemur að lífsstíl, hreyfingu og mataræði. „Um leið og samfélagið opnast fyrir umheiminum eykst frjálsræði og umburð- arlyndi sem gerir okkur tilbúnari til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir. Það þótti meira en lítið skrítið að hjóla í vinnu fyrir um tuttugu árum síðan en í dag er ört vax- andi hópur fólks sem hjólar til og frá vinnu.“ Efnahagslegur þrýstingur hefur vissulega áhrif að sögn Helga en þegar hann helst í hendur við almenna viðhorfsbreytingu er fyrst komin formúla fyrir hröðum vexti á mörgum sviðum. „Við getum ekki litið fram hjá efnahags- legum forsendum þess að fólk velur hjólið eða strætó í dag fram yfir bíl númer tvö eða bíl almennt eða velur útihlaup frekar en dýrari kort í ræktina. Útivist og hreyf- ing af þessu tagi tekur hins vegar stökk þegar efnahagslegu rökin falla að hugmynd- inni um breyttan lífsstíl og heilbrigðara líf- erni. Núna er þetta ekki lengur bara spurning um að hafa efni á einhverju eða ekki. Núna get ég valið að hjóla í vinnu vegna þess hreinlega að ég hef kosið heil- brigðara líferni og það setur enginn út á það val mitt. Aukið umburðarlyndi opnar á fleiri valkosti hvort sem það er íþrótta- iðkun, mataræði eða aðrir þættir í lífi okk- ar.“ Helgi bendir jafnframt á að sambúð ólíkra hluta og leiða eigi sér frekar stað í opnari og frjálslyndari samfélögum. „Við er- um að sjá byltingu í hvers konar heilsufæði á sama tíma og hundruð manns bíða eftir sykurhúðuðum kleinuhringjum og kaffibolla. Samfélagið er orðið miklu sveigjanlegra og við eigum að fagna fjölbreytileikanum.“ Það verður ekki hjá því komist að spyrja Helga um íslenska dellukallinn, fyrirbæri sem margir telja að hljóti að vera sér- íslenskt. „Í öllum íþróttum og áhugamálum koma alltaf fram einstaklingar sem vilja fara alla leið og græja sig upp í topp en fjöldinn fer ekki þá leið. Og það er ekkert séríslenskt við þetta. Sama á við um tískusveiflur á öðrum sviðum og önnur æði, þau eru ekki séríslensk. Hið séríslenska er yfirleitt líka alþjóðlegt eins og Laxness benti okkur á í verkum sínum.“ T ískusveiflur og einstaka hlutir hafa náð svo víðtækum vinsæld- um að einkenna má afmörkuð tímabil með þeim. Í slíkum til- vikum má segja að gripið hafi um sig æði og flestir kannast við að hafa tekið þátt í einhverju æði á ævinni. Þannig ættu flestir sem lifað hafa meira en ald- arfjórðung að muna eftir ljósbláa fótanudd- tækinu. Ekki endilega vegna þess að nokk- ur lifandi maður í dag muni eftir því að hafa notað tækið og hvað þá séð aðra nota það. Miklu frekar vegna þess að tækið mátti lengi vel finna í geymslum og bíl- skúrum landsmanna, þá ónotað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Trimmgallinn er þannig mörgum minn- isstæður og hver man ekki eftir bumbu- bananum? Tækið sem gera átti alla lands- menn granna og sæta með nokkurra mínútna notkun á dag. Hann náði svo mikl- um vinsældum að fréttamenn spurðu Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra, hvort hann ætti ekki örugglega einn slíkan á sínu heimili. Ráðherrann þáverandi svaraði að sjálfsögðu játandi. Dr. Helgi Gunnlaugsson, deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar Há- skóla Íslands, segir það áhugavert félagsfræðilegt viðfangsefni að skoða hvernig fólk eyðir tíma sínum en bendir jafnframt á að við séum alltaf háð einhverjum tískusveiflum og oftar en ekki komi þær til vegna þess hreinlega að samfélaginu er kynnt eitt- hvað nýtt. „Þegar ég var í há- skólanámi kringum 1980 voru hamborgara- og pítsustaðir að ryðja sér til rúms á Ís- landi og það þótti mjög spennandi á þeim tíma. Alveg eins og amerísku kleinuhringirnir og kaffið sem fólk bíður í langri röð eftir á Laugaveginum í dag,“ segir Helgi en orðum hans til stuðn- ings má vísa í fréttir af löngum röðum fyrir utan Dunk- in Donuts í Þýskalandi og annars staðar þar sem verið er að opna nýja staði. Við Íslendingar erum því kannski ekki alveg jafn sérstakir og við höfum oft viljað vera láta. Allavega ekki þegar kemur að bið- röðum eftir kleinuhringjum. Einstaklingsmiðaðri leiðir en áður Ætla mætti að sem samfélag hefðum við dregið einhvern lærdóm af öllum þeim tískubylgjum og æðum sem gengið hafa yf- ir. Engu að síður sprettur alltaf upp eitt- hvað nýtt. Ekki er langt síðan lágkolvet- nakúrinn varð þess valdandi að verulega var farið að ganga á birgðir af smjöri og Minni en fjölbreyttari tískusveiflur EINU SINNI VORU ANNAÐ HVORT ALLIR AÐ TRIMMA EÐA Í RÆKTINNI EÐA BERJA Á SÉR BUMBUNA MEÐ BUMBUBANANUM. Í DAG VIRÐIST VERA MEIRI FJÖLBREYTILEIKI EN OFT ÁÐUR ÞEGAR KEMUR AÐ TÍSKUSVEIFLUM EÐA ÖRUM VEXTI Í EINSTAKA GREINUM, T.D. HJÓLREIÐUM, HLAUPUM OG HVERS KONAR HEILSURÆKT. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Helgi Gunnlaugsson * Við erum að sjábyltingu í hverskonar heilsufæði á sama tíma og hundr- uð manns bíða eftir sykurhúðuðum kleinu- hringjum og kaffibolla. Úttekt 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Það hefur heldur betur orðið vöxtur í hjól- reiðum á undanförnum árum, en fáir þekkja hjólreiðar betur en Hafsteinn Ægir Geirs- son, atvinnumaður í hjólreiðum og ólympíu- fari í siglingum. „Ég byrjaði að keppa í hjólreiðum fyrir að verða 12 árum og það hefur verið vöxtur í greininni á þeim tíma. Undanfarin þrjú ár hefur hins vegar orðið sprenging og nú taka miklu fleiri þátt í bæði keppnishjólreiðum og samgönguhjólreiðum,“ segir Hafsteinn. Áhuginn á keppnishjólreiðum og sam- gönguhjólreiðum kemur úr ólíkum áttum en hefur án nokkurs vafa jákvæð á hvor annan að sögn Hafsteins. „Þríþraut var vinsæl hér um tíma og margir sem stunduðu hana hafa fært sig yfir í hjólreiðarnar. Þá hefur aukin umfjöllun og bætt aðstaða til samgönguhjólreiða, auk alls konar vinnustaðaátaka, orðið til þess að í dag hjóla fleiri til og frá vinnu. Ég man eftir því þegar ég byrjaði að hjóla í vinnuna í kringum 1998. Þá þótti það heldur lúðalegt og skrítið. Í dag hefur þetta algjörlega snúist við og það þykir flott að hjóla í vinnu og al- mennt á milli staða.“ Allar stéttir stunda hjólreiðar Spurður hvort einhver stétt sæki í hjólreið- ar umfram aðrar segir Hafsteinn ekki geta greint meiri áhuga hjá einum hópi umfram annan. „Hingað í Örninn, þar sem ég starfa, kem- ur bæði mjög efnað fólk og námsmenn, sem hafa kannski minna milli handanna, að kaupa sér hjól og hjólabúnað. Hjólreiðar eru ekki bara spurning um að spara sér rekstur á bíl. Þær eru góð hreyfing og bjóða upp á skemmtilegar stundir í góðum hjólreiðatúr með vinum, t.d. upp í Heiðmörk, um borg- ina, upp í bústað eða annað. Þá er mjög gott að berjast við veðrið á morgnana og vakna vel áður en vinnudagurinn byrjar og tæma svo hausinn á leiðinni heim úr vinnu áður en komið er heim til fjölskyldunnar.“ Hjólreiðar þurfa ekki að vera dýrar og segir Hafsteinn vel hægt að fá sér hjól og búnað í kringum 100 þúsund krónur og það borgi sig hratt upp þegar haft sé í huga að fullur tankur á bílinn geti verið farið yfir 10 þúsund. GÍFURLEGUR VÖXTUR Í HJÓLREIÐUM Þykir flott að hjóla í vinnu Hafsteinn Ægir Geirsson, hjólreiðamaður hefur hjólað í vinnu síðan 1998. Morgunblaðið/Eyþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.