Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 2
Hver er innblásturinn á bak við verkið í ár, Stjörnubrim? Innblásturinn kom útfrá endurspeglun síðustu ára, þegar ég fór að velta því fyr- ir mér hvað það er sem fær fólk til að dást að flugeldum. Fór þar með að kynna mér hugtakið fegurð. Þar rakst ég á áhugaverðar greinar um hvort fegurð sé hlutlæg eða huglæg. Sé hún hlutlæg og þarmeð mælanleg kom gullinsniðið til sögunnar og hef ég nýtt mér það við hönnun sýningarinnar. Mér fannst sér- staklega áhugaverð setning i bókinni Sense of Beauty þar sem talað var um að fegurð sé bara tilfinning, og takist þer að vekja þá tilfinningu hjá áhorf- anda upplifir hann hugtakið fegurð. Minningatengingin er líka sterk, hljóðið í flugeldum minnir flesta á áramótin, spennandi og gleðileg tilfinning úr barn- æsku, kvöldið sem börn fá að vaka lengi og reyna að sjá flugeldana. Í ár verður verkið tvískipt, hvernig kom það til? Mig langaði mikið að ljúka þessum þríleik með því að bjóða fólki til Íslenska Dansflokks- ins. Það eru svo margir sem hafa séð allar flugeldasýningarnar og haft gaman af en hafa ekki prófað að fara á danssýningu í leikhúsi. Margir eru smeykir við að sjá danssýningu og halda að þeir muni ekki skilja hvað er í gangi svo mér fannst frábært að bjóða fólki að sjá svart á hvítu hvað ég er að meina með flugeldadanssmíðum, að fólk sjái sama verkð flutt af flugeldum og dönsurum og njóti þar með dansverksins eins og tónlistar. Hefur þú lengi haft áhuga á flugeldum? Frá fæðingu held ég bara, þetta samspil af krafti, hljóði og dýnamík gefur dásamlega tilfinningu. Ég hef alltaf verið spenntust um áramótin að styrkja Björgunarsveitirnar og kaupa mikið af flugeldum. Það er eitthvað líka við töfrana sem heillar, flug- eldar eru svo mikið listaverk: að ljótur pappakassi breytist í glitrandi ljós 100 m fyrir ofan með því einu að kveikja í honum er stórfenglegt. Getur þú lýst ferlinu, að tvinna saman dans og flugelda? Að semja flugeldadansverk er ekki svo ólíkt því að semja venjulegt dans- verk. Fyrir nokkrum árum samdi ég dans í stórri auglýsingu fyrir amer- íska tannburstarisann Oral-B. Þar voru 20 dansarar í 3 mismunandi litum að dansa stórt munstur sem átti að filma með þyrlu. Þar var ég að stýra hreyfingu lita í rými, alveg eins og flugeldar eru lituð ljós á himni. Það sem er frábrugðið er að það er ekki hægt að æfa með flugeldunum. Nú er þetta í þriðja sinn sem þú stýrir flugeldasýningu með dansi. Hvernig undirbýrð þú slíkar sýningar? Ég byrjaði að undirbúa sýninguna í ár í byrjun október í fyrra. Tímafrekast er að liggja yfir pöntunarlistum, skoða flugelda og mikilvægt að fylgjast með því nýjasta. Því miður höfum við ekki fengið leyfi fyrir áhuga- verðustu flugeldunum þar sem þeir hafa ekki Evrópuvottun. Svo þarf eldvarnaeftirlitið að samþykkja alla þætti sýningarinnar. Þar geta veður og vindar spilað inní fram á síðustu stundu svo ég þarf að hugsa marga leiki fram í tímann og vera með plan b og c og d og e. Í ár eru áhorfendur hvattir til þess að taka þátt í sýningunni, hvernig kom það til? Það kom útfrá konsepti sýningarinnar, Platon talaði um að eitt af element- um fegurðar væri symmetría og harmónía. Það er ákveðin tilfinning þegar það er samheldin stemming í stórum hóp eins og í fjöldasöng. Allir sameinast í að búa eitthvað til og upplifa sig sem eitt. Bæði verður þetta sjónrænt fallegt og vonandi eftirminnilegt augnablik að sjá 100 þús- und manns lyfta upp ljósi í síma. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGGA SOFFÍA SITUR FYRIR SVÖRUM Pappakassi verður glitrandi ljós Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Nei, ekki þetta árið, kannski næst. Mæðgurnar Christine Gísladóttir og Sif Grímsdóttir. Nei, ekki þetta árið. Pálmi Rögnvaldsson Nei, því miður, ekki í ár. Eygló Anna Tómasdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Nei. Kristján Andri Bragason Morgunblaðið/Ásdís SPURNING VIKUNNAR HLEYPUR ÞÚ Í REYKJAVÍKURMARAÞONI? Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Golli Nú þegar skólarnir eru að hefjast er gaman að næla sér í nýja og hlýja spjör fyrir haustið. Vetrarlínur verslananna eru nýkomnar í hús og því margt fallegt í boði og um að gera að nýta sér heitustu strauma tískuhúsanna fyrir veturinn. Tíska 36 Bogfimi er vaxandi íþrótt, segir Margrét Einars- dóttir, rekstrarstjóri Bogfimiseturins. Skráðum iðk- endum í bogfimi hefur fjölgað úr tíu í meira en 500 á tveimur og hálfu ári. Heilsa 14 Ljósmyndarinn Páll Stef- ánsson sendir frá sér sína fyrstu Íslandsljós- myndabók í sjö ár. Hann segist hafa þroskast mikið sem ljósmyndari á þeim tíma sem liðinn er og sjái landið að nokkru í nýju ljósi eftir myndatökur utan Íslands fyrir erlenda útgef- endur. Bækur 50 Sigga Soffía Níelsdóttir, danshöfundur, er listrænn stjórnandi flugeldasýningarinnar Stjörnubrim á menningarnótt þriðja árið í röð. Í ár er sýningin tvíþætt en Sigga Soffía mun endurskapa flug- eldasýninguna með Íslenska dansflokknum í október á stóra sviði Borgarleikhússins. Með haustinu er alltaf notalegt að nostra örlítið við heimilið og skreyta heimilið með innanstokks- munum á borð við hlý teppi, ilmkerti og lampa sem gefa milda og hlýlega birtu. Hönnun 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.