Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 16
M eð lækkandi sól og haustlægðum sem bíða handan við hornið gæti sumum fundist freist- andi að viðhalda sumarbrúnkunni og skella sér í ljósabekk. Það er þó alls ekki hættulaust því geislarnir í bekkjunum, eins og sólargeislar, geta valdið sortuæxlum. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslu- stjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að sortuæxli sé eitt fárra lífshættulegra krabbameina sem í flestum tilfellum er auðvelt að lækna greinist það nægilega snemma. Ef ekki er brugð- ist við nógu snemma getur meinið dreift sér um líkamann í formi meinvarpa. Krabbamein kvenna Fyrstu sólbaðstofurnar opnuðu hér á landi árið 1980 og á sama tíma jukust sólarlandaferðirnar. Eftir 1980 fara tilfelli sortuæxla vaxandi hér á landi og leiða má líkum að því að tenging sé þar á milli. Sortuæxli er algengasta krabbameinið hjá ung- um konum á Íslandi og þriðja al- gengasta hjá körlum. Mestar líkur eru á sortuæxlum hjá þeim sem hafa sögu um húðbruna, annað hvort frá sólarljósi eða ljósabekkj- um. Þó að ljósabekkjanotkun sé á undanhaldi hér á landi er þó enn fólk sem fer í ljós. Í könnun sem Húðlæknastöðin lét gera fyrir nokkrum árum kemur í ljós að mið- að við önnur lönd virðist ljósabekkjanotkun á Íslandi vera mikil meðal ungs fólks, sérstaklega kvenna og nefna þau í grein sinn að þetta sé krabbamein unga fólksins. 18 ára aldurstakmark í ljós Samkvæmt nýlegum könnunum sem birtar eru á hjá heimasíðu Geisla- varna ríkisins eru enn 12% þjóð- arinnar sem sögðust hafa notað ljósabekki síðasta árið en voru 30% árið 2004 og má því sjá að verulega hefur dregið úr ljósabekkjanotkun. Samstarfsverkefni Krabbameins- félagsins, Geislavarna Ríkisins, Embættis Landlæknis og húðlækna hefur verið í gangi síðan 2004 og ber yfirskriftina „Hættan er ljós“ en markmiðið er að upplýsa foreldra um skaðsemi ljósabekkja en 18 ára aldurstakmark er í bekkina. Samkvæmt talningu Geislavarna ríkisins á fjölda ljósabekkja hefur þeim fækkað mjög mikið í Reykja- vík. Fyrir níu árum voru þeir 114 en eru nú 66. Árið 1988 voru þeir yfir 200. Tíu látast á ári Sortuæxli eru alvarlegasta gerð húð- krabbameina en árlega greinast að meðaltali um 50 Íslendingar með sortuæxli og 10 látast. Fjöldi karla með langt gengin sortuæxli eykst verulega eftir fimmtugt en það teng- ist lakari lífshorfum. Sortuæxli er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi, meðan það er bundið við efstu lög húð- arinnar. Ef æxlið hefur fengið tíma til að vaxa niður í dýpri lög húð- arinnar og inn í æðar getur það ver- ið banvænt ef það hefur náð að dreifa sér útskýrir Lára. Því er mik- ilvægt að greina sortuæxli meðan það er á byrjunarstigi og enn læknanlegt. „Það er sláandi að sortuæxli eru að greinast hjá ungum stúlkum. Tíðnin byrjar í raun að aukast við 15 ára aldur,“ segir Lára. Tíðni sortuæxla hefur farið vax- andi á Norðurlöndunum á síðustu 30 árum en er aðeins farin að lækka hérlendis eftir að hafa verið hér einna hæst. Líklega má skýra það að hluta til með minnkandi notkun ljósabekkja. Ísland varð fyrst Norð- urlandanna til að setja lög um 18 ára aldurstakmark varðandi ljósa- bekki en nú hafa Finnland og Nor- egur bæst í hópinn. Best að forðast geislana Í niðurstöðum nýlegra rannsókna sem birtar voru í grein í The Int- VARASAMT AÐ LEGGJAST Í LJÓSABEKKI OG SÓLBÖÐ Krabbamein unga fólksins SORTUÆXLI ER VAXANDI VANDAMÁL HÉR Á LANDI OG ALGENGASTA KRABBAMEINIÐ HJÁ UNGUM KONUM. ÁR HVERT LÁTA 10 EINSTAKLINGAR LÍFIÐ VEGNA SORTU- ÆXLA. LÆKNIR SEGIR SLÁANDI AÐ SJÁ SORTUÆXLI GREINAST HJÁ STÚLKUM ALLT NIÐUR Í 15 ÁRA ALDUR. BEIN TENGING ER TALIN VERA MILLI BRUNA Í HÚÐ VEGNA SÓLAR OG SORTUÆXLA. MEÐ ÞVÍ AÐ STUNDA LJÓSABEKKI EYKST HÆTTA Á MYNDUN SORTUÆXLA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Heilsa og hreyfing Sumir geta ekki hugsað sér að vera skjannahvítir og þá er hægt að notast við brúnkukrem eða jafnvel fara í brúnkusprautun. Brúnkukrem eru borin á húðina og gefa fallegan lit. Passa verð- ur upp á að nota einnota hanska því annars verða lófarnir nánast appelsínugulir. Eiga þessi krem að vera skaðlaus húðinni og er notkun þeirra mun betra en að stunda ljósabekki. Brúnkukrem betri leið til að „tana“ * Sortuæxli er auðvelt að lækna greinist það ábyrjunarstigi, meðan það er bundið við efstu löghúðarinnar. Ef æxlið hefur fengið tíma til að vaxa niður í dýpri lög húðarinnar og inn í æðar getur það verið banvænt ef það hefur náð að dreifa sér. Lára G. Sigurðardóttir Geislavarnir ríkisins hafa frá 2004 gert árlegar kannanir um ljósa- bekkjanotkun. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem fóru í ljósabekk síðustu 12 mánuði má sjá á grafinu hér fyrir neðan en nýjustu tölur sýna að 12% Íslendinga fara reglu- lega í ljós. Athyglisvert er að árið 2013 fóru 10% barna undir 18 ára í ljós og 30% ungmenna á aldrinum 18-23 ára. Væntanlega hafa þessar tölur lækkað eitthvað á síðustu tveimur árum. Konum er sérstaklega hætt við sortuæxlum. Bláa línan í línuritinu hér til hliðar sýnir þá gríðarlegu aukningu sortuæxla í konum sem hófst á tíunda áratugnum og nær hámarki um aldamótin. Þessar töl- ur hafa blessunarlega lækkað en enn er þessi tegund krabbameins alengasta krabbamein kvenna og þriðja alengasta hjá körlum. TÖLFRÆÐILEGAR STAÐREYNDIR 12% Íslendinga stunda ljósabekki Nýgengi þriggja tegunda krabbameins hjá konum undir 39 ára á Íslandi Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri sem fóru í ljósabekk síðustu 12 mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.