Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Blaðsíða 50
Fyrir stuttu kom út á íslensku skáldsag-an Framúrskarandi vinkona eftirítalska rithöfundinn Elenu Ferrante í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Bókin sú er fyrsti hluti fjórleiks sem kenndur hefur verið við ítölsku borgina Napólí, enda gerast bækurnar þar meðal alþýðufólks og fátæk- linga á sjötta áratug síðustu aldar, segja sögu af daglegu lífi og daglegri glímu við þau vandamál sem fylgja því að vera fátæk- ur, valdalaus og, ekki síst, því að vera kona. Bækurnar í fjórleiknum eru L’amica ge- niale, sem kom út 2011, Storia del nuovo cognome, sem kom út 2012, Storia di chi fugge e di chi resta, sem kom út 2013, og svo Storia della bambina perduta, sem kom út á síðasta ári, en í ítalskri útgáfu teljast þær fyrsta til fjórða bindi af L’amica geniale. Allar bækurnar hafa komið út á ensku, en Framúrskarandi vinkona er sú fyrsta í fjór- leiknum sem gefin er út á íslensku og eins fyrsta bók Elenu Ferrante sem gefin er út hér á landi. Bækur þarfnast ekki höfundar Fyrsta skáldsaga Elenu Ferrante kom út fyrir þrettán árum, og vakti enga teljandi at- hygli, en smám saman barst hróður hennar víðar og segja má að með Napolí-bókunum hafi hún orðið heimsþekkt því fátt hefur ver- ið meira rætt víða en bækurnar fjórar á menningarsíðum dagblaða og tímarita. Gekk svo langt að sumstaðar hefur Elena Ferr- ante verið kölluð besti núlifandi rithöfundur Ítalíu og í tímaritinu Economist var hún sögð besti samtímahöfundur sem lesendur blaðsins hefðu líka ekki heyrt getið. Við það hefði Economist mátt bæta: … og sem enginn hefur séð, því það veit enginn, eða í það minnsta mjög fáir, hver Elena Ferrante er, hvernig hún lítur út, hvar hún á heima, eða yfirleitt nokkuð um hana. Málið er nefnilega að hún skrifar undir dulnefni, engar myndir eru til af henni og hún veitir aldrei viðtal augliti til auglitis og reyndar ekki heldur í síma. Að því sögðu eru menn almennt sammála um að hún sé vissulega ítölsk kona sem alist hafi upp eða búið um tíma í Napólí og þá lík- lega á þeim tíma sem hún rekur í bókunum – en annað gæti svo sem komið á daginn. Leyndin yfir Elenu Ferrante er ekki ný af nálinni, í bréfi sem hún skrifaði útgefanda sínum 1991, skömmu áður en fyrsta bók hennar var gefin út, segist hún ekki munu taka þátt í neinni kynningu á bókinni: „Ég hef þegar lagt nóg í þessa löngu sögu: Ég skrifaði hana. Ef eitthvað er spunnið í bók- ina þá hlýtur það að vera nóg … ég held að þegar búið sé að skrifa bækur þarfnist þær ekki höfundar síns. Ef þær hafa eitthvað að segja rata þær á endanum til lesenda; ef ekki, þá ná þær ekki lengra.“ Ástríða að segja sögur Þó að Elena Ferrante veiti ekki eiginleg við- töl, tók ég eftir því að hún svaraði skrif- legum fyrirspurnum og lét slag standa; sendi henni nokkrar spurningar og fékk svör eins og rakið er hér fyrir neðan. – Hvað varð til þess að þú fórst að skrifa; áttirðu þér tilteknar fyrirmyndir eða var það þörf fyrir tjáningu? „Ég skrifa af þeirri ástríðu að segja sögur. Sú ástríða nærist af ánægjunni af lestri og löngun til að finna leið til að vekja þá ánægju. Ég lærði af að lesa bækur aftur og aftur – ég hef ekki tölu á hve oft ég las Vesalingana án þess að vita nokkuð um Vic- tor Hugo.“ – Fyrsta bók þín, L’amore molesto, kom út 1992. Sástu það fyrir þér að þú væri að hefja feril sem rithöfundur? „Mér datt aldrei í hug að ég yrði rithöf- undur og mér leið ekki eins og útgáfan væri upphaf einhvers. Víst var ég að skrifa, en ég vann við annað. Ég hélt reyndar áfram að skrifa en það liðu tíu ár þar til næsta bók kom út. Þrátt fyrir það sem gefið hefur verið út af bókum mínum er ég aldrei viss um að ég sé með eitthvað í höndunum sem sé þess virði að það sé gefið út.“ Hin raunverulega mynd af höfundinum – Elena Ferrante er dulnefni og ekki er til ævisaga, myndir eða nokkuð það sem fært getur höfundinn nær lesandanum, nú eða blaðmanninum sem er að fjalla um bók eða höfund hennar. Þetta ætti vitanlega ekki að vera aðalatriði varðandi bók og er reyndar ekki mikilvægt í sjálfu sér, en þegar fjallað er um bækur þínar verður fjarvera þín, ef svo má segja, snar þáttur í umræðunni og jafnvel miðpunktur hennar. Í ljósi þess að þú hefur sagt að þú viljir að bækurnar tali fyrir sig sjálfar kviknar sú spurning hvort fólk sé að blína um of á nafnleysi höfundar. „Það er ekki fjarvera mín sem vekur at- hygli á bókum mínum, athyglin sem bæk- urnar vekja verða til þess að fjölmiðlar beina sjónum að fjarverunni. Í stuttu máli sagt þá óttast ég að val mitt sé fyrst og fremst vandamál blaðamanna frekar en lesenda. Lesendur, ég þar með- talin, hrífast af for- vitnilegri bók og þeirri orku sem stafar af henni. Er engin mynd af höf- undi? Allt í lagi. Kemur höfundurinn ekki fram í sjónvarpi? Allt í lagi. Les- andinn dregur upp hina raunverulegu mynd af höf- undinum. Ef bókin gengur ekki upp hvers vegna ætti lesandinn þá að hafa hugann við höf- und hennar? Og ef hún geng- ur upp rís þá ekki höfund- urinn upp af textanum eins og andinn í Aladdín stígur upp af lampanum? Allt felst í bókinni og birtist ef við elskum raunverulega að lesa. Burtséð frá bókunum mínum hvað er ég? Kona ekki ósvipuð mörgum öðrum. Látið höfundana liggja á milli hluta, en elskið það sem þeir skrifa – sé það þess virði. Og þetta er inntakið í ákvörðun minni.“ – Þú lýstir því í viðtali fyrir stuttu að sú Napólí sem þú lýsir í bókum þínum sé ímynduð borg. Áttu við að tíminn hafi breytt borg æskunnar og hún sé því ekki til lengur eða það að við séum sífellt að endurvinna minningar okkar? „Napólí bókanna er hluti af mér sem ég þekki út og inn; ég kann götuheitin, þekki liti húsanna, verslanirnar og mállýskuna. Að því sögðu þá þarf hver þáttur raunveruleik- ans að glíma við sannleik skáldsögunnar, sannleik er sem frábrugðinn því sem finna má í kortaleit Google.“ – Mikið hefur verið rætt um stöðu kvenna í listum undanfarið, hvernig þær eru jað- arsettar og þurfa að hafa hærra en karlarnir til að eftir þeim sé tekið. Þetta er sér- staklega áberandi í bókmenntaheiminum þar sem auðveldara er fyrir karla að fá bækur út gefnar og líklegra er að bækur eftir karla fái umfjöllun og séu verðlaunaðar en bækur kvenna. Þrátt fyrir það benda kannanir til þess að konur séu hærra hlutfall lesenda. Það eru líka viðtekin sannindi í útgáfuheim- inum að karlar lesa bækur eftir karla en konur lesa bækur eftir alla og eins að karlar lesa síður bækur þar sem söguhetjan eða söguhetjur eru konur. Í Napólíbókunum eru konur aftur á móti í aðalhlutverkum. „Mig langaði til að segja frá vináttu tveggja kvenna og því hlutu tvær konur að verða þungamiðja sögunnar. Hvað það varð- ar að konur séu meirihluti bóklesenda, þá er það vissulega satt en það hefur ekki bætt stöðu þeirra kvenna sem skrifa bækurnar. Þó að til sé rík kvennabókmenntahefð þá eiga bækur eftir konur á brattann að sækja. Eða, kannski er réttara að segja að þær séu metnar á sínum verðleikum en þá sem bæk- ur kvenna fyrir konur, það er eins og ekki sé hægt að bera þær saman við aldagamla karl- læga bókmenntahefð. Það er ríkjandi viðhorf, líka viðhorf margra kvenna, að miklar bók- menntir séu ritaðar af körlum. Það er vissu- lega rétt að alla jafna lesa karlar ekki bækur eftir konur, kannski vegna þess að þeir telja slíkan lestur draga úr karlmennsku sinni, en það á í raun við ótal önnur svið mannlífsins.“ Skrifa það sem ég vil þegar ég vil – Napólíbækurnar eru fjórar, var það eitt- hvað sem þú sást fyrir eða óx sagan í hönd- unum á þér? „Ég hef alltaf haft að leiðarljósi að saga eigi að rúmast í einu bindi, en að því sögðu þá veit ég ekki hversu margar síður ég þarf til að segja hverja sögu þegar ég byrja að skrifa. Sjálf vinnan þvælist ekki fyrir mér, ég er sátt við það að sagan flæði áfram á hverja síðuna af annarri, enda er það merki um það að hún birtist áreynslulítið og það er það sem skiptir máli. Síðan fer ég yfir það sem ég hef skrifað og hendi ríflega helm- ingnum af því, sker niður með skurðhníf eða exi eftir því sem við á. Það dugði þó lítið með Framúrskarandi vinkonu þó að ég hafi verið dugleg að skera burt allan óþarfa og allt sem gekk ekki upp. Á endanum varð ég að sætta mig við að sag- an rúmaðist ekki í einni bók og því spannar sagan, sem er knöpp í sjálfri sér, fjögur ábúðarmikil bindi.“ – Í umfjöllun um bækur þínar, sérstaklega söguna af Elenu og Lilu, hafa fallið stór orð og þú hefur meðal annars verið nefnd mik- ilvægasti rithöfundur þinnar kynslóðar. „Alla jafna er því svo farið að lofsamlegri umfjöllun fylgir harkaleg og öfugt. Eftir tuttugu ára skrif hef ég gefið alla þrá eftir velgengni upp á bátinn og hætt að amast við óláni. Ég skrifa það sem ég vil þegar ég vil og gef aðeins út þegar mér sýnist að bókin geti ratað til lesenda ein síns liðs. Annars læt ég hana liggja í skúffunni.“ SAGNABÁLKURINN FRÁ NAPÓLÍ Skrifað af ástríðu Sagan af Elenu og Lilu gerist í Napólí. Martin Mergili/Creative Commons BÆKUR ELENU FERRANTE UM VIN- KONURNAR ELENU OG LILU OG LÍF ÞEIRRA Í NAPÓLÍ HAFA VAKIÐ MIKIÐ UMTAL OG AÐDÁUN ÞÓ AÐ ENG- INN VITI DEILI Á HÖFUNDINUM. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Ég skrifa þaðsem ég vil þeg-ar ég vil og gef að- eins út þegar mér sýnist að bókin geti ratað til lesenda ein síns liðs. Annars læt ég hana liggja í skúffunni.“ 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2015 Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.