Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Pakkað fyrir safarí AFP *Þegar haldið er í safaríferð til Afríku er gottað vita hverju á að pakka. Sólin getur veriðbrennheit yfir daginn og því nauðsynlegt aðtaka með góð sólgleraugu, nóg af sólarvörnog sprey sem fælir moskító-flugurnar frá þér.Taktu með létt og þægileg föt, góða skó oghatt og ekki gleyma flíspeysu og síðbuxum fyrir svöl kvöld. Ekki má gleyma lyfjatösku með nauðsynlegum lyfjum og plástrum. L öndin þrjú í Austur-Afríku, Kenýa, Tansanía og Úg- anda, hafa geysimargt upp á að bjóða fyrir þá æv- intýraþyrstu. Villt dýr finnast þar í þúsundatali en fátt jafnast á við að ferðast um á jeppa á sléttunum og skoða villidýrin í þeirra nátt- úrulega umhverfi eða að ganga inn í þéttan regnskóg að skoða fjallagórillur. Það reyndi blaða- maður á dögunum og er óhætt að segja að þær upplifanir gleymast aldrei. Strandlíf og Masai-menn Strandlengjan við Indlandshaf býð- ur upp á lúxus-letilíf en á Diani ströndinni í Kenýa er hægt að njóta þess að láta dekra við sig á fínu hóteli, fara í bátsferðir, skoða höfrunga, kafa og skoða kóralrif og synda í ylvolgum sjónum. Einnig er hægt að leigja sæþotur, fara í sjóstangaveiði eða bara prútta við heimamenn í strákofunum sem blasa alls staðar við. Gaman er að heimsækja Masai-þorp en Masaiar eru þjóðflokkur hirðingja sem búa aðallega í Kenýa og Tansaníu. Stóð andspænis silfurbak Í Úganda er gróðursælt fjalllendi og ákaflega fallegt. Blaðamaður lagði leið sína inn í myrkustu frum- skóga til að skoða sjaldgæfar fjallagórillur og stóð þar andspænis stórum silfurbak sem reisti sig upp og barði á brjóst sér. Sennilega hef ég ekki komist nær því, hvorki fyrr né síðar, að fá hjartaáfall. Suðupottur villidýra Hinn frægi þjóðgarður Serengeti sem liggur í Kenýa og Tansaníu er tilvalinn til safaríferða. Einnig eru fleiri garðar sem vert er að heim- sækja eins og Ngorongoro í Tan- saníu sem er stór gígur, eins konar suðupottur villtra dýra. Á slétt- unum má sjá ljón, fíla, gíraffa, zebrahesta, vísunda, antilópur, apa, nashyrninga og jafnvel blettatígur svo eitthvað sé nefnt. Eyjan Zan- zibar liggur rétt fyrir utan strönd- ina og mæli ég með ferð þangað á kryddeyjuna. Eitt er víst að skiln- ingarvitin fá nýja vídd við heim- sókn til Austur-Afríku og ferðin verður stútfull af óvæntum og ógleymanlegum ævintýrum.Masai-maður á úlfaldabaki. AUSTUR-AFRÍKA Ógleymanleg ævintýri í Afríku LEIÐANGRAR UM AFRÍKU HAFA ALLTAF VERIÐ SVEIP- AÐIR RÓMANTÍSKRI DULÚÐ. ÞESSA FRAMANDI VER- ÖLD MEÐ VILLTUM DÝRUM REIKANDI UM Í STÓR- BROTINNI NÁTTÚRU ER HÆGT AÐ UPPLIFA Í HEIMSÓKN TIL KENÝA, ÚGANDA OG TANSANÍU. Texti og myndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Að fara í safaríferð á jeppum um slétturnar er ógleymanlega lífsreynsla. Á Diani-ströndinni í Kenýa er gott að slaka á við sundlaugina eða í hengirúmi á ströndinni. Hægt er að fara í fylgd Masaia í úlfaldaferð í Kenýa. Gaman er að kafa með loftpípu í ylvolgum sjón- um og kíkja á eitt fallegasta kóralrif í heimi. Fátt jafnast á við að rekast á hóp ljóna. Þó að eitt ljónið á myndinni virðist vera í miðju ansi illilegu öskri er það í raun bara að geispa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.