Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Matur og drykkir Þ að er nóg að gera á Matstofunni á Höfðabakka þegar blaðamann ber að garði og biðröð myndast við af- greiðsluborðið. Í röðinni eru svangir menn, iðnaðarmenn, gröfumenn og lög- reglumenn. „Þetta eru svangir og stórir karl- menn. Karlarnir okkar,“ segir Lára Gyða Bergsdóttir, sem á og rekur staðinn ásamt Ídu Ólafsdóttur. Þær stöllur standa vaktina en eiginmenn þeirra eiga staðinn með þeim, þeir Níels Hafsteinsson framreiðslumaður og Eyjólfur Gestur Ingólfsson matreiðslumaður. Muna nöfnin á kúnnunum Opið er í hádeginu og er staðurinn vinsæll hjá vinnandi fólki í grenndinni. „Við leggjum áherslu á að vera með góðan og bragðmikinn mat. Mennirnir sem koma hingað vilja heim- ilismat, þeir vilja sósur og venjulegan íslensk- an mat. Þeir vilja fá bjúgu, snitzel, fiskibollur og djúpsteiktan fisk,“ segir Lára Gyða. Annað slagið bjóða þær upp á framandi rétti og segja að það falli vel í kramið. „Stundum fáum við líka hugmyndir frá þeim,“ segir Ída. „Við höfum hér ferskan og fjöl- breyttan mat og erum duglegar að þróa nýjar uppskriftir,“ segir Ída. „Þeir kunna því vel, kallarnir, þeir eru stundum tilraunadýr hér hjá okkur,“ segir Lára Gyða. Viðhöldin öll á sama borði Lára Gyða og Ída segja staðinn ákaflega heimilislegan og persónulegan en þær þekkja marga viðskiptavinina með nafni og vita hvað þeir vilja. „Margir kúnnarnir eiga sín sér- stöku borð. Sumir vilja mikla sósu og þá eig- um við að vita það og við reynum að muna nöfnin á þeim,“ segir Ída. „Það er góður andi hér og þeir fá bros og eru glaðir,“ segir Lára Gyða. Það er stutt í grínið á Matstofunni. Á einu borði sitja nokkrir menn frá viðhaldsfyr- irtæki. „Þarna sitja viðhöldin, vont þegar þeir koma svona allir í einu,“ segir Lára Gyða og skellihlær. Lögreglan er fastagestur hjá Matstofunni. Ólafur Barði Guðmundsson, faðir Ídu, stendur í ströngu við afgreiðsluna. HEIMILISLEGUR MATUR FYRIR HAUSTIÐ Matur fyrir stóra og sterka menn * Við leggjumáherslu á að verameð góðan og bragð- mikinn mat. Mennirnir sem koma hingað vilja heimilismat, þeir vilja sósur og venjulegan íslenskan mat. Þeir vilja fá bjúgu, snitzel, fiskibolllur og djúpsteiktan fisk. MATSTOFAN BÝÐUR UPP Á HEIMILISLEGAN MAT. FASTAKÚNNAR ERU VINNANDI KARLMENN SEM TAKA RÖSKLEGA TIL MATAR SÍNS. NÚ ÞEGAR HAUSTAR ER TILVALIÐ AÐ PRÓFA ÞENNAN SÍGILDA ÍSLENSKA HEIMILISMAT. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ída Ólafsdóttir og Lára Gyða Bergsdóttir standa vaktina á Matstofunni á Höfðabakka. Buffið 750 g nautahakk 200 g soðnar kartöflur, marðar 2 stk egg 2 msk kapers 2 msk olía 1½ dl gott soð eða mjólk 1½ dl rauðrófur, saxaðar ½ stk laukur pipar salt Aðferð Byrjið á því að saxa laukinn smátt og saxið síðan kapersið og rauðróf- urnar. Blandið saman nautahakki, vökva, grænmeti, eggjum og kryddi. Mót- ið buff úr deiginu og steikið þau í olíu á pönnu. Sósa 4 dl kjötsoð 1 msk olía ½ stk laukur ¼ tsk rósmarín maísmjöl, fínt pipar salt Aðferð Mýkið laukinn í olíunni. Bætið kjötsoðinu við og látið sósuna sjóða í 3 mínútur. Kryddið með rósmaríni, salti og pipar. Þykkið sósuna með maísmjöli og hrær- ið saman við kalt vatn, en hafið hana fremur þunna. Berið fram með spældum eggjum og kartöflum. Fyrir fjóra. Buff Lindstrom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.