Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 20
Veitingastaðnum Al Trapo (Calle Caball- ero de Gracia, 11, 28013) er stjórnað af stjörnukokkinum Paco Morales. Þar er hægt að fá afskaplega bragðgóðar saltfisk- sgellur í grænni sósu (cocochas en salsa verde). Þessi áferðarfallegi réttur er ótrú- lega hollur, bragðmildur og léttur í maga. Hann er venjulega framreiddur með fersk- um grænum baunum og steinselju. Gellur þykja herramannsmatur á Spáni og eru gjarnan eldaðar á þennan hátt. GÓMSÆTAR GELLUR S pánverjar hafa löngum verið fram- arlega þegar kemur að því að mat- reiða saltfisk. Þessar hefðir má rekja langt aftur í aldir, þegar baskneskir sjómenn byrjuðu að salta feng sinn til varðveislu. Með tíð og tíma þróuðust aðferðir sem skiluðu ákveðnu bragði og áferð sem enn eru eftirsótt í dag, þó að söltun sem geymslu- aðferð sé í raun löngu úrelt. Íslend- ingar hafa löngum flutt út mikið af saltfiski til Spánar, enda er Atlantshafs- þorskurinn, Gadus Morhua, talinn lang- bestur meðal neytenda á Spáni. Í höfuðborginni Madríd nota kokkar mikið íslenskan saltfisk en líka færeyskan og norskan. Reyndar má segja að sögu- lega hafi Færeyingar löngum verið sterkir á Madrídarmarkaði á meðan Íslendingar hafa haft sterkari stöðu í Barcelona og Bilbao. Það má rekja til þess að samtök spænskra saltfiskseljenda skiptu á sínum tíma bróðurlega með sér svæðum eftir uppruna vörunnar. Fágaður baskneskur grunnur – íslenskt hráefni Madríd er á miðri hásléttu Íberíuskagans og þar ægir saman áhrifum frá öllum horn- um Spánar. Þar má finna aragrúa góðra veitingastaða sem bjóða upp á dýrðlega saltfisksrétti. Það má segja að flestir veit- ingastaðanna sem leggja áherslu á saltfisk í Madríd byggi á fáguðum baskneskum grunni þó að í fyrndinni hafi Madrídarbúar einfaldlega borðað fiskinn steiktan upp úr deigi úr eggjum, hveiti og kryddi. Undirritaður skorar á þá sem leggja leið sína til Madrídar að leyfa bragðlaukunum að njóta spænskrar saltfiskseldamennsku, jafnvel þó að það þýði að stíga örlítið út fyrir þægindarammann. Það er gaman að sjá saltfiskinn í hávegum hafðan og að hug- vitsamlega sé unnið með hann. Við Íslend- ingar getum ýmislegt lært af blóðheitari vinum okkar fyrir sunnan þegar kemur að meðhöndlun þessa frábæra hráefnis, en flestir veitingastaðanna sem nefndir eru í greininni notast m.a. við íslenskan saltfisk. Höfum í huga orð Sölku Völku: ... þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó um- fram allt saltfiskur en ekki draumaríngl. MATMAÐUR Í MADRÍD Lífið er saltfiskur KRISTINN BJÖRNSSON FJALLAÐI UM ÚTFLUTNING Á ÍSLENSKUM SALTFISKI TIL SPÁNAR Í MASTERSVERKEFNI SÍNU VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK SEM HANN VANN Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLANDSSTOFU. VERKEFNIÐ ÚTHEIMTI GÓMSÆTA RANNSÓKNARVINNU Á VETTVANGI OG HÉR DEILIR KRISTINN AFRAKSTRI VINNU SINNAR Í MÁLI OG MYNDUM MEÐ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐSINS. Saltfiskssérfræðingurinn Kristinn Björnsson kynnti sér matarmenningu Madrídar til hlítar. AFP Madrid er lifandi borg og veitingastaðir eru á hverju strái. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Ferðalög og flakk Casa Labra (Calle de Tetu- án, 12, 28013) stendur rétt við Puerta del Sol í miðri miðborginni, og þar er salt- fiskurinn eldaður á þann máta sem er dæmigerðastur fyrir Madríd. Vinsælasti rétturinn þar er bacalao rebozado. Hann er einfaldur, steiktur upp úr deigi sem minnir á orly, ekki ósvipað og fiskur og franskar í Bretlandi. Þangað flykkjast bæði Spánverjar og túristar í stórum stíl, og þó að staðurinn þyki kannski ekki sá fágaðasti er fiskurinn vissulega ómótstæðilega bragðgóður. EINFALT EN BRAGÐGOTT

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.