Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Síða 21
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Baskneski veitingastaðurinn Dantxari (Calle de Ventura Ro- dríguez, 8, 28008) er sérhæfður í erkiklassískum réttum á við Ba- calao al pil-pil. Pil-pil er sósa sem er gerð úr mismunandi teg- undum af ólífuolíu, gelatíni úr fisknum sjálfum, hvítlauk og stundum smá chili. Þetta eru mikil nákvæmnisvísindi og kokk- ar Dantxari leggja mikla áherslu á að vera trúir hefðinni. BASKNESK ERKIKLASSÍK Á Taberna Arzábal (Calle Dr. Castelo, 2, 28009) ræður yngri og óhefðbundnari kokkur ríkjum, Madrídarbúinn Ál- varo Castellanos. Yfir páskatíðina fæst þar ómótstæðileg súpa með saltfiski, garbanzos og spí- nati – svokallað potaje. Áður fyrr var ekki nokkur leið að koma fiski til Madrídar án þess að salta hann og kom súpan þá í staðinn fyrir kjöt á föst- unni. Ef súpa kaþólikka fyrri tíma bragðaðist svip- að þessari var þeim lítil vorkunn. FÖSTUSÚPA Í STAÐ KJÖTS Veitingastaðurinn La Chelo (Av. de Menéndez Pelayo, 17, 28009) við Retiro-garðinn er lítill og huggulegur. Yfirkokkurinn Iñaki Oyarbide er baskneskur þriðju kynslóðar kokkur og margir rétta hans byggja á fjöl- skylduuppskriftum sem hafa lítið breyst í 100 ár. Jafnvel leirtauið þar er fornt, 70 ára gamalt, og tilheyrði áður veitingastöðum foreldra hans. La Chelo býður upp á stórkostlegar krókettur úr saltfiski (croquetas de ba- calao), með lungamjúkri bechamel-sósu. Þar er líka hægt að fá litlar salt- fiskssnittur (pinchos). Vinsælasti rétturinn hans er þó ajoarriero, sem hef- ur svipaða áferð og plokkfiskurinn íslenski. ELDGAMLAR UPPSKRIFTIR OG LEIRTAU Iñaki Oyarbide gaf góðfúslegt leyfi til birtingar á uppskrift sinni að ajo- arriero fyrir ævintýragjarna heimakokka, en uppskriftin hefur gengið óbreytt milli ættliða í heila öld. 800 grömm af úrbeinuðum saltfiskflökum/hnökkum 150 grömm piquillo-pipar (hægt að nota rauða papriku) 3 dl ferskir hakkaðir tómatar ½ lítri extra virgin ólífuolía Útvatnið saltfiskinn í 36 tíma, skiptið um vatn á 8 tíma fresti. Drekk- ið saltfisknum í ólífuolíu og setjið í ofn á mjög háum hita í 8 mínútur. Síið burt olíuna ásamt gelatíninu sem losnað hefur úr fiskinum. Stapp- ið fiskinn. Búið til pil-pil með því að blanda olíunni úr ofninum saman við restina af olíunni. Eldið og hrærið á lágum hita í stórum potti þang- að til úr verður rjómakenndur massi. Setjið pil-pil sósuna í stóra pönnu og bætið saltfisknum við ásamt tómötunum og paprikunni, fínt skorinni. Hrærið vel og látið malla saman á frekar lágum hita. SPÆNSKI PLOKKFISKURINN AJOARRIERO

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.