Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 HEIMURINN GRIKKLAND AÞENU r að leiðtogi Syriza-flokksins,ndum eftiNokkrum st TsiprasAle ð i afsninga 20. septemb r og saaði til nýrraforsætisráðherra, bo ngustofna nýjan vinstriflokk,félagar hanssér sögðust 25 flokks ðta á þingi en tókst í vikur mgur ekki lenalþýðunnar.Tsipras he mkomulag um lánafyrirgreiðslu sa jálp stjórnarandstöðuflokka. Mah ans eru æfir út af samkomul erlendu lánardrottnann ar alþýðunnar er Pa ráðherra í smála farið að íða í allt að fjóra ód i hyggstr pa um eftir aðein m ras 10 má nafangelsi fyrir að verð uheimili þeirra í höfuð a,að afplána afganginn a ansmáliog ýmissa embættis AÍT OKBANGK Ó ökkasamthryðjuver engjutilræ ngkok tjórn02sl. mánudag er rlýsturða í landinu segir mið sprengjunni aðurllvr sagður hafa ko ð minnstr aðm anninnsin ÓREA ONJANG ra Norður-Kóreu, Ki Suður-Kóreu en ríkbúa sig undir átök við in. Öflugur vígbúnaðura skipst á skotum yfir landamærtu dag kjanna síðan 1953 enbáðum megin við landamæri rír verið mningar tækjust, aðeinsreustríðinu án þess að friðarsaá lauk Kó anna er þó vopnlaus. Fréttvopnahlé. Landræma á milli ríkjar samið óreu sagði að fund í yfirstjórn hersins enunin hefði verið tekin eftir bráðakvörð er Kim í forsæti. Orðrómur um klofning í Kreml fékk byr undir báða vængi í vik- unni þegar einn af nánustu ráð- gjöfum Pútíns og yfirmaður rík- isjárnbrautanna, Vladímír Jakúnín, sagðist ætla að hætta. Hann tekur nú sæti í efri deild þingsins. Jakúnín hefur hagnast geysivel á stöðu sinni en einnig á braski í tengslum við Ólympíuleikana í Sotsjí. Ásamt Pútín og fleiri vin- um rak hann líka sumarhúsafyr- irtæki skammt frá Pétursborg. Sonur Jakúníns er fjárfestir í London – en sjálfur getur Jak- únin ekki ferðast þangað. Hann er á svarta lista Vesturveldanna. Rússland er aldrei eins veiktog það sýnist vera – og aldr-ei eins sterkt,“ var eitt sinn sagt. Hvað sem því líður er ljóst að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina í efnahag landsins allra síðustu árin. Framleiðsla minnkar, gengi rúbl- unnar hríðfellur og verðbólga er komin í 15%. Lífeyrisgreiðslur eru ekki lengur vísitölubundnar, það er of dýrt, segja ráðamenn. Bílasala í landinu minnkaði um 27% í júlí mið- að við sama mánuð í fyrra, að sögn Wall Street Journal. 50-60% lækkun á olíu- og gasverði hefur grafið und- an efnahagnum, enda olía og gas yf- ir helmingur alls útflutnings, mælt í dollurum. Verð á sólblómaolíu hefur hækk- að um þriðjung síðan í fyrra, jógúrt um fimmtung og gulrótum um þrjá fjórðu, að sögn fréttaritara New York Times í Moskvu. Sumar versl- anir bíða með að hækka verð í von um að aðstæður skáni og heimild- armenn sjá ekki nein merki um að almenningur sé farinn að örvænta. Engin merki um óðagot. Rússar eru stóískir, þeir hafa í seinni tíma sögu sinni oft þurft að takast á við erfiðleika sem eru margfalt skelfilegri en vestrænar þjóðir hafa nokkru sinni upplifað. Stríð, ofsóknir, hungur. Þeir eru illu vanir og þola mikið, staðan var enn verri í upphafi 10 áratugarins, rétt eftir hrun Sovétríkjanna. Matvæli hækka í verði en þá er lögð meiri áhersla á að rækta grænmeti í húsagörðum, sulta niður gúrkur og fleira hollt. Þaðan kom um fjórð- ungur matvælaframleiðslunnar í tíð Sovétríkjanna meðan bændur á samyrkjubúunum lufsuðust áfram, hundáóánægðir og unnu sem minnst. Einnig eru Rússar duglegir að nýta sér ýmislegt í skógunum, þar vex geysimikið af berjum og sveppum. Fátt bendir til þess að almenn- ingur í landinu kenni æðstu ráða- mönnum um ástandið. Vinsældir Vladímírs Pútíns forseta hafa ekki dvínað, Rússum finnst Pútín sköru- legur leiðtogi. Andstætt því sem gerist á Vesturlöndum hlæja þeir ekki að ýktri karlmennskuímyndinni sem Pútín lætur fjölmiðlana stöðugt birta af sér. Og hernám Krím er enn vinsælt, Vesturveldin eru sögð bera ábyrgð á deilunum um Úkra- ínu. Heilaþvottur fjölmiðla og stjórnmálamanna, sem nú hafa tekið samfélagsmiðla í notkun, er svo markviss og oft klókindalegur að al- menningur lætur sannfærast. Áróðurinn gegn Bandaríkjunum er hatrammur. Nýlega sagði forseti neðri deildar þingsins, Sergei Narj- ískín, að Bandaríkjamenn vildu gera Rússland gjaldþrota, það væri loka- takmarkið. „Erlendar skuldir þeirra sjálfra eru hrikalegar og þau hafa það fyrir sið að setja önnur ríki á hausinn,“ sagði Narjískín. Banda- ríkjamenn væru sífellt að kynda með rangfærslum undir andúð á Rússum í Evrópu. Kvartanir og yfirstéttarlíf Sumir Rússar kvarta þó undan rýrnandi lífskjörum og spillingu ráðamanna sem margir lifa í mikl- um munaði. Myndir sem dreift er á samfélagsmiðlum valda stundum umróti. Menn spyrja hvernig möppudýr í Kreml geti keypt sér armbandsúr upp á tugmilljónir króna. En hvert stefnir? Pútín heitir því að taka á efnahagsvandanum. „Við erum að vinna að þessu á hverjum degi,“ sagði hann nýlega um lækk- andi gengi rúblunnar, ríkisstjórnin og seðlabankinn í Moskvu myndu finna ráð. En hann hefur á 15 ára valdaferli sínum ekki staðið fyrir umtalsverðum umbótum á sviði efnahagsmála, aðeins treyst tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og þinginu. Og þaggað niður í andófsmönnum með ýmsum ráðum. Síðustu árin hefur hann síðan ausið fé í herinn til að geta hótað grannþjóðum Rússa og ýtt undir upplausnina í Úkraínu. Atvinnuvegirnir eru enn einhæfir, fjárfestingar í nýrri tækni litlar, að sögn fjármálarita. Efna- hagstölurnar eru ískyggilegar. Landsframleiðsla Rússa dróst sam- an um 4,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, um er að ræða harkaleg- ustu kreppu frá 2008-2009. Pútín gerði nýlega stóran samning við Kínverja til 30 ára um sölu á gasi. En leggja þarf langar leiðslur til að koma vörunni til kaupenda og end- urnýja búnað. Rússar ganga nú hratt á gjaldeyrissjóð sem nam um tíma yfir 500 milljörðum dollara. Því er spáð að hann verði uppurinn í lok næsta árs. Rússar hafa því ekki lengur efni á slíkum fjárfestingum og ekki bæt- ir úr skák að Pútín lét ekki setja varnagla í samninginn vegna hugs- anlegs verðfalls á alþjóðlegum gas- mörkuðum. Tekjurnar af gassölunni til Kína gætu því orðið mun minni en gert var ráð fyrir, ef einhvern tíma verður af henni. Loks má nefna að viðskiptalegar refsiaðgerðir Vesturveldanna hafa, þótt takmarkaðar séu, haft slæm áhrif á einu sviði: Rússneskir bank- ar og önnur stórfyrirtæki fá ekki lengur lán hjá vestrænum lánastofn- unum sem kemur illa niður á mörg- um útflutningsfyrirtækjum. Þeir selja þó enn gas og olíu til Vestur- Evrópu sem er háð þeim viðskiptum en það gæti breyst á næstu áratug- um ef vinnsla úr leirsteini hefst fyr- ir alvöru í álfunni. Enn og aftur reynir á þolrif Rússa ALMENNINGUR Í RÚSSLANDI VIRÐIST SÆTTA SIG VIÐ VERSNANDI KJÖR EN VERÐFALLIÐ Á OLÍU OG GASI GREFUR NÚ UNDAN EFNAHAGNUM. STAÐA PÚTÍNS ER SAMT STERK Í SKOÐANAKÖNNUNUM OG HANN STÝRIR VANDLEGA ÖFLUGUSTU FJÖLMIÐLUNUM. Forsætisráðherra Rússlands, Dmítrí Medvedev, heimsótti í ágúst borgina Krasnodar í Suður-Rússlandi og skoðaði þá niðursuðuvörur í verslun. Ráðamenn í Moskvu leggja nú áherslu á að landið verði sjálfu sér nægt varðandi matvæli. AFP Jakúnín og Pútín forseti. ÓLÍGARKI Í VANDA * Sjálfur álít ég að Rússland sé ekki síður lýðræðislegt enþað var. Það er lýðræðisríki. Það er nógu lýðræðislegt.Roman Abramovich, rússneskur auðkýfingur, búsettur í Bretlandi. AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.