Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 12
Ó hætt er að segja að auðkýfing- urinn Donald Trump hafi stolið senunni í baráttunni um Hvíta húsið að undanförnu en forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 8. nóvember á næsta ári. Vængja- sláttur hefur verið á Trump og eins og staðan er núna benda skoðanakannanir til þess að hann hafi gott forskot á keppi- nauta sína um útnefningu Repú- blikanaflokksins en þeir eru hvorki fleiri né færri en sextán. Trump hefur mest mælst með ríflega 30% fylgi og sé nið- urstaða úr helstu könnunum í yfirstandandi mánuði lögð sam- an er fylgi hans 22%, meira en helmingi meira en næsta manns. Þrátt fyrir þennan meðbyr á fyrstu metrunum virðast fáir stjórnmálaskýrendur vestra hafa trú á því að Trump hafi úthald til að tryggja sér útnefningu flokksins. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, deilir því sjónarmiði. Hún bendir á að Trump sé langþekktastur kandídatanna sautján og njóti góðs af því enn sem komið er. Auðveldara sé fyrir hann en aðra að koma sjálfum sér og sínum áherslum á framfæri. Á hinn bóginn sé hann nýgræðingur í stjórnmálum og and- stæðingar hans og fréttamenn komi smám saman til með að afhjúpa vanþekk- ingu hans í ýmsum málaflokkum. Séu raunar byrjaðir á því nú þegar. „Trump er farinn að fá alvöru spurningar og fólk mun krefjast svara,“ segir Silja Bára. Há neikvæðnimæling Þá er Trump með mjög háa neikvæðni- mælingu í könnunum sem þýðir að hann á mögulega ekki mikið fylgi inni. Silja Bára er sannfærð um að þegar andstæð- ingarnir byrji að heltast úr lestinni muni þeir sterkustu sem eftir standa skilja Trump eftir. Kjósendur flokksins muni sjá þá sem raunhæfari kost. Silja Bára rifjar til sam- anburðar upp framboð Her- mans Cain fyrir kosningarnar 2012. Hann flaug einmitt hátt í skoðanakönnunum til að byrja með en brotlenti á endanum illa. Enda þótt Silja Bára hafi ekki trú á því að Trump sé þess umkominn að hljóta út- nefningu repúblíkana vill hún endilega að hann haldi baráttunni áfram. Framboð hans sé veisla fyrir bæði stjórnmálaskýr- endur og fréttamenn og án efa von á alls- kyns uppákomum hjá þessum litríka manni. „Eins og Stephen Colbert sagði: Ég kveiki á kerti á hverju kvöldi í þeirri von að Trump haldi áfram en vona um leið að enginn kveiki á kerti ná- lægt hárinu á hon- um,“ segir hún hlæjandi. Hljóti Trump ekki útnefningu Repúblíkanaflokksins er alls ekki hægt að útiloka að hann fari fram á eigin vegum eða fyrir einhvern af smærri flokkunum. Hann var til dæmis sá eini af frambjóðendunum tíu sem boðið var til fyrstu kappræðnanna í sjónvarpi sem af- tók ekki að hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Í tilviki Trumps eru peningar engin fyrirstaða. Maðurinn veit ekki aura sinna tal. Enn og aftur Bush En ef ekki Trump, hver þá? Næstur á blaði í skoðanakönnunum hefur verið Jeb Bush, fyrrverandi rík- isstjóri í Flórída, en nokkurt flökt hefur verið á fylgi hans. Hann hefur verið að mælast með allt frá 7% fylgi upp í 18% en í lok júní og byrjun júlí mældu nokkrar kannanir hann með meira fylgi en Trump. Síðan hefur hallað undan fæti hjá Bush og dregið í sundur með þeim tveimur. Meðalfylgi Bush í könn- unum í þessum mánuði er 10,3% sem þýðir að hann á langt í land með að ná Trump. Jeb Bush er sem kunnugt er sonur George H.W. Bush sem gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1989- 1993 og bróðir George W. Bush sem var forseti frá 2001 til 2009. Hann fléttaðist með eftirminnilegum hætti inn í kosning- arnar árið 2000, þegar bróðir hans náði kjöri, vegna afar umdeildrar talningar at- kvæða í Flórída sem á endanum reið baggamuninn. Bush hefur sjálfur lýst sér sem hóf- sömum repúblíkana sem hefur íhaldsöm gildi í hávegum en hefur sætt gagnrýni frá Teboðshreyfingunni fyrir að vera ekki nógu langt til hægri. Það þykir vinna með Bush að hann á mexíkóska konu og talar reiprennandi spænsku. Spænskumælandi Bandaríkjamenn, sem eru fjölmargir, hafa löngum hallað sér að Demókrata- flokknum en Bush þykir hafa burði til að höfða til þeirra. Það á raunar við um fleiri frambjóðendur flokksins. Nafnið getur bæði unnið með Bush og á móti. Það er vissulega þekkt og margir tengja það við forsetaembættið og völd en á móti kemur að ýmsir eru líklega búnir að fá sig fullsadda af hinni valdamiklu Bush-fjölskyldu. Þriðji forsetinn úr sömu fjölskyldunni á jafnmörgum áratugum gæti einfaldlega verið of mikið. Ríkisstjóri og skurðlæknir Næstur á eftir Bush, samkvæmt könn- unum, er Scott Walker, ríkisstjóri í Wis- consin, en honum hefur líka verið að fatast flugið. Walker var að mælast með allt að 17% fylgi í júlí en í síðustu könn- unum hefur hann verið nokkuð undir 10%. Meðalfylgi hans í ágúst er 8,5%. Walker hefur verið vinsæll ríkisstjóri og náð endurkjöri í tvígang. Hann þykir frekar íhaldssamur og hefur meðal ann- ars sætt gagnrýni fyrir afstöðu sína til fóstureyðinga. Hann er í prinsippinu and- vígur þeim, nema þegar konu hefur verið nauðgað, og vill banna þær með öllu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Í fjórða sæti eins og staðan er núna, samkvæmt skoðanakönnunum, er Ben Carson, skurðlæknir á eftirlaunum og rit- höfundur, en öfugt við Bush og Walker hefur hann heldur verið að sækja í sig veðrið. Mælist með 7,5% fylgi að með- altali frá síðustu mánaðamótum. Carson, sem er blökkumaður, er líklega þekktastur fyrir að hafa orðið fyrsti læknirinn til að aðskilja tvíbura sem voru samvaxnir á höfði, þannig að þeir lifðu. Hann hefur sent frá sér sex bækur sem allar hafa náð metsölu. Fyrst endurminn- ingar sínar en síðan bækur um sam- félagsmál og það hvernig ná megi árangri í starfi. Lengi vel var Carson utan flokka en gekk í Repúblikanaflokkinn í fyrra til að gera atlögu að forsetaembættinu. Rök- in voru meðal annars þau að vísindamenn væru vel til þess fallnir að hafa afskipti af stjórnmálum, þar sem þeir væru vanir að taka ákvarðanir sem byggjast á stað- reyndum. Er Cruz kjörgengur? Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas, hefur líka verið á uppleið í könn- unum og mælist að meðaltali með 6,8% fylgi í ágúst. Cruz er sagður lengst til hægri af þeim frambjóðendum sem hér hafa verið nefndir en hann nýtur einmitt hylli innan Teboðshreyfingarinnar. Nokkur umræða hefur farið fram um það hvort Cruz sé yfirhöfuð kjörgengur en hann er ekki fæddur í Bandaríkjunum heldur Kanada. Meðal þeirra sem lýst hafa efasemdum sínum er Donald Trump. Flestir stjórnmálaskýrendur telja þetta á hinn bóginn ekki koma í veg fyrir fram- boð Cruz enda sé móðir hans bandarísk og fyrir vikið hafi hann verið bandarískur ríkisborgari frá fæðingu. Það vegi þyngra en staðurinn sem hann fæddist á. Cruz hafði tvöfalt ríkisfang til ársins 2014, að hann afsalaði sér því kanadíska. Þess má geta að Cruz er af nokkuð fjöl- breyttum uppruna en í æðum hans rennur kúbanskt, írskt og ítalskt blóð. „Einhvern veginn endaði ég samt sem kristinn suð- urríkjamaður,“ hefur hann sagt. Með öll Trump á hendi? TÆPIR FIMMTÁN MÁNUÐIR ERU ÞANGAÐ TIL BANDARÍKJAMENN GANGA AÐ KJÖRBORÐINU OG VELJA SÉR NÝJAN FORSETA. SLAGURINN ER ÞEGAR HAFINN OG FJÖLDI FRAMBJÓÐENDA ÓVENJU MIKILL, EINKUM HJÁ REPÚBLIKÖNUM, ÞAR SEM AUÐKÝFINGURINN DONALD TRUMP HEFUR ROKIÐ UPP ÚR STARTBLOKKUNUM, EF MARKA MÁ SKOÐANAKANNANIR. HILLARY CLINTON ÞYKIR ENN LÍKLEGUST TIL AÐ HLJÓTA ÚTNEFNINGU DEMÓKRATA EN KONA HEFUR SEM KUNNUGT ER ALDREI GEGNT HINU VALDAMIKLA EMBÆTTI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Verður Hillary Clinton fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna? Silja Bára Ómarsdóttir 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Forsetaslagur * Flestar kannanirbenda til þess að Clin-ton myndi leggja frambjóð- anda Repúblíkanaflokksins, sama hver hann yrði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.