Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 18
Ferðalög og flakk Pakkað fyrir safarí AFP *Þegar haldið er í safaríferð til Afríku er gottað vita hverju á að pakka. Sólin getur veriðbrennheit yfir daginn og því nauðsynlegt aðtaka með góð sólgleraugu, nóg af sólarvörnog sprey sem fælir moskító-flugurnar frá þér.Taktu með létt og þægileg föt, góða skó oghatt og ekki gleyma flíspeysu og síðbuxum fyrir svöl kvöld. Ekki má gleyma lyfjatösku með nauðsynlegum lyfjum og plástrum. L öndin þrjú í Austur-Afríku, Kenýa, Tansanía og Úg- anda, hafa geysimargt upp á að bjóða fyrir þá æv- intýraþyrstu. Villt dýr finnast þar í þúsundatali en fátt jafnast á við að ferðast um á jeppa á sléttunum og skoða villidýrin í þeirra nátt- úrulega umhverfi eða að ganga inn í þéttan regnskóg að skoða fjallagórillur. Það reyndi blaða- maður á dögunum og er óhætt að segja að þær upplifanir gleymast aldrei. Strandlíf og Masai-menn Strandlengjan við Indlandshaf býð- ur upp á lúxus-letilíf en á Diani ströndinni í Kenýa er hægt að njóta þess að láta dekra við sig á fínu hóteli, fara í bátsferðir, skoða höfrunga, kafa og skoða kóralrif og synda í ylvolgum sjónum. Einnig er hægt að leigja sæþotur, fara í sjóstangaveiði eða bara prútta við heimamenn í strákofunum sem blasa alls staðar við. Gaman er að heimsækja Masai-þorp en Masaiar eru þjóðflokkur hirðingja sem búa aðallega í Kenýa og Tansaníu. Stóð andspænis silfurbak Í Úganda er gróðursælt fjalllendi og ákaflega fallegt. Blaðamaður lagði leið sína inn í myrkustu frum- skóga til að skoða sjaldgæfar fjallagórillur og stóð þar andspænis stórum silfurbak sem reisti sig upp og barði á brjóst sér. Sennilega hef ég ekki komist nær því, hvorki fyrr né síðar, að fá hjartaáfall. Suðupottur villidýra Hinn frægi þjóðgarður Serengeti sem liggur í Kenýa og Tansaníu er tilvalinn til safaríferða. Einnig eru fleiri garðar sem vert er að heim- sækja eins og Ngorongoro í Tan- saníu sem er stór gígur, eins konar suðupottur villtra dýra. Á slétt- unum má sjá ljón, fíla, gíraffa, zebrahesta, vísunda, antilópur, apa, nashyrninga og jafnvel blettatígur svo eitthvað sé nefnt. Eyjan Zan- zibar liggur rétt fyrir utan strönd- ina og mæli ég með ferð þangað á kryddeyjuna. Eitt er víst að skiln- ingarvitin fá nýja vídd við heim- sókn til Austur-Afríku og ferðin verður stútfull af óvæntum og ógleymanlegum ævintýrum.Masai-maður á úlfaldabaki. AUSTUR-AFRÍKA Ógleymanleg ævintýri í Afríku LEIÐANGRAR UM AFRÍKU HAFA ALLTAF VERIÐ SVEIP- AÐIR RÓMANTÍSKRI DULÚÐ. ÞESSA FRAMANDI VER- ÖLD MEÐ VILLTUM DÝRUM REIKANDI UM Í STÓR- BROTINNI NÁTTÚRU ER HÆGT AÐ UPPLIFA Í HEIMSÓKN TIL KENÝA, ÚGANDA OG TANSANÍU. Texti og myndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Að fara í safaríferð á jeppum um slétturnar er ógleymanlega lífsreynsla. Á Diani-ströndinni í Kenýa er gott að slaka á við sundlaugina eða í hengirúmi á ströndinni. Hægt er að fara í fylgd Masaia í úlfaldaferð í Kenýa. Gaman er að kafa með loftpípu í ylvolgum sjón- um og kíkja á eitt fallegasta kóralrif í heimi. Fátt jafnast á við að rekast á hóp ljóna. Þó að eitt ljónið á myndinni virðist vera í miðju ansi illilegu öskri er það í raun bara að geispa!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.