Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Page 35
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á svínið Handverksbakarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Aldagamlar aðferðir í bland við nýjar til að gefa hverju brauði sinn karakter. Úrval af hollum og góðum brauðum unnum úr gæða hráefnum. Við bökum 100% speltbrauð, heilkornabrauð, gerlaus brauð, ítölsk brauð, hvítlauksbrauð, kúmenbrauð, sigtibrauð o.fl. o.fl. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is S máhesturinn beið aldeilis spenntur eftir að sperra sig í öllum haustlægðunum vopnaður splunkunýjum gúmmístígvélum úr spænska móðurskipinu Zöru. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem smáhestar hnjóta um háhæluð stígvél og það á frekar góðu verði. Smáhesturinn sá fyrir sér hvernig öll gömlu dressin yrðu eins og ný þegar stígvélin væru komin á fótinn og því þyrfti ekki að gera sig frek- ar upp fyrir veturinn – þetta væri bara komið. Á dauða sínum átti smáhest- urinn von en ekki að hann myndi taka á móti öllum haust- lægðunum í flatbotna inniskóm og það haltrandi … (eins og fífl). Þetta er svolítið eins og að vera sviptur borgaralegum rétt- indum sínum að setja smáhest í flatbotna skó og ætlast til þess að hann sé til friðs á meðan. Til að gera langa sögu stutta rann síð- asti í sumarfríi upp bjartur og fagur en endaði því miður á slysó eftir smá óhapp heima fyrir. Slysin gera nefnilega ekki boð á undan sér, gott fólk. Eftir kvöldmat þetta örlagaríka kvöld þurfti smáhesturinn að ganga frá í eld- húsinu eins og gengur og gerist á eðlileg- um alþýðuheimilum. Þeir þarna hjá IKEA eru nefnilega enn ekki búnir að finna upp sjálfhreinsandi eldhús – sem þeir myndu án efa moka út ef þau væru í boði. Við þessar hversdagslegu athafnir vildi yngri sonurinn ólmur vera í fangi móður sinnar meðan hún var að sinna húsmóðurskyldum sínum. Allt gekk eins og í sögu þar til dreng- urinn greip í glerkaröflu sem var full af balsamediki (mjög mikilvægt að það komi fram að þarna var ekki haft vín um hönd – því miður) og missti takið, sem gerði það að verkum að herlegheitin splundruðust á stóru tá húsmóðurinnar. Eftir ferð á slysó og röntgenmyndatöku lá það ljóst fyrir að smáhest- urinn væri tábrotinn og þyrfti að vera með fótinn í spelku næsta mán- uðinn eða svo. Smáhesturinn var leystur út með lyfseðli upp á sterk- ustu verkjalyfin á markaðnum. Helgin leið því í ljúfri parkódín forte vímu … og smáhesturinn lét vorkenna sér ægilega mikið. Það versnaði þó í því þegar parkódín forte víman rann sitt skeið á enda og smáhesturinn þurfti að halda áfram með líf sitt. Það er nefni- lega ekki hægt að láta flatbotna inniskó kyrrsetja sig. Smáhestar þurfa líka að vinna eins og hinir. Öll smekklegheit og pjatt þurftu að víkja fyrir Birkenstock og verða þessir blessuðu skór límdir við fótinn fram í september – það er að segja ef hesturinn ætlar að komast út af eigin heimili. Helstu tískuspekúlantar heims hafa hæpað Birkenstock-skó upp síð- ustu misserin og hafa skórnir verið flokkaðir sem mest trendí skór síð- ustu mánaða. Það getur vel verið að þeir henti vel fyrir arabíska veð- hlaupahesta sem eru langir til leggsins og vannærðir. En það verður að segjast eins og er að Birkenstock gerir ekkert fyrir smáhesta. Eftir ítrekaðar tilraunir hefur hann komist að því að það er ekki vinnandi vegur að vera töff í inniskóm – alveg sama þótt spelkunni sé pakkað inn í 80 den-sokkabuxur og Furstenberg-kjól. Þessir skór eru hryllilegir við gallabuxur og enn verri við hnésíð pils. Það var samt merkilegt að uppgötva það hvað ein brotin tá getur sett af stað mörg samtöl sem því miður enda öll á sama veg eða sirka svona: Voðalega ertu eitthvað lítil í þessum skóm … martamaria@mbl.is Mætti í Birkenstock-inniskóm í vinnuna. Þessi gúmmístígvél eru úr Zöru og kosta 14.995 kr. Tábrotinn smáhestur Svona lá smáhesturinn eins og hakkabuff alla helgina á parkódín forte. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.