Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Side 4
Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykja- víkurborg, sem hefur umsjón með flutningi gargandarunganna í Vatnsmýrina, segir verkefnið byggjast á undanþágu sem sótt var um til umhverfisráðuneytisins varðandi grein í lögum um veiðar og vernd villtra dýra er varðar eggjatöku úr náttúrunni. „Þessi umsókn var send inn áður en ný lög um velferð dýra tóku gildi 1. janúar 2014. Það var ekki sótt sérstaklega um und- anþágu frá velferðarlögunum varðandi það að sleppa ungunum en við hófum tilraun með andaræktun í fyrra. Væntanlega hefði þurft að gera það til atvinnuvegaráðu- neytisins eða Matvælastofnunar, sem fer með þann málaflokk eftir að lögin tóku gildi,“ segir Snorri. Í kjölfar umsóknarinnar fékk borgin já- kvæða umsögn Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. „Umhverfisráðu- neytið hafði staðfest það við okkur í tölvu- bréfi og að málið yrði afgreitt en síðan var þetta aldrei formlega klárað hjá ráðuneyt- inu í tæka tíð. Við ákváðum að láta samt slag standa og engar athugasemdir voru gerðar,“ segir Snorri. Töldu það til bóta Hann veit ekki til þess hvort leyfis vegna dýravelferðarlaga hefur verið krafist af t.d. æðarbændum sem ala upp móðurlausa unga og sleppa. „Við létum ekki á það reyna í fyrra, og ekki heldur núna með þessa gargandarunga, ef til vill hefði það þurft. Það verður þá að viðurkennast sem mistök af okkar hálfu. Við létum duga að hafa feng- ið vilyrði fyrir eggjatökunni en skýrt kom fram í þeirri umsókn að ungum yrði sleppt og allir umsagnaraðilar tóku jákvætt í það og töldu það til bóta fyrir andastofna við Reykjavíkurtjörn, ekki síst þar sem þeir andastofnar eru flestir afkomendur anda sem voru aldar upp og sleppt fyrir nokkrum áratugum.“ Snorri segist að öllu leyti fylgjandi lögum um velferð dýra, þar á meðal 23. greininni. „Þessi grein á að koma í veg fyrir að fólk sleppi t.d. gæludýrum sínum lausum um hvippinn og hvappinn. Það er hugsunin á bak við lögin. Við þekkjum því miður mörg slík tilvik og örlög þeirra dýra eru oft grimm, sérstaklega þeirra sem hafa ekki burði til að lifa í náttúrunni, þó að vissulega séu dæmi um að þau geti spjarað sig,“ segir hann. Hafandi sagt það þykir Snorra eðlilegt að hægt sé að sækja um undanþágu frá lög- unum, eins og Reykjavíkurborg hafi gert í tilviki andarunganna, þegar sterkar líkur eru á því að dýrin geti spjarað sig í nátt- úrunni. „Við erum ekki í vafa um að andarung- arnir geti lifað í náttúrunni, annars værum við vitaskuld ekki að þessu. Helstu sérfræð- ingar eru sammála um það.“ Að sögn Snorra verður dyggilega stutt við ungana fyrsta kastið, með- al annars með fóðurgjöf, og vel fylgst með þeim eins lengi og ástæða er til, en þeir eru rækilega merktir. „Við reiknum samt fast- lega með því að ung- arnir hætti mjög fljótt að sækja í fóðrið því að þeirra náttúrulega fæða er í þessu umhverfi.“ Fengu vilyrði fyrir undanþágu Ljósmynd/Einar Gudmann Refur á Hornströndum. *Málið snýst um það hvort dýrið á möguleika á að bjargasér í náttúrunni eða ekki.Tómas Ó. Guðjónsson, forstöðumaður FHG. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Öndunum varð ekki um sel Í lögum um dýravernd segir, gr. 23:„Óheimilt er að sleppa dýrum sem hafaalist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar. Þó er heimilt að sleppa seiðum og fiskum. Umráðamanni eða sveitarfélagi, sé umráða- maður ekki þekktur, er skylt að smala eða handsama dýr, önnur en villt dýr, sem ætla má að líði fyrir umhirðu- eða skjólleysi úti í náttúrunni.“ Það var á grundvelli þessara laga sem sel- kópurinn sem strauk úr Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum fyrr í sumar var aflífaður á dögunum. Enda þótt það væri gert fyrr en efni stóðu til, svo sem Tómas Ó. Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, hefur staðfest. Ekki er pláss fyrir kópana í garðinum á haustin og þar sem ekki má sleppa þeim eru þeir aflífaðir. Í þessu ljósi vekur athygli að nokkrir garg- andarungar og einn rauðhöfðaungi fluttu bú- ferlum úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Friðlandið í Vatnsmýrinni í vikunni. Ungarnir klöktust út í garðinum í sumar og dvöldust þar í sex vikur í góðu yfirlæti, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar, áður en þeir fengu bílferð um borgina. Á hvern hátt skyldi þetta vera frábrugðið því að sleppa selkóp? Tómas Guðjónsson vill ekki taka afstöðu til þess máls og vísar á Umhverfis- og skipulags- svið Reykjavíkurborgar, enda hafi það haft umsjón með téðum flutningum í Vatnsmýrina og beri ábyrgð á því verkefni. Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi lagt verk- efninu lið með aðstöðu og vinnu. Tómas segir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þó almennt séð líta á það sem hlutverk sitt að koma villt- um dýrum í hremmingum til hjálpar gerist þess þörf en hann líti svo á að í tilfelli andar- unganna sé ekki um villt dýr í hremmingum að ræða heldur verkefni þar sem markmiðið sé uppbygging andarstofna við Reykjavík- urtjörn. Eggin voru sem kunnugt er tekin við Mývatn í sumar. Eiga góða möguleika Tómas viðurkennir að hann sé hugsi yfir 23. grein dýraverndarlaganna og hefur beint fyrirspurn til atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytisins af því tilefni þess efnis hvort til greina komi að sleppa selkópum út í náttúr- una næsta sumar. „Ég er auðvitað ekki lög- lærður maður og ekki mitt að dæma en í mín- um huga er það alveg skýrt að kóparnir sem fæðast hjá okkur eiga ekki minni möguleika á að lifa í náttúrunni en kópar sem fæðast villt- ir. Að því gefnu að þeim sé sleppt þriggja til fjögurra vikna gömlum, þegar urtan er að bíta þá af sér. Dánartíðni kópa er að vísu til- tölulega há í náttúrunni en væri þeim sem fæðast hjá okkur sleppt á þessum tímapunkti ættu þeir líklega sambærilega möguleika á að lifa af og villtir kópar í náttúrunni,“ segir Tómas. Í huga Tómasar er eðlismunur á að sleppa selum annars vegar og gæludýrum eða hús- dýrum öldum upp af fólki hins vegar. „Málið snýst um það hvort dýrið á möguleika á að bjarga sér í náttúrunni eða hvort menn séu að setja það út á guð og gaddinn. Það breytir því hins vegar ekki að orðalag áðurnefndrar laga- greinar er ákaflega skýrt og gefur ekki mikið tilefni til túlkunar.“ Aðspurður kveðst Tómas ekki undrast hörð viðbrögð almennings við dauða kópsins. Téð lög tóku gildi árið 2014 og harmar Tómas að þau hafi ekki á neinum tímapunkti verið borin undir sérfræðinga Fjölskyldu- og húsdýragarðsins enda þótt þau eigi augljós- lega við um starfsemi garðsins. Tómas segir það eðli málsins samkvæmt ekkert skemmtiverk að aflífa dýr í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í lok sumars. Hafa beri þó í huga að flest dýrin séu húsdýr og í sveitum sé þeim líka slátrað að hausti. „Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er ætlað að vera brú á milli borgar og sveitar og þetta er einfaldlega hluti af því.“ Makindalegur selur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Morgunblaðið/Eggert HVERS VEGNA MÁ SLEPPA GARGANDARUNGUM ÚR FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM EN EKKI KÓPUM? SKÝRINGIN ER UNDANÞÁGA FRÁ 23. GREIN LAGA UM DÝRAVERND. HÚSBÆNDUR Í GARÐINUM HAFA NÚ HUG Á AÐ TRYGGJA SÉR SLÍKA UNDANÞÁGU FYRIR NÆSTA SUMAR, ENDA TELJA ÞEIR KÓPANA EIGA GÓÐA MÖGULEIKA Á AÐ SPJARA SIG Í NÁTTÚRUNNI. SELUR SÉ EITT, HUNDUR OG KÖTTUR ANNAÐ. HVAÐ ÞÁ KINDUR OG KÝR. Andarungar í Laugardalnum. Þeir tengjast efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.