Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Side 34
Tíska *Hönnuðurinn Sophia Webster hefur hannaðskólínu innblásna af Barbie-dúkkunni. Skólínan,sem samanstendur af níu skópörum, sex fyrirfullorðna og þremur pörum ætluðum börnum,segir Webster vera draumaverkefni og þar getihún samstillt ákveðinn draumaheim og veru-leika. Það verður því spennandi að sjá hvort börn eða fullorðnir sækja frekar í þessi óvenju- legu skópör. Skór innblásnir af Barbie H ver hafa verið bestu kaupin þín? Það eru svört og gyllt Timberland-stígvél. Ég er búin að ganga í þeim í sjö ár. En verstu kaupin? Síðir eyrnalokkar með steinum, ekki eitt par heldur nokkur... Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Hvort þau glansa. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Já, nokkra. KTZ hefur verið í mestu uppáhaldi undanfarin tvö ár, ég er líka hrifin af EYLAND, Henrik Vibskov, Helicop- ter og fleirum. Hvert er eftirlætis tískutímabil þitt og hvers vegna? Diskótímabilið. Glimmer, litir og flottir skór. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Páll Óskar. Hverju er mest af í fataskápnum? Stuttermabolum hvaðanæva úr heiminum og reyndar buxum líka. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Ég veit það ekki alveg, glimmergoth. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á nokkrar uppáhaldsflíkur, Timberland-skóna, Vibs- kov-jakkann minn, gull- gallann og nokkra rúllukragaboli. Ætlar þú að fá þér eitthvað fal- legt fyrir haustið? Já, mig langar í smart yfirhöfn. Ég hef ekki fundið hana ennþá en ég veit að hún kemur til mín. DISKÓTÍMABILIÐ Í UPPÁHALDI Elín er með skemmtilegan stíl og er óhrædd við að klæðast litum, glansandi flíkum og glimmeri. Morgunblaðið/Golli ELÍN EY, SÖNGVARI, LAGAHÖFUNDUR, GÍTARLEIKARI OG EINN AF MEÐLIMUM HLJÓMSVEITARINNAR SÍSÝ EY, ER MEÐ EINSTAKLEGA FJÖLBREYTTAN OG SKAPANDI FATASTÍL EN SJÁLF SEGIR HÚN STÍLINN EINKENNAST AF GLIMMERGOTH-STÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Svörtu og gylltu Timberland- skóna segir Elín bestu kaupin, en þá hefur hún notað í um sjö ár. Fötin eiga helst að glansa Geggjaður glansandi jakki frá Henrik Vibskov sem er í miklu eftirlæti hjá Elínu. Páll Óskar er með einstakan fatastíl. Ljósblár bomber-jakki. Úr vetrarlínu 2015/ 2016 eins eftirlætis- tískuhúss Elínar, KTZ. Skemmtileg munstruð skyrta sem Elín heldur upp á. Skór í flottu sniði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.