Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 * „Við erum bæði að fá rígvæna þorska sem erukannski í kringum sjö kíló að þyngd en svofer þetta niður í algjört undirmál.“ Rafn Arnarson, skipstjóri á Óla á Stað, í Morgunblaðinu sl. þriðjudag Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND G GRAN ÁRÞIN -YTRA Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra árið 2015 voru afhent í vikunni, í fjórum flokkum.Verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð í þéttbýli hlutu þau Ragnheiður Skúladóttir og Þröstur Jónsson á Heiðvangi 16 á Hellu; Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson í Hákoti í Þykkvabæ fengu verðlaun fyrir snyrtilega aðkomu og vel hirtan garð í dreifbýli þar sem stundaður er landbúnaður. Fyrir snyrtilega aðkomu og vel hirt umhverfi á lögbýli voru verðlaunuð Erla Möller og Sigurðu Kr. Sigurðsson á Gilsbakka á Rangárvöllum o góða umgengni og snyrtimennsku við fyrir hlut LOÐMUNDA Ferðamálahópu og Ferðaféla lsaman að á í Loðmun ðjGu ón Loð AKRANES Svavar Sigurðsson á Akra fært kaupstaðnum til varð yfir húsanöfn í bænum. Sig Guðmundsdóttir og Krist nsdóttir unnu að því á árunum 2010 og að sk niður húsanöfn á Akranes Braga í Kirkjubæ og fleiri æviskrá Akurnesinga við g var síðan árið 2015 sem b og Bogi Sigurðssynir eignu skráningu húsanafna og fó að endurbótum á skránin m.a. upplýsingar úr Árbók úr handriti Þorsteins Jóns RAUFARHÖFN Jónas Friðrik Guðnason, hagyrðingur á Raufarhöfn og til skem eimasíð tíðar ny Svo þyk að það Og Oddur fr bað Ásu frá S því hún var lang falle STRANDIR Strandabyggð gefst kostur á að vera með í spurningakeppninni Ú i í Sjó fyrsta skip Sve egar þegið b lið t ð í keppninni eru 24 ð að ári en hin 16 dreginí fjó aflit eru sjálfkr a me gleð trandamönnum gefst nú loksins kostur á að taka þátt og láta ljós sitt skína í Útsvari,“ seg m. Myndin er tekin á PubQuis sem er vinsæl skemmtun á Ströndum Árneshreppur á Ströndum erbotnlangi. Úr innanverðumSteingrímsfirði er beygt til hægri við skiltið sem vísar veg í Norðurfjörð. Þaðan eru um 90 kílómetrar, malarvegur yfir hálsa og við ströndina er þetta aðeins rispa í hlíðum fjalla. Þegar komið er í Norðurfjörð, þar sem er höfn, verslun, kaffihús, bankaafgreiðsla og ferðaþjónusta, má halda nokkra kílómetra út með ströndinni að bænum Felli, eða þá yfir Eyr- arháls og þaðan fyrir Ingólfsfjörð og Seljanes í Ófeigsfjörð. Þar er endastöð. Fyrir þrítugan hamar Úr Steingrímsfirði er um tvær leiðir að velja norður á bóginn, það er að aka fyrir Drangsnes í gegnum samnefnt sjávarþorp ell- egar um Bassastaðaháls yfir í Bjarnarfjörð. Segja má þá að kom- ið sé í aðra veröld. Í Strandasýslu, úr Hrútafjarð- arbotni og norður úr, er landslag sviplítið en tilkomumeira þegar hingað er komið. En hér náttúran duttlungafull. Inn af Bjarnarfirði gengur Goðdalur og í desember 1948 féll mikið snjóflóð á íbúðar- húsið þar og fórust þar sex manns. Bóndinn, Jóhann Krist- mundsson, bjargaðist einn heim- ilisfólks, úr þessum hildarleik sem oft og víða hefur verið sagt frá. Úr Bjarnarfirði er ekið norður með Balafjöllum. Í rekafullri fjöru á þessari leið eru ótal eyðibýli, en að byggð hér hafi lagst af er skilj- anlegt sakir þess hve náttúran hér er hrjóstrug. Hin milda hönd hef- ur þó farið hér um. Allir komast áfallalaust fyrir þrítugan hamar Kaldbakshorns, sem Guðmundur góði Hólabiskup blessaði fyrir öld- um og síðan er öllum þar óhætt. Síldin var ævintýrið eitt Þegar komið er í Veiðileysufjörð blasir við Kamburinn svonefndi, langur og úfinn, og er við fjörðinn að norðan. Að sunnan er Lambat- indur, 845 metrar á hæð og eitt hæsta fjall Vestfjarða. Og þá er það Veiðileysuháls sem er him- inhár, bratt klif að sunnan en af- líðandi brekkur að norðan þegar ekið er niður í Reykjafjörð. Og hér er komið í Djúpuvík. Þar er síldarverksmiðjan sem var byggð 1934. Rekstur hennar var ævintýrið eitt lengi framan af, en svo fór árið 1952 að síldin á mið- unum hvarf svo stoðir útvegs þessa brustu. Rekstur verksmiðj- anna í Djúpuvík og á Eyri við Ingólfsfjörð lagðist af og Stranda- menn flykktust suður á bóginn, gjarnan á Akranes, í Hafnarfjörð eða suður með sjó. Mótar sveitina Í Djúpavík og víðar á norð- anverðum Ströndum hefur verið byggð upp ferðaþjónusta sem sannarlega er vaxandi vegur. En sumstaðar stendur allt í stað, svo sem á Gjögri yst á Reykjanesi þar sem nokkrir hafa þó sumarsetu og sækja sjó. Að undanförnu hefur og verið unnið að endurbótum flug- vellinum á Gjögri, sem stóran hluta ársins er lífhöfn byggð- STRANDIR Hyrna og háir tindar ÚR STEINGRÍMSFIRÐI LIGGUR LEIÐIN Í ÁRNESHREPP. ÓTAL EYÐIBÝLI ERU Á ÞESSARI LEIÐ. BYGGÐIN ER Á UNDANHALDI EN Á ÞESSUM SLÓÐUM EIGA MARGIR SITT SUMARSETUR OG SÆLUSTAÐ. Krakkar úr Ferðafélagi barnanna leika sér í Norðurfjarðarfjöru. Í baksýn er Reykjaneshyrna, tákmynd sveitarinnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afla landað við höfnina í Norðurfirði. Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti Árnreshrepps í áratugi, við kranann. Um 15 bátar hafa lagt þarna upp í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.