Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 14
Heilsa og hreyfing Slæmt að borða á ferðinni AFP *Skyndibiti á ferðinni er ekki góður fyrir magaummálið, samkvæmtnýrri rannsókn. Hún leiðir í ljós að það að borða á meðan maðurer á ferð verði til þess að meira sé borðað síðar um daginn. „Þettagetur verið vegna þess að það að ganga truflar einbeitinguna oghæfileika okkar til að meta hversu mikið maturinn seður hungrið,“segir sálfræðiprófessorinn Jane Ogden.Rannsóknin náði til þriggja hópa sem hver var með 20 konum og var hún gerð við Háskólann í Surrey á Englandi. Niðurstöðurnar voru birtar í Journal of Health Psychology. B ogfimisetrið flutti úr gamla húsnæðinu í Kópavoginum í Dugguvog 2 í Reykjavík eftir páska en þörfin fyrir stærra og betra húsnæði var knýj- andi því bogfimi er ört vaxandi íþrótt. „Það voru tíu skráðir iðkendur í bogfimi á landsvísu þegar við byrjuðum en þeir eru orðnir 500 á tæplega tveimur og hálfu ári og íþróttin held- ur bara áfram að vaxa,“ segir Margrét Ein- arsdóttir, rekstrarstjóri Bogfimisetursins. En hvað veldur? Hetjur á borð við Katniss Everdeen úr Hungurleikunum? „Myndirnar gera sitt, Hungurleikarnir, Brave og Legolas í Hringadróttinssögu, bogfimi er í mörgum myndum. Rambó var meira að segja með trissuboga,“ segir Margrét. Hún segir bogfimi hafa verið stundaða í yfir 40 ár á Íslandi og þá mest hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, ÍFR, en ekki hafa verið í boði fyrir almenning. Hún segir fólk frá öllum félögum sameinast í Bogfimisetrinu. „Við erum ekki félag, við erum fyrirtæki. Okkar markmið er að auka bogfimi,“ segir hún en ástríðan fyrir bogfimi skín í gegnum allt tal hennar. Fyrirtækið var stofnað í kring- um bogfimi útfrá áhuga eigendanna sem vildu fá fleiri tækifæri til að æfa sig. Opið er í Bogfimisetrinu alla daga og kem- ur stöðugt nýtt fólk inn til að prófa. „Almenn- ingur þarf að fá að komast í þetta til að smakka, það er ekki hægt að byrja öðruvísi. Hingað kemur oft fólk sem vill prófa eitthvað nýtt, þar á meðal margir útlendingar. Vinnu- staðahópar eru líka algengir. Við pössum bara upp á það að áfengi sé ekki haft um hönd,“ segir Margrét og útskýrir að öryggið sé sett á oddinn í bogfimi. „Slysahætta í bogfimi er nánast engin. Það eru álíka mörg slys í bogfimi og í borðtennis og í keilu,“ segir hún. Hún segir alla geta stundað bogfimi. „Það er handalaus maður sem er mjög klár. Það er líka til blindrabogfimi og keppt í henni á heimsvísu.“ 12 manna hópur fór á heimsmeistaramót í Kaupmannahöfn í sumar og var Margrét þeirra á meðal. „Það var þvílík upplifun, gam- an að hitta allar stóru stjörnurnar í bogfimi- heiminum.“ Vantar aðstöðu utandyra Stærstu keppnirnar eru utandyra en í Reykjavík er skortur á aðstöðu til að keppa eða skjóta utandyra. „Af því að boginn er flokkaður sem vopn þurfum við að láta lög- reglu taka út svæðið og Reykjavíkurborg vill að við setjum upp girðingar sem er óþarfi. Við ættum að geta verið með svæði án þess að vera með blikkandi ljós,“ segir Margrét sem útskýrir að svæði sem hún hafi heimsótt er- lendis séu í þéttbýli án vandræða. Auk þess að vera rekstrarstjóri Bogfimi- setursins er Margrét bogfimiþjálfari, formað- ur bogfiminefndar ÍSÍ, formaður Íþrótta- félagsins Freyju, meðstjórnandi í bogfimifélaginu Boganum og skýtur af öllum tegundum af bogum. En hvað heillaði hana við bogfimi? „Þetta ert þú á móti þínu, þú, boginn þinn og skotmarkið þitt,“ segir Margrét en hún lof- samar líka félagsskapinn í kringum íþróttina. Jaðaríþrótt sem er líka fyrir jaðarfólk Það verður enginn að keppa í bogfimi en ein- beitingin þarf að vera til staðar. „Þetta er gott fyrir þá sem eru með ADHD. Einhverfir hafa líka komið hingað, við höfum fengið krakka til okkar sem hafa ekki funkerað í öðrum íþróttum en gengur vel hérna. Þetta er jaðaríþrótt fyrir jaðarfólk líka. Við erum mjög mismunandi í þessu sporti,“ segir hún. Krakkar frá þriggja ára geta komið í bog- fimi og elsti iðkandinn, sem nýverið minnkaði þó þátttöku sína, er 95 ára. Ennfremur var íslenskur keppandi á Evr- ópuleikunum í Baku og gekk vel og er að reyna að ná takmarkinu inn á Ólympíuleikana. Íslenskt afreksfólk er því að spretta fram í greininni, að sögn Margrétar. „Það er enda- laust verið að slá Íslandsmet.“ Morgunblaðið/Eggert * Slysahætta í bogfimi ernánast engin. Það eruálíka mörg slys í bogfimi og í borðtennis og í keilu. BOGFIMI ER VAXANDI ÍÞRÓTT, SEGIR MARGRÉT EINARSDÓTTIR HJÁ BOGFIMISETRINU. SKRÁÐUM IÐKENDUM Í BOGFIMI HEFUR FJÖLGAÐ ÚR TÍU Í MEIRA EN 500 Á TVEIMUR OG HÁLFU ÁRI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Margrét Einarsdóttir hefur ástríðu fyrir bogfimi og vill efla veg íþróttarinnar. Lena Katrín Guðjónsdóttir, 9 að verða 10 ára, með trissuboga í hönd. Hún stefnir á heimsbikarmótið innandyra í Marrakesh í nóvember 2016. STÆRRA OG BETRA BOGFIMISETUR Í DUGGUVOGI Endalaust verið að slá Íslandsmet

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.