Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Fjölskyldan Gallerí Fold, kl. 11.00-14.00, Menningarnótt: Leikur fyrir allafjölskylduna þar sem listaverk hangir á vegg og gestir túlka myndina með sögu. Listamaðurinn velur bestu söguna og er lítil bók um myndlist í verðlaun. Hvaða saga er í myndinni? Nýtt skólaár er hafið og tug-þúsundir barna ganga,hjóla, taka strætó eða láta keyra sig dag hvern til og frá skóla. Þar af eru um fimmþúsund nýir grunnskólanemendur, sam- kvæmt tilkynningu frá Samgöngu- stofu, sem brýnir fyrir foreldrum og bílstjórum mikilvægi þess að huga sérstaklega að öryggi barna í umferðinni þegar skólar taka aftur til starfa. En hversu örugg eru börn í umferðinni? Hver hefur þró- unin verið? Fótgangandi börn virðast hafa verið talsvert öruggari í umferðinni undanfarin misseri en fyrir rúmum tíu árum, ef rýnt er í tölur frá Samgöngustofu. Til að mynda var meðalfjöldi umferðarslysa á fót- gangandi börnum upp að fjórtán ára aldri árin 2002 til 2004 39 slys á ári, en tíu árum seinna, eða tíma- bilið 2012 til 2014, lækkar sú tala niður í 16. Hinsvegar fjölgar slys- um á hjólandi börnum örlítið á sama tímabili, sem kann að skýrast af því að hjólreiðar almennt hafa aukist svo um munar. Slys á börn- um í bíl virðast standa nokkurn veginn í stað. Fleiri börn en færri slys Á heildina litið er um að ræða fækkun slysa, þrátt fyrir að skóla- börnum hafi farið fjölgandi. Árin 2002 til 2004 var meðalfjöldi um- ferðarslysa á börnum 145 slys á ári, að öllum samgöngumátum meðtöldum, en tíu árum seinna var meðaltalið 102, svo tekið sé svipað dæmi og áðan. Hlutfallslega er fækkunin mest hjá fótgangandi börnum. Í fyrra slösuðust alls 106 börn í umferðinni. Þar af voru 20 alvar- lega slösuð. Ekki er unnt að taka sérstaklega saman hversu mörg þessara slysa urðu á leið til eða frá skóla, en ætla má að tilefni sé til sérstakra forvarna þegar svo stór hópur hef- ur í fyrsta sinn á ævi sinni reglu- bundna þátttöku í umferðinni. Hættu að skutla í kreppunni Í hruninu minnkaði það að for- eldrar keyrðu börnin sín í skólann en að sögn starfsmanna í grunn- skólum hefur bílaumferð í kringum skóla aukist aftur. Þetta kemur fram í svörum Samgöngustofu við fyrirspurn Sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins. Áhersla er lögð á að gætt sé vel að því hvar barnið fer út úr bílnum og að ökumenn séu meðvitaðir um börn sem koma gangandi og hjólandi til skóla. Þá eru börn hvött til að notast við það sem kallast „virkan ferða- máta“, það er að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann. Samgöngu- stofa hefur staðið fyrir evrópsku verkefni sem kallast Göngum í skólann, í samstarfi við aðrar stofnanir. Þátttaka í verkefninu hefur aukist jafnt og þétt og eru nú 65 skólar skráðir til leiks. Öruggasta leiðin ekki sú stysta Foreldrar eru hvattir til að finna með börnum sínum öruggustu leið- ina þegar gengið er í skólann, en hún er ekki alltaf sú stysta. Öruggasta leiðin er leiðin þar sem sjaldnast þarf að fara yfir götu. Þannig eru börn hvött til að velja göngustíga, undirgöng og göngubrýr þegar við á. Þá er mikilvægt að brýna fyrir börnum að þótt þau sjái bíl nálgast er ekki víst að bílstjórinn hafi séð þau. Höfum í huga að við erum fyrirmyndir barna og því skiptir máli að við temjum okkur þær reglur sem við kennum börnum. Þetta á til dæmis við um að ganga ekki á móti rauðu ljósi við ljósa- stýrð gatnamót, en börn eiga á erf- iðara með að meta fjarlægð bíla. Áríðandi er að á fyrstu árum æv- innar sé barn frætt um rétta hegð- un í umferðinni en með því aukast líkur á að því farnist vel, og þegar barn hefur skólagöngu sína gefst einstakt tækifæri fyrir þá sem eldri eru að fara yfir umferðar- reglur með því. BRÝNT AÐ HUGA AÐ ÖRYGGI BARNA Í UMFERÐINNI Umferðar- slysum barna hefur fækkað Börn eiga erfiðara með að greina fjarlægð bíla og því brýnt að velja með þeim öruggustu leiðina í skólann. Morgunblaðið/Golli UMFERÐARSLYS BARNA ERU EKKI EINS TÍÐ OG ÞAU VORU FYRIR RÚMUM TÍU ÁRUM, SÉRSTAKLEGA HJÁ FÓT- GANGANDI BÖRNUM. ÞÓ ER BRÝNT AÐ HUGA SÉR- STAKLEGA AÐ ÖRYGGI BARNA Í UMFERÐINNI NÚ ÞEG- AR SKÓLASTARF HEFST Á NÝ, EN FIMM ÞÚSUND BÖRN HEFJA SKÓLAGÖNGU SÍNA Í HAUST. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Fjöldi umferðarslysa hjá hjólandi börnum hefur staðið nokkurn veginn í stað, þrátt fyrir að hjólreiðar færist í vöxt. Getty Images/iStockphoto Gunnar Hansson og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir eiga saman börnin Kormák Jarl, Snæfríði Sól og Emilíu Álfsól. Þau eru mikið fjölskyldufólk og verja miklum tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Þáttur/bíó/bækur sem eru í uppáhaldi fjölskyldunnar? Með Millu dóttur okkar er t.d. geggjað að horfa á myndir Pixar, þær eru frábærar, nú síðast Inside Out. Uppáhaldsmatur fjölskyldunnar? Brokkolí- kjúklingasalatið og barbekjú rif (uppáhaldið hans Gunna). Reyndar höfum við ekkert getað eldað í allt sumar því við vorum að flytja og eigum enn eftir að tengja eldavélina, en það sér nú fyrir endann á því tímabili. Skemmtilegast að gera saman? Að ferðast, að búa okkur til fallegt heimili, kósýkvöld, hitta fólk og fá heimsóknir. Borðar fjölskyldan morgunmat saman? Já, við reynum að borða alltaf morgunmat saman. Um helgar er oftast egg, beik- on og pönnukökur. Á virkum dögum reynum við að gera melónu-, gúrku- og sítrónudjús sem er mjög góður og svalandi. Hvað gerir fjölskyldan saman heima? Við höfum spilað talsvert gegnum tíðina, bæði borðspil og með hefðbundnum spilum. Unnur leggur oft Tar- rot-spil og á það til að spá fyrir gestum. Við vorum reyndar að kaupa litabók fyrir fullorðna, sem er frábær fyrir alla fjölskylduna. Svo er Unnur alltaf að reyna að fá Gunna til að gera með sér jógaæf- ingar, með misjöfnum árangri. Hvað gerði fjölskyldan skemmtilegt í sumar? Það sem var skemmtilegast og það sem reyndi mest á í sumar voru flutningarnir. Það var mikið ævintýri og brjáluð vinna, en nú er þetta að koma og við ánægð með útkomuna. Við fórum líka í tvær stuttar ferðir í sumarbústaði með fjölskyldunni sem voru frá- bærar. Eru skipulagðar fjölskyldustundir? Nei, en við erum mikið saman. Við erum mjög „spontant“ fólk og spilum allt eftir eyranu. Hlutirnir gerast yfirleitt með litlum fyrirvara. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Spila allt eftir eyranu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.