Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 17
ernational Journal of Cancer Epi- demiology, Detection and Preven- tion er ljóst að 55.500 manns létust úr sortuæxlum árið 2012, þar af 22.200 í Evrópu. Sortuæxli eru lang- hættulegasta tegund húðkrabba- meins vegna hættu á meinvörpum. Besta forvörnin er að forðast þessa hættulegu geisla með því að láta hvorki sól né geisla úr ljósabekkjum skína beint á bera húðina. Næst best er að hylja húðina með fatnaði og vera í skugganum. Nota skal sól- arvörn og þarf að bera hana á sig á tveggja tíma fresti. Börn eru sér- staklega viðkvæm fyrir sól og hafa rannsóknir sýnt að það að brenna fyrir 18 ára aldur getur leitt til myndunar sortuæxla síðar á lífsleið- inni. Foreldrar ættu því að vera vel vakandi yfir sólböðum og ljósa- bekkjanotkun barna sinna. Sólbrún húð er skemmd húð „Þegar húð verður brún er það merki um að skemmd hefur orðið á erfðaefni húðarinnar,“ segir Lára. Auðvelt er að reyna að lágmarka geisla sólarinnar á húðinni með fatnaði og sólarvörn en best er að forðast alveg ljósabekki,“ segir Lára. „Útfjólubláir geislarnir frá ljósabekkjum valda því að húðin eldist hraðar, auk þessi sem líkur á að fá sortuæxli aukast,“ segir hún. Lára væri hlynnt því að banna al- menna notkun ljósabekkja. „Mér hefur reyndar fundist ef það ætti að banna eitthvað þá ætti að banna sígarettur. Hvaða reglugerðir sett- um við í kringum asbestið? Þegar í ljós kom að asbest getur valdið lungnakrabbameini var lagt bann við að flytja inn og nota það. Auk þess eru gerðar kröfur að þegar unnið er í húsum þar sem asbest hefur verið notað eiga menn að klæðast hlífðarfatnaði og nota önd- unargrímur af viðurkenndri gerð. Af hverju ættu ekki að gilda sömu reglur um önnur krabbameinsvald- andi efni?,“ spyr Lára. 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Á vefnum www.hlaupastyrkur.is er hægt að heita á hlaupara og hlaupahópa í Reykjavíkurmaraþoni og styrkja þannig gott málefni, en 173 góðgerðarfélög taka þátt. Hlaupið er á laugardag en hægt er að heita á hlaupara til miðnættis mánudaginn 24.ágúst. Tekið við áheitum út mánudag* Ef þú ert við það að missatrú á mannkynið – farðuþá út og horfðu á maraþon. Kathrine Switzer maraþonhlaupari Ræst er af stað í 32. sinn í Reykjavík-urmaraþoni laugardaginn 22. ágúst.Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið varhaldið árið 1984. Á áttunda og níunda áratugnum hafði orðið ákveðin vakn- ing í almenningsíþróttum og fleiri voru farnir að þora að reima á sig hlaupaskó, þótt það þætti enn frekar skrýtið að sjást skokkandi á götum úti. 214 sálir höfðu nægt hugrekki til að skrá sig í hlaupið í fyrsta sinn sem það fór fram en strax árið eftir átti sá hópur eftir að ríflega tvöfald- ast. Í hlaupinu 1985 tóku 506 manns þátt. Veldisaukningin hélt áfram og árið 1986 voru 1.034 hlauparar skráðir til leiks í Reykjavíkurmara- þon. Frá árinu 1984 til ársins 1992 var stysta vegalengd sem hægt var að hlaupa 7 kílómetrar og flestir voru skráðir í þá vegalengd. Árið 1993 var 10 kílómetra hlaup tekið upp en einnig boðið upp á 3 kílómetra til að fá fleiri með. Tíunda árið sem hlaupið var haldið, árið 1993, voru þátttakendurnir orðnir 3.590, þar af voru 1.949 manns skráðir í 3 km hlaup. Á árunum 1993 til ársins 2005 voru skráðir þátttakendur á bilinu 2.600 til 4.300 og rokkaði fjöldinn upp og niður milli ára. Sprenging í þátttöku varð síðan árið 2006 en þá virð- ist sem sannkallað hlaupaæði hafi gripið um sig og yfir 10 þúsund manns voru skráðir í Reykjavíkurmaraþon. Raunverulega skýringin er sú að það ár var Lata- bæjarhlaupi bætt við en í því hlupu 4.416 börn. Fækkað í Latabæjarhlaupi Fjöldi þátttakenda hefur vaxið ár frá ári frá árinu 2006 en mest fjölgun hefur orðið í lengri vegalengdum, 10 km, hálfu og heilu maraþoni. Latabæjarhlaupið hefur dalað en árið 2013 tóku 2.706 börn þátt sem er mun minna en þegar farið var af stað með hlaupið. Heildarfjöldi þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni fór yfir 15 þúsund í fyrra og virðist verða svipaður í ár. Þegar hlaupið byrjaði var orðið trimm gjarnan notað yfir þá athöfn að hlaupa á götum úti. Og reyndar var orðið notað yfir margs konar hreyfingu almennings. Trimmgallar komust í almenna eigu og nutu vinsælda. Önnur og teygjanlegri efni hafa nú tekið yfir í hlaupa- heiminum og ekki dugir lengur að afhenda hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni bómullarboli líkt og gert var til að byrja með. Glansgallar, apaskinnsgallar, krumpugallar, bómullargallar og annar fyrirmyndar trimmfatnaður má sín auk þess lítils á móti nýrri tegundum sem „anda“ og falla þétt að líkamanum. Engum blöðum er þó um það að fletta að ákveðinn söknuður er að trimmgöllum níunda áratugarins. eyrun@mbl.is. Úr tvö hundruð í 15 þúsund ALLIR ÚT AÐ TRIMMA – REYKJAVÍKURMARAÞON Á upphafsárum Reykjavíkurmaraþons mátti sjá trimmgalla auglýsta í mörgum blöðum. SORTUÆXLI Hver er í hættu? Við þurfum að passa upp á húðina okkar, þetta stærsta líffæri lík- amans. Útfjólubláir geislar sólarinnar eða ljósabekkja eru skaðlegir húðinni og er best að reyna að forðast þá sem mest. UVA og UVB geislar geta skemmt erfðaefni húðarinnar og leitt til öldrunar húð- ar og húðkrabbameina. Þættir sem geta aukið líkur á myndun sortuæxla:  Húð sem brennur auðveldlega. Sérstaklega saga um sólbruna eða bruna í ljósabekkjum fyrir 18 ára aldur.  Ljós húð sem þolir illa sólina.  Margir fæðingarblettir.  Óreglulegir fæðingarblettir.  Fæðingarblettur sem er með sári eða kláða.  Ef náinn ættingi hefur greinst með sortuæxli. Allir sem hafa einn eða fleiri af þessum þáttum ættu að láta lækni skoða sig. Sortuæxli eru vel læknanleg ef þau greinast á byrj- unarstigi. Getty Images/iStockphoto ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.