Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 26
T ómatar eru bæði hollir og bragðgóð- ir fyrir utan að vera fallegir. Þá er hægt að nota á einstaklega marga vegu og hægt að borða þá hráa, elda þá, þurrka og mauka og þeir eru meira að segja frábærir ofan á brauð. Af þessu til- efni tók New York Times saman nokkrar uppskriftir úr stóru safni sínu af tóm- ataréttum og verður vitnað í nokkrar þeirra hér. GAZPACHO Julia Moskin á eftirfarandi uppskrift að hinni köldu tómatasúpu gazpacho. Þetta er í raun og veru frekar drykkur en súpa og kjörið að bera fram í kældum glösum. Þessi uppskrift er frá Sevilla á Spáni og er góð í hita þegar þarf eitthvað seðjandi, kalt og salt á sama tíma. Hún er appelsínugul á litinn en ekki rauð og er það út af ólífuolíunni sem notuð er. 900 g rauðir og þroskaðir tómatar sem kjarninn er tekinn úr. Skornir í grófa bita. 1 græn paprika, kjarninn tekinn úr og skorinn í grófa bita. 1 agúrka, skræld og skorin í bita 1 lítill laukur (hvítur eða rauður) og skorinn í grófa bita 1 hvítlauksrif 2 teskeiðar sérrí-edik (meira eftir smekk) salt ½ bolli extra virgin ólífuolía (meira eftir smekk) Setið tómata, papriku, agúrku, lauk og hvítlauk í blandara. Blandið á háum hraða, að minnsta kosti í tvær mínútur, með stuttum hléum til að skrapa niður með hliðunum með sleikju. hrærið einstaka sinnum þangað til blandan hefur náð því að verða eins og þykk sulta. Þetta tekur um eina klukkustund og fimmtán mínútur. Bragðið og kryddið eftir smekk. Kælið og setið í ísskáp. Geymist í að minnsta kosti viku. TÓMATAR MEÐ TÚNFISKI Það er hægt að bera tómata fram með brauði á fleiri vegu en bara ofan á brauðið. Þessi réttur kallast „tomato tonnato“ og passar túnfiskurinn vel með tómötunum. 5 matskeiðar extra virgin ólífuolía túnfiskdós ¼ bolli majónes 2 tsk. kapers 2 tsk. ferskur sítrónusafi 2 ansjósuflök (má sleppa) 1 stórt hvítlauksrif, skrælt og kramið 2 matskeiðar basillauf, meira til að skreyta 900 g blandaðir tómatar, stórir skornir í sneiðar, litlir í báta sjávarsalt svartur pipar borið fram með góðu brauði Blandið saman ólífuolíu, túnfiski, majónesi, kapers, sítrónusafa, an- sjósum, hvítlauk og basil og mauk- ið í blandara þangað til blandan verður kremkennd. Dreifið tómötunum á disk og hellið sósunni yfir. Kryddið með salti og vel af pipar. Skreytt með ba- sillaufum. Eins og áður er sagt er mikilvægt að bera þetta fram með góðu brauði. Getty Images/iStockphoto ÞRJÁR TÓMATAUPPSKRIFTIR Töfrar með tómötum TÓMATAR ERU GOTT HRÁEFNI Í MARGS KONAR MAT OG NÚNA ER GÓÐUR TÍMI TIL AÐ KAUPA TÓMATA. ÞÓ AÐ TÓMATAR SÉU RÆKTAÐIR ALLAN ÁRSINS HRING ER NÁTTÚRULEGUR UPPSKERUTÍMI ÞEIRRA NÚNA OG ÞEIR SEM RÆKTA ÞÁ SJÁLFIR NJÓTA GÓÐS AF UPPSKERUNNI UM ÞESSAR MUNDIR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is að gott jafnvægi á milli hins sæta og súra sé nauðsynlegt til að búa til góða tómatsultu. Annars er aðeins verið að gera tómatsósu og það er annar handleggur. Hann prufaði sig áfram með sítrónusafa, edik og límónusafa og endaði á því að nota síðastnefndu sýruna. 700 g vel þroskaðir tómatar, kjarninn hreinsaður og skornir í grófa bita 1 bolli sykur 2 matskeiðar nýkreistur límónusafi 1 msk. rifið eða skorið engifer 1 tsk. malað cummin ¼ tsk. malaður kanill 1/8 tsk. malaður negull 1 tsk. salt 1 jalapeño eða annar chili-pipar, fræhreinsaður og skorinn í litla bita. Í staðinn er hægt að nota cayenne-pipar eða þurrkaðar chili-flögur. Blandið öllum innihaldsefnunum saman í miðlungsstórum potti, náið upp suðu yfir miðlungshita. Hrærið oft í pottinum. Minnkið hitann og látið sjóða varlega, Á meðan blandarinn er í gangi bætið þið við ediki og tveimur teskeiðum af salti. Hell- ið ólífuolíunni varlega ofan í. Blandan verður appelsínugul eða dökkbleik og verður mjúk og vel blönduð saman. Ef blandan virkar of vatnsmikil þarf að bæta meiri ólífuolíu við þar til súpan verður kremuð. Blandan er síðan sigtuð og hratinu hent. Hellið súpunni í karöflu, helst kælda, og kælið þar til súpan er orðin mjög köld, að minnsta kosti sex tíma eða yfir nótt. Áður en súpan er borin fram þarf að krydda með salti og ediki. Ef súpan er mjög þykk er hægt að blanda nokkrum mat- skeiðum af ísköldu vatni saman við. Borið fram í glösum, jafnvel með ísmolum í. Það getur komið vel út að setja nokkra dropa af ólífuolíu ofan á. TÓMATSULTA Það er sniðugt að gera tómatsultu úr vel þroskuðum tómötum. Mark Bittman er höf- undur þessarar uppskriftar. Hann útskýrir Matur og drykkir Matur á priki AFP *Bandarískir stjórnmálamenn heimsótturíkishátíð í Iowa í vikunni þar sem boðiðvar upp á meira en 70 mismunandi mat-artegundir á priki. Þeirra á meðal voru JebBush og Hillary Clinton. Flestir borðuðugrillað svínakjöt á priki en enn fremur voruí boði óvenjulegri réttir sem voru bornir fram á priki, eins og djúpsteiktar brownie- kökur, eplabaka og harðsoðin egg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.