Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 33
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Fyrstu tíu þúsund ljósmyndirnarþínar eru þínar verstu. Henri Cartier-Bresson. Í slenski tölvuleikurinn Box Island kemur út á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum er ætl- að að vera skemmtileg leið fyrir börn til að kynnast grunngildum forritunar og efla rök- hugsun. Um er að ræða eins konar íslenskan forsmekk af tölvuleik sem á eftir að koma út á fleiri tungumálum í náinni framtíð. Leikurinn er ætlaður börnum átta ára og eldri. „Við erum að gefa íslenskum krökkum tæki- færi til að spila leikinn á undan öðrum. Á sama tíma fáum við ákveðna endurgjöf og ýmis gögn sem við lærum af áður en við höldum áfram,“ segir Vignir Guðmundsson, framkvæmdatjóri leikjaversins Radiant Games, sem framleiðir leikinn, í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. „Þetta er skemmtilegur þrautaleikur sem kynnir krökkum grunngildi forritunar og eflir rökrænan hugsunarhátt, og er í raun fyrsti ís- lenski leikurinn sem gerir einmitt það. Í leikn- um taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island og þurfa að beita lykkjum, skilyrðissetn- ingum og fleiri grunngildum forritunar til að ferðast áfram á eyjunni,“ segir Vignir. „Krakkar stýra í rauninni aðalpersónu leiksins með hefð- bundum aðgerðum í forritun. Þeir búa til runu af aðgerðum fyrir sögupersónuna sem er í sjálfu sér lítið forrit.“ Kunna meira en þau halda Aðspurður segir Vignir spilendur leikjarins ekki endilega átta sig á því að þeir séu að læra for- ritun. „Við höfum verið dugleg að fá krakka í heim- sókn til að koma og spila leikinn með okkur. Oft þegar við tölum við þá eftir að þeir hafa prufað leikinn spyrja þeir: „Hvað er forritun?“ og átta sig þá í rauninni ekki á því hvað þau kunna. Það er í raun aðstandenda, hvort sem það er kennari eða foreldrar, að miðla þeirri þekkingu. Við reynum bara að hafa leikinn eins skemmti- legan og hægt er.“ Vignir telur grunnskilning í forritun vera mjög aðkallandi á þessum aldri. Umræðu skorti um mikilvægi forritunnar fyrir þennan ald- urshóp. „Mér finnst við í rauninni skulda börnunum að koma þessari þekkingu til þeirra fyrr. Þetta snýst ekki um að allir eigi að verða forritarar að atvinnu, en grunnskilningur í þessu ætti að vera sjálfsögð mannréttindi rétt eins og við gef- um krökkum grunnskilning á fögum eins og stærðfræði, sögu og tónlist.“ Átta mánuði í bígerð Leikjaverið Radiant Games er stofnað í maí 2014 og hlaut 12,5 milljóna króna árlegan verk- efnastyrk frá Tækniþróunarsjóði. Þá hampaði teymið bak við Radiant Games öðru sæti í Gull- egginu, frumkvöðlakeppni á vegum fyrirtækisins Klak Innovit, af yfir þrjúhundruð viðskipta- hugmyndum. Í kjölfarið hófst mikil greining á markaðnum fyrir leiki á borð Box Island og hófst vinna að leiknum sjálfum formlega í jan- úar síðastliðinn. „Að búa til svona leik er gríðarlega mikið verk og það koma fleiri en tíu manns að gerð leiksins. Við höfum unnið statt og stöðugt að leiknum undanfarna átta mánuði.“ Leikurinn er spilaður á spjaldtölvum og verð- ur fáanlegur í app-verslunum á vélum sem keyra á iOS stýrikerfinu frá Apple. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um leikinn á boxisl- and.is. RADIANT GAMES MEÐ SINN FYRSTA LEIK Í leiknum er aðalpersónan stödd á ævintýraeyjunni Box Island þar sem leystar eru þrautir með forritun að vopni. Spilendur beita hefðbundnum forritunaraðgerðum án þess að átta sig endilega á því. Ljósmynd/Radiant Games Nýr íslenskur leikur kennir börnum forritun TÖLVULEIKURINN BOX ISLAND HEFUR GÖNGU SÍNA Á ÍSLANDI Í NÆSTU VIKU. UM ER AÐ RÆÐA TÖLVULEIK FYRIR SPJALDTÖLVUR ÞAR SEM KRAKKAR LÆRA GRUNNGILDI FORRITUNAR MEÐ SKEMMTILEGUM HÆTTI. FRAMKVÆMDASTJÓRI LEIKJAVERSINS RADIANT GAMES TELUR MIKILVÆGT AÐ BÖRN SKILJI FORRITUN. Timehop er skemmtilegt app fyrir Android- og iPhone-síma. Á hverjum degi getur þú séð hvað þú gerðir á sam- félagsmiðlunum á sama degi síðustu ár. Myndir og texti sem þú hefur birt í gegn- um tíðina minnir þig á gamlar stundir. Fortíðarhopp Tæknirisinn Google kynnti nýverið til leiks nýja þjónustu sem er ætlað að gera fólki auðveldara að beisla sólarorku til heimilisnota, og lækka þannig rafmagnsreikninginn. Ber þjónustan titilinn Solar Roof Proj- ect, eða sólarþaksverkefnið, og gerir notendum kleift að kanna hversu vel þeirra húsþak hentar til framleiðslu sólarorku. Solar Roof Project notast meðal annars við upplýsingar frá Google Maps, kortaþjónustu Google, og er til að mynda notast við þrívídd- armynd af hverju þaki fyrir sig. Þá eru teknir í reikninginn skuggar sem kynnu að falla á húsþakið sem og veðurhorfur hvers staðar fyrir sig. Með þessum upplýsingum mun Google reikna út hversu hagkvæmt verður fyrir hvern og einn að skipta yfir í sólarorku. Loks bendir Google manni á sólarorkutengdar þjónustur í nágrenni manns, og sendir þeim upplýsingarnar sem fengust við útreikningana, sé Go- ogle beðið um það. Verkefnið nær fyrst um sinn að- eins til nokkurra borga í Bandaríkj- unum en markmiðið er að það nái til allra Bandaríkjanna og að lokum alls heimsins. Google hjálpar mönnum nú með raf- magnsreikninginn. Virkja hús- þök vest- anhafs ENN FÆRIR GOOGLE ÚT KVÍARNAR Mental Floss er nafn á skemmti- legu en heldur nördalegu tímariti sem er gefið út í Banda- ríkjunum bæði rafrænt og á glans- pappír. Í tímaritinu er að finna ýmsan fróð- leik sem finnst ekki annars stað- ar. Einn liður kallast „stór- ar spurningar“, en þar er leitað svara við ótrúlegustu spurningum á borð við hvað er á bak við kreditkortanúmerin okkar, hvað er naflakusk og hver á loftið? Hnyttin svörin er skemmtilegt að lesa enda grínið aldrei langt und- an. TÖFF TÍMARIT Mental Floss kom fyrst út 2001 og er kallað gáfu- mannatímarit sem þó er ekki of gáfulegt. Nauðsynlegt nördarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.