Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 13
Joe Biden Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Flórída, mælist með 6,0% fylgi en hann er af mörgum talinn vonarstjarna Repúblíkanaflokksins. Hann er af kúb- önsku bergi brotinn og vinsæll meðal spænskumælanda fólks í Bandaríkjunum. Rubio þykir langt til hægri og hefur með- al annars talað fyrir umbótum í málefnum innflytjenda og eflingu herafla Bandaríkj- anna. Hann er mikill trúmaður og aldrei má vanmeta gildi þess þegar kemur að forsetakosningum vestra. Þykir Rubio líklegastur Af hinum frambjóðendunum ellefu, sem þegar eru komnir fram, mælast með mest fylgi Mike Huckabee, fyrrverandi rík- isstjóri í Arkansas (5,5%); Carly Fiorina, fyrrverandi forstjóri Hewlett-Packard (4,3%) en hún er jafnframt eina konan í hópnum og Rand Paul, öldungadeild- arþingmaður frá Kentucky (4,0%). Hafa ber í huga að flestar þær skoð- anakannanir sem vitnað er hér til eru gerðar á landsvísu og hafa því litla þýð- ingu þannig lagað séð enda kosið á rík- isvísu til forseta. Þær geta þó verið skoð- anamyndandi, auk þess sem valið er inn í kappræðuþætti í sjónvarpi út frá þeim. Af þessum frambjóðendum þykir Silju Báru Bush og Rubio líklegastir til að berjast um útnefninguna. Og veðjar hún á þann síðarnefnda. „Ég hef ekki mikla trú á Bush að þessu sinni. Fyrst eftir að hann kom fram á sjónarsviðið fannst manni hann búa yfir miklum kjörþokka og jafnvel vera lík- legra forsetaefni en bróðir hans en það hefur breyst. Hann hefur komið kauða- lega fram að undanförnu og manni finnst að hann ætti að geta svarað betur fyrir sig, maður með alla þessa reynslu.“ Á móti kemur að bróðir hans verður seint talinn með orðheppnustu forsetum en það kom ekki í veg fyrir að hann næði kjöri og endurkjöri. Þá bendir Silja Bára á að Bush hafi enn ekki varið neinu fé að ráði í kosn- ingabaráttuna. „Svo hann á kannski eitt- hvað inni.“ Að sögn Silju Báru nær Rubio betur til fólks. Hann þykir búa yfir sjarma og hef- ur prýðilega reynslu úr þinginu. Þá hefur hann fengið mikla umfjöllun og komst þokkalega frá fyrstu sjónvarpskappræð- unum. Slæm skuldastaða var Rubio fjötur um fót fyrir fjórum árum en hann stend- ur mun betur nú og hefur stært sig af því. „Rubio er mjög flinkur að spila á til- finningar fólks og það virkar oftar en ekki vel í Bandaríkjunum. Þá er hann þegar byrjaður að ráðast á Hillary Clin- ton af meiri krafti en aðrir frambjóð- endur repúblíkana og stilla sér upp sem skýrum valkosti við hana.“ Klofinn inn í landsfund? Að sögn Silju Báru er hvorki Bush né Rubio þessi „augljósi erfðaprins“ sem repúblíkanar búa oft að og fyrir vikið gæti sú staða komið upp að flokkurinn fari klofinn inn í landsfund á næsta ári. Þá gæti jafnvel þurft að leita út fyrir hóp frambjóðenda til að sætta fylkingar. Betra væri þó að komast hjá því. Hvað aðra frambjóðendur varðar segir Silja Bára líklegt að margir þeirra séu fyrst og fremst að bjóða sig fram til að vekja á sér athygli. Mögulega með vara- forsetaembættið í huga. Nefnir hún til dæmis Fiorina í því sambandi en sterkt gæti verið fyrir repúblíkana að tefla henni fram sem varaforsetaefni, þá yrði erfiðara fyrir Hillary Clinton að nota „kynjaspilið“, að því gefnu að hún verði forsetaefni demókrata. Yfirburðastaða Clinton Fátt bendir til annars en sú verði raunin. Clinton hefur til þessa haft mikinn með- byr og mælist með langmest fylgi fram- bjóðenda Demókrataflokksins í skoð- anakönnunum, yfir 50%. Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, kemur næstur með um og yfir 20%. Lincoln Chafee, fyrrverandi ríkisstjóri í Rhode Island, Martin O’Malley, fyrrver- andi ríkisstjóri í Maryland og Jim Webb, öldungadeildarþingmaður frá Virginiu, hafa einnig boðið sig fram en fylgi við þá virðist óverulegt. Þá íhugar Joe Biden, núverandi varaforseti, framboð og mælist fylgi við hann 11%. Silja Bára sér ekki annað en Clinton hreppi hnossið að þessu sinni en margir eru á því að hún hafi tapað forvalinu fyrir átta árum, frekar en Barack Obama unn- ið það. Ekki má þó gleyma því að hann rak mjög öfluga kosningabaráttu. Að dómi Silju Báru er enginn Obama í augsýn núna. Hvorki Sanders né Biden hafi nægilega vigt til að velgja Clinton undir uggum. „Biden gæti fengið ein- hvern tilfinningalegan stuðning, hann missti son sinn nýverið, og Sanders hefur stuðning fólks sem veit samt að hann verður ekki frambjóðandi flokksins,“ seg- ir Silja Bára. Dugleg að skjóta sig í fótinn Hafandi sagt það minnir Silja Bára á að Hillary Clinton hafi gegnum tíðina verið nokkuð dugleg að skjóta sig í fótinn og ekki sé hægt að útiloka að henni verði á í messunni á ný. Sitthvað hefur verið tínt til gegn henni, nú síðast svo- kallað tölvu- póstsmál en Clinton var staðin að því í tíð sinni sem utanrík- isráðherra að nota einkanetfang til að ganga erinda ráðuneyt- isins. Og það er bannað. Hún hefur nú skilað inn stórum hluta þessara tölvu- pósta en segir það sem upp á vantar varða einkamál og eigi ekki erindi við aðra. „Þetta gæti auðvitað skaðað framboð hennar en búið er að nota flest sem hægt er að nota á hana nú þegar, meira að segja draga Monicu Lewinski-málið fram í dagsljósið, án þess að það bitni á fylgi hennar,“ seg- ir Silja Bára. „Það sem er kannski áhugaverð- ast með Hillary og yfirburðastöðu hennar er nokkuð sem 538.com talar töluvert um, og það er stuðningsyfirlýsingarallýið,“ heldur hún áfram. „Hún er nú þegar komin með stuðning frá 61% þingmanna/ ríkisstjóra og þess háttar, en þótt hún hafi verið framarlega í könnunum 2008, þá var hún ekki svona örugg með stuðning stórskota- liðsins í flokknum. Þetta er því töluvert ólík staða.“ Varla þarf að kynna Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og ut- anríkisráðherra, fyrir nokkrum manni í Bandaríkjunum, alltént ekki þeim sem koma til með að mæta á kjörstað. Í því felst bæði styrkur hennar og veik- leiki. Fólk hefur löngu myndað sér skoðun á henni og lítið sem Clinton get- ur gert til að breyta því. Það er helst hjá yngstu kjósendunum, milli tvítugs og þrítugs. Margt bendir til þess að annað hvort heillist fólk að henni og geti hugsað sér að kjósa hana – eða alls ekki. Alltof snemmt er að spá fyrir um úrslit kosninganna, þar sem svo mikil óvissa ríkir ennþá um forsetaefni. Flestar kann- anir sem birst hafa undanfarið benda til þess að Hillary Clinton myndi leggja frambjóðanda Repúblíkanaflokksins, sama hver hann yrði. Nýleg könnun Fox News benti þó til þess að bæði Jeb Bush og Marco Rubio gætu haft hana undir. Öðru máli gegnir um Donald Trump og kann- anir benda til þess að bæði Bernie Sand- ers og Joe Biden myndu líka leggja hann að velli. Synd væri að segja að sagan vinni með Hillary Clinton en demókrati leysti demókrata síðast af hólmi í Hvíta húsinu að undangengnum kosningum árið 1857. James Buchanan tók þá við lyklunum af Franklin Pierce. Harry S. Truman tók við embætti þegar Franklin D. Roose- velt sálaðist árið 1945 og Lyndon B. Johnson þegar John F. Kennedy var myrtur árið 1963. Þeir voru þá varafor- setar. Kjör Hillary Clinton yrði því sögulegt í meira lagi – nú eða annars demókrata. * Trump er farinnað fá alvöruspurningar og fólk mun krefjast svara. Bernie Sanders Ben Carson Jeb Bush Ted Cruz Scott Walker Donald Trump hefur hafið kosningabarátt- una með miklum látum. Hefur hann úthaldið? AFP Carly Fiorina 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Aldur frambjóðenda Demókrata- flokksins sætir tíðindum að þessu sinni en þeir eru allir býsna full- orðnir. Hillary Clinton verður 69 ára þegar forsetakosningarnar fara fram, Bernie Sanders 75 ára og Joe Biden rétt óorðinn 74 ára. Það tek- ur vissulega tíma að safna reynslu og fjármagni til að bjóða sig fram til for- seta í Bandaríkjunum en þetta hlýtur eigi að síður að teljast býsna óvenju- legt. Elsti forsetinn til að ná kjöri er Ronald Reagan en hann vantaði bara nokkra daga upp á sjötugt þegar hann lagði Jimmy Carter 1980. Til samanburðar má nefna að Marco Rubio verður 45 ára þegar kosningarnar fara fram og Jeb Bush 63 ára. Donald Trump verður sjö- tugur. Nái Rubio kjöri á næsta ári yrði hann þriðji yngsti forsetinn í sögunni á eftir John F. Kennedy (43 ára) og Theodore Roosevelt (42 ára). Hár aldur fram- bjóðenda Marco Rubio DEMÓKRATAR REPÚBLÍKANAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.