Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 11
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 arinnar þegar landleiðin er lokuð og aðeins flugfært með Erni, en vélar félagsins koma hingað tvisv- ar í viku yfir veturinn. Vel sést yfir víðfeðman Norður- fjörð frá Reykjaneshyrnu, sem set- ur sterkan svip á þessari slóðir. Mótar sveitina á sinn hátt. Þannig tekur arkitektúr Árneskirkju, þeirrar sem var reist fyrir um 30 árum, mið af svipmóti fjallsins. Á sömu torfu er eldri kirkja, reist árið 1850. Bygging nýrri kirkj- unnar var hressilegt deilumál í sveitinni á sínum tíma og af því eru til mikil sögur sem ekki verða raktar hér. Ágæt fiskislóð Norðurfjörður er nærri hjara veraldar. Æ fleiri gera sér erindi vestur og margir voru á svæðinu er Morgunblaðið var þar á dög- unum. Krossneslaugin fræga til dæmis er sterkt aðdráttarafl. Þá hafa í sumar um 15 bátar verið gerðir út frá Norðurfjarðarhöfn, þaðan sem er stutt á ágæta fiski- slóð til dæmis á Húnaflóa. Og af þeim miðum blasa Drangaskörð við, sjö háir tindar með hvössum eggjum sem setja sterkan svip á umhverfið. Drangsnes við utanverðan Steingrímsfjörð er eitt fá- mennasta kauptún landsins. Íbúar eru um 80 talsins. Drangaskörð eru útvörður Strandasýslu í norðri. Frábært útsýni þangað er frá Munaðarnesi við Ingólfsfjörðinn. Gjögur er yfirgefið þorp en húsum þar vel við haldið af fólki sem hefur tengsl við staðinn og dvelst þar á sumrin. Gamla síldarverksmiðjan á Eyri við Ingólfsfjörð. Hún var starfrækt í fáein ár, lokað 1952 en hafði þá malað gull. „Myndefnin fyrir vestan voru mörg og skemmtileg. Ég fer um allt land á sumrin og tek myndir. Í fyrra lagði ég áherslu á Austurland en nú á Vestfirði og varð ekki fyrir vonbrigðum,“ segir Ólafur Haraldsson. Hann rekur hug- búnaðarfyrirtækið Designing Reality og þróar þar og framleiðir þrívíddar- módel úr ljósmyndum. Nýtist sú tækni vel til dæmis í kvikmyndagerð og við landmælingar – og því er í hug- búnaðarþróun þessari mikilvægt að hafa gott myndefni tiltækt. Það var vestur við Patreksfjörð sem Morgunblaðið hitti Ólaf og félaga hans Guðjón Ottó Bjarnason sem þar voru saman í myndatökuferð. „Við fórum um alla Vestfirði um miðjan júní og þótt þá væri liðið nokkuð á sumar var þar samt glettilega mikill snjór ennþá. Ljósmyndarar eiga samt ekki að setja neitt slíkt fyrir sig, mynda hlutina bara eins og þeir birt- ast hverju sinni,“ segir Ólafur, sem er með fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi. Hefur til dæmis lagt sig tals- vert eftir norðurljósamyndum, en hann rekur með nokkrum öðrum svo- nefnt norðurljósasetur Aurora Reykjavík www.aurorareykjavik.is sem er á Granda í Reykjavík. Þá er einnig mikill fjöldi ljósmynda eftir hann á vefsetrinu olihar.com sem er hans persónulega heimasíða. PATREKSFJÖRÐUR Myndasmiðirnir Ólafur Haralds- son og Guðjón Bjarni Ottósson, til hægri, í Vestfjarðarferð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndar fyrir hugbúnað „Hluti af stemningunni er að lifa af því sem landið gefur. Lagt er fyrir silung og strákarnir róa á kænu út á Veiðileysufjörð og draga ýsu í soðið. Veran hér er stundum eins og í fjarlægri veröld og ég vona að þau lífsgæði haldist,“ segir Erla Sveinbjörnsdóttir í Hafnarfirði. Móðurætt hennar er frá bænum Veiðileysu og stórfjölskyldan þaðan á sér sumarsetur nyrðra og skiptir fjórtán dvalarvikum á milli sín. Erla og Grétar Páll Stefánsson voru viku á Ströndum nýlega og þar voru á sama tíma systur henn- ar tvær, Ásta og Ólöf Þóra. „Við systurnar dundum okkur hér mikið við handavinnu. Svo er hefð hjá okkur hér að fara í langar göngur.“ Hvorki er rafmagn né sími í Veiðileysu. „Það skaparstemningu að ekkert sé rafmagnið. Um sím- ann gegnir kannski öðru máli, það er öryggisatriði að vera í sambandi og geta nálgast upplýsingar. Í dag þurfum við að fara hér út með Veiðileysufirði til að ná inn í geisl- ann,“ segir Erla að síðustu. HAFNARFJARÐARFJÖLSKYLDA Í VEIÐILEYSU Lífsgæði utan geislans Frá vinstri; Ásta og Ólöf Sveinbjörns- dætur, Grétar Páll Stefánsson og Erla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Afkoma í búskapnum er ekki slík að hún dugi fjölskyldu til framfærslu,“ segir Sölvi Þór Baldursson á Odda í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi. Þau Sölvi Þór og Erna Arngríms- dóttir móðir hans standa saman að búi í Odda hvar þau eru með 400 fjár. „Hér er nægt landrými og í því tilliti möguleikar á því að stækka bú- ið. Helmingi stærra bú væri hag- stæð eining. Slíkt kallar hins vegar á uppbyggingu, skuldbindingar og fjárfestingu sem alls ekki er víst að standi undir sér. Því er búskapurinn í ákveðinni blindgötu,“ segir Sölvi Þór sem hefur sótt vinnu út í frá, meðal sótt sjó frá Drangsnesi. Unn- usta hans, Unnur Eva Ólafsdóttir, vinnur á Hólmavík. „Það verður auðvitað mikill mun- ur og til bóta þegar nýr vegur yfir Bassastaðaháls kemst í gagnið, en framkvæmdir þar eru að hefjast.“ BETRI SAMGÖNGUR MIKILVÆGAR Búskapur er í blindgötu „Helmingi stærra bú væri hagstæð eining,“ segir Sölvi Þór Ólafsson. Í Hveragerði hefur verið sett af stað átak gegn út- breiðslu lúpínu í bæjarlandinu. Bæði í og við bæinn verður lúpínan slegin, en hún hefur breitt hratt úr sér að undanförnu. Brýnt þykir að bregðast við. Hveragerði Stykkishólmsbær ætlar að leggja endurbótum á kirkju bæjarins lið, enda er hún mikið notuð í þágu stofnana bæjarins. Frostsprungnir kirkjuveggirnir leka og kosta við- gerðir tugi milljóna króna, samkvæmt áætlunum. Stykkishólmur Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! 12V Loftdælur 30-35L 8.995 Strekkibönd og farangursteygjur, frábært úrval frá 395 Þakbogar frá 14.995 Starttöskur 12V frá 9.999 12V->230V Straumbreytir frá 5.995 Iphone hleðslu- snúrur frá 495 Tjaldstæðatengill 1.995 Framleningarsnúrur og kefli 3M, 5M, 10M, 15M, 20M, 25M, 40M Vasaljós & luktir 30+ gerðir frá 395 Jack snúrur Kerrulás frá 2.485 Ljósabretti á kerrur frá 4.995 7.995 Öflugur OMEGA vinnukollur, hækkanlegur 19.995 Jeppatjakkur 2.25T 52cm frá 4.995 Hjólafestingar 2Hj, 3Hj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.