Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 9
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrif- aði um embætti forseta Íslands á Facebook: „Morg- unútvarpið sagði frá skoð- anakönnun sem sagði helming landsmanna vilja takmarka kjör- tímabil forseta Íslands við þrjú eða færri og lék að því loknu „Ómiss- andi fólk“ með Magga Eiríks. „Kirkjugarðar heimsins / geyma ómissandi fólk.““ Silja Að- alsteinsdóttir bókmenntafræð- ingur skrifaði athugasemd sem margir tóku undir: „Ég tók eftir að einn hópur skar sig úr og finnst sumt fólk ekki ómissandi. Mér kemur stundum í hug að í landinu búi tvær þjóðir, Íslendingar og framsóknarmenn.“ Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum Facebook-notanda að Reykjavíkurmaraþonið er hlaupið um helgina en margir þátt- takendur hlaupa til styrktar ýms- um verðugum málefnum. Sjón- varpsmaðurinn Helgi Seljan spyr sig: „Er enginn að hlaupa til styrkt- ar útgerðinni í þessu maraþoni?“ Ellen Jacqueline Calmon, formaður ÖBÍ, gerir grein á vefn- um vertunaes.is að umtalsefni en í greininni fjallar Patrycja Wittstock Einarsdóttir um hvernig það sé að vera með erlent nafn í atvinnuleit en nafnið virðist geta flækst fyrir. „Þetta þekki ég mjög vel, bæði á eigin skinni og svo hefur þetta einnig verið reynsla mannsins míns sem er sænskur og pabba míns sem er franskur. Ég var eitt sinn spurð í atvinnuviðtali, hvort ég gæti alveg skrifað íslensku, verandi með svona útlenskt nafn og allt, og beðin um að sýna skólaritgerð þess efnis. Ég gerði það og fékk starfið. Verum næs, við alla!“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.