Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 31
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Mikið er um að vera að venju fyrir fjölskyldur á Menningarnótt, en dagskrána alla er hægt að skoða á menningarnott.is og flokka þar með auðveldum hætti viðburði fyrir börn. Til dæmis verða Vísna- gullstónleikar fyrir börn í fangi á Kjarvalsstöðum klukkan 15. Margt á Menningarnótt*Nútímabarnið er búið að svara þéráður en þér hefur gefist ráðrúm tilað segja nokkuð. Laurence J. Peter „VISTA-helgarinnar“, en það á að standa fyrir „viðhald og standsetn- ingu“. „Markmiðið er að veita staðnum smá ást með áherslu á húsin okkar og tjaldsvæðið. Fjöldi verkefna verður í boði sem og gisting fyrir þá Síðasta stóra tjaldútileguhelgin er gengin í garð, að mati þeirra sem þekkja til á Úlfljótsvatni, en upp úr þessu ætti verulega að draga úr tjaldútilegum landans á árinu. Í til- efni þessa hefur Úlfljótsvatnsfólk ákveðið að efna til fyrstu svokölluðu sem það vilja. Hægt er að vera alla helgina en líka að koma í styttri heimsóknir. Boðið verður upp á mat fyrir þátttakendur og það er vel- komið að taka með börn,“ segir Guð- mundur Finnbogason forstöðumað- ur Útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. Hann segist vonast til þess að um árlega hefð verði að ræða, en VISTA-helgin verður hald- in 28.-30.ágúst. Öllum er velkomið að taka þátt í VISTA helginni á Úlfljótsvatni en óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig og sína með því að senda tölvupóst á netfangið ulfljots- vatn@skatar.is Mikið hefur verið að gera á Úlf- ljótsvatni í sumar og að sögn Guð- mundar hefur almenningur í aukn- um mæli náð þeim skilaboðum að Úlfljótsvatn sé öllum opið þó skátar séu stór hluti gesta. SÍÐASTA STÓRA TJALDÚTILEGUHELGIN Smá ást í lok ágúst Kátir skátar á Úlfljótsvatni. Að laga sig aftur að skólanum, hversdagsleikanum og skammdeg- inu krefst mikillar skipulagningar. Rachel nokkur Rosenthal, sem hefur skipulag að atvinnu, líkir því við að búa sig undir orrustu, í samtali við The Washington Post. Verkáætlun þurfi að liggja fyrir á hinum ýmsu sviðum. Hún segir að gott skipulag í upphafi skólaárs komi manni líkamlega og andlega í reglu, en sjálf er hún móðir tví- bura sem eru að byrja í öðrum bekk. Hvaða foreldri kannast ekki við barn sem kemur askvaðandi inn eftir skóladaginn, telur sínum skyldustörfum lokið í bili og fleyg- ir úlpunni á gólfið til að komast sem allra fyrst í tölvuspilið? Ef foreldrar vilja gera athugasemd við slíka hegðun er þeim ef til vill hollast að líta fyrst í eigin barm. Þá gildir að spyrja sig: „Er ég með reglu á hlutunum í mínu lífi?“ Ef svo er ekki er ef til vill erfitt að ætlast til þess að barnið sé skipulagt. Ekki er hægt að ætlast til þess að barn tíni upp eftir sig spjarirnar ef foreldrarnir eru sjálfir með allt á rúi og stúi. Til að ná sem bestri reglu á hversdagsleikann gildir að horfa fram í tímann. Má þar taka hlið- sjón af stundatöflu og dagatali skólanna og ná þannig að aðlagast nýrri rútínu með ró, en ekki brauki og bramli. Oft eru skólar búnir að skipuleggja starf sitt langt fram í tímann og foreldra- fundir, jólaleiksýningar og frídag- ar ættu allir að vera kirfilega merktir. Eins ættu foreldrar sjálf- ir að vita hvenær barnið er á kór- æfingu, hjá tannlækni eða á bad- mintonmóti og laga sína eigin stundatöflu, stundatöflu lífsins, að því. EINS OG AÐ UNDIRBÚA ORRUSTU Óreiðan er ef til vill einn versti óvin- ur hins andlega jafnvægis. Getty Images/iStockphoto Skipulagið kemur manni langt VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.