Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 25
O kkur finnst mikilvægt að innrétta heimilið þannig að okkur líði vel þar. Það er svo ótrúlega mikilvægt að líða vel heima hjá sér, og með því að gera heim- ilislegt og setja myndir á veggina býr maður til þannig andrúmsloft,“ segja þær María og Ingileif sem festu kaup á íbúðinni í byrjun árs. „Eftir að við eignuðumst okkar íbúð höf- um við gert okkar besta til að gera hana hlýlega, sem gerir það að verkum að við viljum nánast ekki fara út því okkur líður svo vel heima.“ Parið segist heillast af skandinavískum stíl og einfaldleika á heimilið. „Hvítur litur er mjög áberandi á heimilinu okkar, í bland við svartan – en svo finnst okkur mjög gaman að lífga upp á heimilið með skrautlegu smádóti eða fallegum myndum,“ út- skýrir Ingileif og bætir við að þrátt fyrir einfaldleika vilji þær samt sem áður hafa hlutina persónulega og heimilislega. María Rut og Ingileif sækja innblástur á Pinterest og In- stagram og settu þær upp sameiginlega Pinterest síðu þegar þær biðu eftir að fá íbúðina afhenta. „Til að byrja með var Ingi- leif aðallega að missa sig þar. Svo kviknaði áhuginn hjá mér líka og nú leitum við báðar mikið innblásturs þangað. Svo er Ingileif að elta nokkra flotta heimilisbloggara á Instagram og þaðan koma líka stundum upp góðar hugmyndir,“ segir María. Aðspurðar hver sé griðastaður fjölskyldunnar inni á heimilinu nefna þær stofuna þar sem fjölskyldan borðar saman og á nota- legar stundir. „Á föstudögum erum við alltaf með kósýkvöld og finnst okkur þá fátt betra en að liggja öll saman í sófanum og hjúfra okkur yfir góðri mynd,“ segir Ingileif. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr eldhúsinu er opið inn í stofuna þar sem einnig er útgengt á stóran sólpall. Gangurinn er skemmtilega innréttaður og hlýlegur. Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Hlýlegt heimili í Vesturbænum MARÍA RUT KRISTINSDÓTTIR, MARKAÐSSTJÓRI GOMOBILE, OG INGILEIF FRIÐRIKSDÓTTIR, LÖGFRÆÐINEMI OG BLAÐAMAÐUR Á MBL.IS, BÚA ÁSAMT SYNI SÍNUM ÞORGEIRI ATLA Í BJARTRI OG FALLEGRI ÍBÚÐ SEM EINKENNIST AF SKANDIN- AVÍSKUM OG NOTALEGUM HEIMILISSTÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is María Rut og Ingileif heillast af einfaldleika í innanhússtíl en gæta þess þó að heimilið sé persónulegt og hlýlegt í senn. Stofuborðið fengu þær í Línunni en sófinn er úr IKEA. EINFALDUR STÍLL OG SKRAUTLEGT SMÁDÓT Heimilið er hlýlegt og heillandi. Borðstofuborðið er úr Línunni og verkið á veggnum er eftir Kristinu Krogh. Myndaveggur úr vírneti sem María og Ingileif fengu í Bauhaus. 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 SALLY Fáir sitja betur. Hægindastóll PU Brandy, Rio antrazit og ljósgrár. Stærð: 72x72 H:88 cm. 29.990 kr. 39.980 kr. ASTRO Þessi hefur verið ófáanlegur í 30 ár. Olíuborin eik á viðarlöppum. Fæst í fjórum litum. Grár, appelsínugulur, rauður og dökkgrár. Náðu honum! Stærð: 77 × 73 × 82 cm 49.990 kr. 59.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.