Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 48
T ora Urup er nýkomin úr ánægju- legri ferð á slóðir forfeðra sinna í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þegar blaðamaður forvitnast um fjöl- skylduna segir hún brosandi að ættingja sé víðar að finna á Íslandi: „Afi minn, Sigurður Sigurðsson, var til að mynda lengi sýslumaður á Sauðárkróki,“ segir hún brosandi. Tora er kunnur danskur hönnuður og gler- listakona, margverðlaunuð og kunn fyrir sér- stök og formfögur glerverk sem sýnd hafa verið víða um lönd. En hún er líka íslensk, fædd inn í kunna myndlistarfjölskyldu frá Króknum. Guðrún móðir hennar, dóttir sýslu- mannsins, var myndlistarkona rétt eins og tveir bræðra hennar, listmálararnir Sigurður og Hrólfur. Og þótt Tora sé hikandi við að tala íslensku skilur hún hana alveg. Faðir hennar var danskur, einnig þekktur myndlist- armaður, Jens Urup. Foreldrar Toru unnu saman glermósaíkgluggana í kirkjunni á Sauðárkróki. „Mamma hóf nám við Listakademíið í Kaupmannahöfn eftir stríðið og þar kynntist hún pabba, sem var þar einnig við nám, en hann var þá orðinn vinur Hrólfs bróður henn- ar,“ segir Tora þar sem við spjöllum saman yfir kaffi í Þjóðminjasafninu. Foreldrar henn- ar voru gift í 63 ár, eignuðust fjögur börn, bjuggu og störfuðu í Danmörku en sýndu bæði á þeim tíma nokkrum sinnum verk sín á Íslandi. Jens Urup lést árið 2010 og Guðrún tveimur árum síðar. Tora hefur áfram haldið sambandi við nokkra vini og ættingja hér á landi. Hér þekkja líka margir til listsköpunar hennar, en verk eftir hana er meðal annars að finna í Hönnunarsafni Íslands. Listfræð- ingar segja hana vinna með kunnuglega hluti á borð við skálar og glerborðbúnað en að Tora leiti sífellt leiða til að fá fólk til að upp- lifa þá á nýjan hátt, bæði sem nytjahluti og sjálfstæð verk sem lýsa megi sem „sjónrænni túlkun á kunnuglegum gripum“. Starfaði í Japan „Systkini mín eru öll listafólk,“ segir Tora. „Önnur systir mín er kvikmyndagerðarkona, hin er arkitekt og hönnuður og bróðir minn er handverksmaður. Það er mikill sköpunar- kraftur í fjölskyldunni. Mamma var listmálari og vann mikið með samklipp, mjög abstrakt en undir greinilegum áhrifum frá íslenskri náttúru.“ Hún ólst upp í foreldrahúsum í Holte og þar kom margur Íslendingurinn við gegnum tíðina, til mislangrar dvalar. Og þar segist hún listina hafa síast inn í sig. „Ég vissi alltaf að ég vildi vinna við eitthvað skapandi.“ Tora segir að því miður hafi langur tími liðið síðan hún var síðast á Íslandi; það var þegar verk hennar voru sýnd í Epal árið 2007 og svo kom hún á stórt ættarmót fyrir ára- tug. „Ég finn svo vel núna að ég þarf að koma aftur. Mér finnst að nú þegar foreldrar mínir eru látnir þurfi ég að styrkja tengslin við Ísland.“ En Tora hefur þó verið á faraldsfæti gegn- um árin og oftar en ekki til Japan, en þar- lendar hefðir í vinnu með gler og keramik hafa haft mikil áhrif á listsköpun hennar. Áð- ur en hún hóf að læra við handverksskólann heima í Danmörku og lauk meistaragráðu við Royal College of Art í London lærði hún og vann við fagið í Japan. „Þegar ég var rúmlega tvítug hélt ég til Japan því ég vissi að það var svo mikið um áhugaverða listhönnun þar í landi,“ segir Tora. „Fyrst kynnti ég mér hvað var að ger- ast á þessu sviði, fór svo heim en sneri fljót- lega aftur og bjó þá í eitt og hálft ár í Japan. Þá starfaði ég á keramikverkstæði í To- koname og það var gríðarlega mikilvæg reynsla. Þessi bær hefur verið ein af mið- stöðvum keramikframleiðslu í Japan um ald- ir. Að því loknu fór ég heim til Danmerkur að nema við gler- og keramikdeild handverk- skólans. Fyrstu tvö árin var ég í keramiki en fór svo að hrífast af möguleikum glersins.“ Ekki miklar málamiðlanir Tora er auðheyrilega mikill aðdáandi jap- anskrar menningar og segist fljótt hafa kom- ist að því að nálgun þarlendra listamanna í keramiki og gleri sé talsvert önnur en sú sem tíðkist í Evrópu. „Keramiklistin nýtur til að mynda gríðarmikillar virðingar í Japan og miklu meiri en tíðkast í okkar menning- arheimi. Í raun má segja að auk temenning- arinnar sé keramiklistin hin dáðasta þar í landi. Meistarinn sem ég starfaði hjá leiddi mig inn í þennan forvitnilega heim japansks GLERLISTAVERK OG HÖNNUN TORU URUP NJÓTA SÍAUKINNAR AÐDÁUNAR Mikill sköpunar- kraftur í fjölskyldunni „ÉG SKAPA RAMMANN SEM ÉG VINN INNAN EN SVO GERIST ALLTAF EITTHVAÐ ÓVÆNT,“ SEGIR TORA URUP UM GLERLISTAVERKIN SEM NJÓTA AÐDÁUNAR, FÆRA HENNI VERÐLAUN OG GEFUR AÐ LÍTA VÍÐA Á SÖFNUM UM ÞESSAR MUNDIR. FAÐIR TORU VAR DANSKUR EN Í MÓÐURÆTTINNI ERU KUNNIR ÍSLENSKIR LISTAMENN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Frá sýningunni „På og i glas“ með hönnun Toru Urup í Butik for Borddækning í fyrra. Ljósmynd/Stuart McIntyre Nokkur hinna rómuðu og einstöku glerlistaverka, sívalningar og lagskipt verk, sem voru á sýningu Toru Urup í Danmarks Nationalbank í fyrra. Hönnun Toru úr „Tumblerseries“; gler blásið í Kimuna Glass-fyrirtækinu í Japan. Ljósmynd/Hans Hansen Skálar eftir Toru, blásnar og framleiddar af Kim- una Glass í Japan, þar sem hún hefur unnið. Ljósmynd/Hans Hansen 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Á elleftu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu í dag, laugardag, kemur fram tríó gítar- leikarans Björns Thoroddsen. Auk hans skipa tríóið þeir Jón Rafnsson á kontrabassa og Sigfús Óttarsson á trommur. Þeir munu leika fjölbreytt úrval djass- og popptónlistar í eigin útgáfum. Tónleikarnir fara fram utan- dyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. SUMARDJASS JÓMFRÚIN Björn Thoroddsen djassar á Jómfrúnni í dag. Morgunblaðið/Ómar Lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju verða á morgun, sunnudag, kl. 14. Tónleikana ber upp á Maríumessu að sumri og af því tilefni verða felld saman guðsþjónusta og tónleikar. Prest- ur er sr. Baldur Kristjánsson og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja og Elísabet Waage leikur á hörpu. Í guðsþjónustunni syngja söngkonurnar englalög og dúetta ásamt því að leiða al- mennan safnaðarsöng. Á tónleikunum, sem koma strax í kjölfarið, verður slegið á létta og ástríka strengi þar sem m.a. heyrist allt frá barokkmúsík til dægurlaga og óperudúetta. ENGLAR OG MENN MARÍUMESSA Hilmar Örn Agnarsson, Elísabet Waage, Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Að vefa saman DNA nefnist sýning sem opnuð verður á Torgi Þjóðminja- safnsins í dag, laugardag, kl. 14. Sýningin er sam- vinnuverkefni ís- lenska vöruhönn- uðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska text- ílhönnuðarins Claire Anderson. „Hönnuðirnir leitast við að veita íslensk- um og skoskum textíl nýja merkingu með því að flétta saman aðferðum og þáttum úr handverki og þjóðarímynd. Í verkefninu er farið aftur í tímann og skoskt og íslenskt handverk rannsakað allt aftur til sameig- inlegra forfeðra. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að kanna hvaða þátt handverkið átti í að móta sjálfsmynd þjóðanna og bera sam- an hefðir þeirra á þessu sviði,“ segir m.a. í til- kynningu. Þar kemur fram að verkefnið er styrkt af Creative Scotland og Ístex. AÐ VEFA SAMAN DNA TEXTÍLL Dæmi um samvinnu Hönnu og Anderson. Ljosmynd/ Tian Khee Siong Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.