Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 29
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Morgunblaðið/Ásdís Eyjólfur Gestur Ingólfsson matreiðslumaður með rifin góðu. 200 ml rjómi 600 ml kjúklingasoð 150 g skornir villisveppir að eigin vali 30 ml madeira (svipað og púrtvín) 30 ml brandý 50 g smjör 50 g hveiti olía Salt og pipar eftir smekk Aðferð Steikið sveppina uppúr olíu og smjöri, setjið hveitið svo útí og hrærið saman, bætið svo soðinu útí og náið upp suðu, þar á eftir er bætt við rjóma og víni og látið sjóða í ca 5 mínútur til að fá fallega áferð og ná áfenginu úr súpunni. Villisveppasúpa 1 kg þorskur 30 g hveiti 30 g smjör 200 ml mjólk 1 rif hvítlaukur 1 stk sítróna 1 stk kjúklinga- krafts-teningur 1 msk sykur 1 msk ferskt kórí- ander 1 msk fersk stein- selja 1 msk red curry paste Salt Aðferð Setjið hveiti og smjör í pott og búið til bollu, hell- ið mjólkinni út í og náið upp suðu. Setjið næst sí- trónubörk út í ásamt safa, rífið hvítlaukinn niður og setjið út í ásamt kraft- inum, sykri og salti. Setjið þorskinn í eldfast mót og kryddið með salti og bak- ið í 3 mínútur. Hellið síð- an sósunni yfir og saxið kryddjurtirnar og setjið yfir fiskinn, bakið síðan áfram í 4 mínútur. Þorskur í sítrónusósu Barbeque grísarif Barbeque sósa 150 gr púðursykur 30 ml worchestershire sósa 30 ml HP sósa 50 ml tómatsósa 60 ml borðedik 3 stk stjörnuanis 1 stk chilli 1 msk svört piparkorn 1 msk fennelfræ 1 tsk kóríanderduft Aðferð Blandið öllu saman og sjóðið þar til hún byrjar að þykkna, setjið svo í kæli í 1 sólarhring og sigtið þá frá kryddin og hellið svo á rifin. Rifin 4 stk babyback grísarif 1 stk lárviðarlauf 1 stk stjörnuanis 2 stk kardimommur 1 msk svört piparkorn 1 stk chilli 1 stk kjúklingakraftur 1 ½ l vatn Aðferð Sjóðið uppá vatninu með öllu kryddinu, setjið svo rifin í bakka og hellið svo soðinu yfir rifin, setjið álpappír yfir þau og í ofninn við 110 gráður og bakið í 3 klst, takið rifin úr soðinu og hellið barbeque sósunni yfir þau og bakið við 150 gráður í 25 mínútur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.