Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 11
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 arinnar þegar landleiðin er lokuð og aðeins flugfært með Erni, en vélar félagsins koma hingað tvisv- ar í viku yfir veturinn. Vel sést yfir víðfeðman Norður- fjörð frá Reykjaneshyrnu, sem set- ur sterkan svip á þessari slóðir. Mótar sveitina á sinn hátt. Þannig tekur arkitektúr Árneskirkju, þeirrar sem var reist fyrir um 30 árum, mið af svipmóti fjallsins. Á sömu torfu er eldri kirkja, reist árið 1850. Bygging nýrri kirkj- unnar var hressilegt deilumál í sveitinni á sínum tíma og af því eru til mikil sögur sem ekki verða raktar hér. Ágæt fiskislóð Norðurfjörður er nærri hjara veraldar. Æ fleiri gera sér erindi vestur og margir voru á svæðinu er Morgunblaðið var þar á dög- unum. Krossneslaugin fræga til dæmis er sterkt aðdráttarafl. Þá hafa í sumar um 15 bátar verið gerðir út frá Norðurfjarðarhöfn, þaðan sem er stutt á ágæta fiski- slóð til dæmis á Húnaflóa. Og af þeim miðum blasa Drangaskörð við, sjö háir tindar með hvössum eggjum sem setja sterkan svip á umhverfið. Drangsnes við utanverðan Steingrímsfjörð er eitt fá- mennasta kauptún landsins. Íbúar eru um 80 talsins. Drangaskörð eru útvörður Strandasýslu í norðri. Frábært útsýni þangað er frá Munaðarnesi við Ingólfsfjörðinn. Gjögur er yfirgefið þorp en húsum þar vel við haldið af fólki sem hefur tengsl við staðinn og dvelst þar á sumrin. Gamla síldarverksmiðjan á Eyri við Ingólfsfjörð. Hún var starfrækt í fáein ár, lokað 1952 en hafði þá malað gull. „Myndefnin fyrir vestan voru mörg og skemmtileg. Ég fer um allt land á sumrin og tek myndir. Í fyrra lagði ég áherslu á Austurland en nú á Vestfirði og varð ekki fyrir vonbrigðum,“ segir Ólafur Haraldsson. Hann rekur hug- búnaðarfyrirtækið Designing Reality og þróar þar og framleiðir þrívíddar- módel úr ljósmyndum. Nýtist sú tækni vel til dæmis í kvikmyndagerð og við landmælingar – og því er í hug- búnaðarþróun þessari mikilvægt að hafa gott myndefni tiltækt. Það var vestur við Patreksfjörð sem Morgunblaðið hitti Ólaf og félaga hans Guðjón Ottó Bjarnason sem þar voru saman í myndatökuferð. „Við fórum um alla Vestfirði um miðjan júní og þótt þá væri liðið nokkuð á sumar var þar samt glettilega mikill snjór ennþá. Ljósmyndarar eiga samt ekki að setja neitt slíkt fyrir sig, mynda hlutina bara eins og þeir birt- ast hverju sinni,“ segir Ólafur, sem er með fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi. Hefur til dæmis lagt sig tals- vert eftir norðurljósamyndum, en hann rekur með nokkrum öðrum svo- nefnt norðurljósasetur Aurora Reykjavík www.aurorareykjavik.is sem er á Granda í Reykjavík. Þá er einnig mikill fjöldi ljósmynda eftir hann á vefsetrinu olihar.com sem er hans persónulega heimasíða. PATREKSFJÖRÐUR Myndasmiðirnir Ólafur Haralds- son og Guðjón Bjarni Ottósson, til hægri, í Vestfjarðarferð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndar fyrir hugbúnað „Hluti af stemningunni er að lifa af því sem landið gefur. Lagt er fyrir silung og strákarnir róa á kænu út á Veiðileysufjörð og draga ýsu í soðið. Veran hér er stundum eins og í fjarlægri veröld og ég vona að þau lífsgæði haldist,“ segir Erla Sveinbjörnsdóttir í Hafnarfirði. Móðurætt hennar er frá bænum Veiðileysu og stórfjölskyldan þaðan á sér sumarsetur nyrðra og skiptir fjórtán dvalarvikum á milli sín. Erla og Grétar Páll Stefánsson voru viku á Ströndum nýlega og þar voru á sama tíma systur henn- ar tvær, Ásta og Ólöf Þóra. „Við systurnar dundum okkur hér mikið við handavinnu. Svo er hefð hjá okkur hér að fara í langar göngur.“ Hvorki er rafmagn né sími í Veiðileysu. „Það skaparstemningu að ekkert sé rafmagnið. Um sím- ann gegnir kannski öðru máli, það er öryggisatriði að vera í sambandi og geta nálgast upplýsingar. Í dag þurfum við að fara hér út með Veiðileysufirði til að ná inn í geisl- ann,“ segir Erla að síðustu. HAFNARFJARÐARFJÖLSKYLDA Í VEIÐILEYSU Lífsgæði utan geislans Frá vinstri; Ásta og Ólöf Sveinbjörns- dætur, Grétar Páll Stefánsson og Erla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Afkoma í búskapnum er ekki slík að hún dugi fjölskyldu til framfærslu,“ segir Sölvi Þór Baldursson á Odda í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi. Þau Sölvi Þór og Erna Arngríms- dóttir móðir hans standa saman að búi í Odda hvar þau eru með 400 fjár. „Hér er nægt landrými og í því tilliti möguleikar á því að stækka bú- ið. Helmingi stærra bú væri hag- stæð eining. Slíkt kallar hins vegar á uppbyggingu, skuldbindingar og fjárfestingu sem alls ekki er víst að standi undir sér. Því er búskapurinn í ákveðinni blindgötu,“ segir Sölvi Þór sem hefur sótt vinnu út í frá, meðal sótt sjó frá Drangsnesi. Unn- usta hans, Unnur Eva Ólafsdóttir, vinnur á Hólmavík. „Það verður auðvitað mikill mun- ur og til bóta þegar nýr vegur yfir Bassastaðaháls kemst í gagnið, en framkvæmdir þar eru að hefjast.“ BETRI SAMGÖNGUR MIKILVÆGAR Búskapur er í blindgötu „Helmingi stærra bú væri hagstæð eining,“ segir Sölvi Þór Ólafsson. Í Hveragerði hefur verið sett af stað átak gegn út- breiðslu lúpínu í bæjarlandinu. Bæði í og við bæinn verður lúpínan slegin, en hún hefur breitt hratt úr sér að undanförnu. Brýnt þykir að bregðast við. Hveragerði Stykkishólmsbær ætlar að leggja endurbótum á kirkju bæjarins lið, enda er hún mikið notuð í þágu stofnana bæjarins. Frostsprungnir kirkjuveggirnir leka og kosta við- gerðir tugi milljóna króna, samkvæmt áætlunum. Stykkishólmur Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! 12V Loftdælur 30-35L 8.995 Strekkibönd og farangursteygjur, frábært úrval frá 395 Þakbogar frá 14.995 Starttöskur 12V frá 9.999 12V->230V Straumbreytir frá 5.995 Iphone hleðslu- snúrur frá 495 Tjaldstæðatengill 1.995 Framleningarsnúrur og kefli 3M, 5M, 10M, 15M, 20M, 25M, 40M Vasaljós & luktir 30+ gerðir frá 395 Jack snúrur Kerrulás frá 2.485 Ljósabretti á kerrur frá 4.995 7.995 Öflugur OMEGA vinnukollur, hækkanlegur 19.995 Jeppatjakkur 2.25T 52cm frá 4.995 Hjólafestingar 2Hj, 3Hj

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.