Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Qupperneq 39
gilda um stíganda hagvaxtar á efnahagssvæðum sem skammt eru á veg komin en á hinum. Óttalegt eða óttalegt fjas? Þegar markaðir fara í „frjálst fall,“ eins og í nýliðinni viku, er horft til þess, hvað kunni að valda því. Næst er spurt hvort að um langvarandi hættu sé að ræða eða hvort þetta sé ein af þessum leiðréttingarvikum efnahagslífsins, sem eru svo nauðsynlegar. Svarið um síðustu viku liggur enn ekki fyrir. En óneitanlega færast margar sverar tölur í áhættudálkinn. Og þar er Kína fyrirferðarmikið. Opinberir aðilar þar segja að enn sé myndarlegur hagvöxtur í landinu og engin breyting fyrirsjáanleg á því. En nú bregður svo við að heimurinn, sem er jafn- an opnari fyrir góðum efnahagsfréttum en slæmum, trúir þeim yfirlýsingum illa. Þekktir greinendur telja að líklega sé hagvöxtur á bilinu 2-4 prósent en ekki 7-8 prósent, eins og yfirvöld fullyrða og verði við eða undir þeim mörkum næstu árin. Í vanþróuðu efnahagskerfi sýna slíkar tölur fremur kreppu en vöxt, segja þeir. Óumdeilt er að hlutabréfa- markaðurinn í Kína er að nokkru leyti hruninn. Við það bætist að víða í hinu mikla ríki hafa stórkarlaleg- ar ákvarðanir verið teknar í bjartsýniskasti síðustu ára af hinu miðstýrða valdi og ekki með takmarkaðri hliðsjón af markaðslögmálunum. Ýmsir kunnir og snjallir greinendur hafa á móti bent á að önnur sjónarmið gildi um afturkipp í Kína en aðra efnahagslega afturkippi. Kína búi þannig yfir svimandi háum gjaldeyrisvarasjóði. Skuldastaða þjóð- arbúsins í erlendri mynt talin sé aðeins þriðjungur af forðanum. Svo sterk staða sé algerlega einstæð. Við hana bætist að bankar landsins séu í ríkiseign. Og þótt þess háttar eignarhald sé örugglega mjög skaðlegt þegar til lengri tíma sé horft, felist mikið öryggi í rík- isvæddu bankakerfi ef efnahagslegur brotsjór ríður yfir. En það vantar eitt upp á En þótt allt sé það rétt og satt sem sagt er um fjall- háan gjaldeyrisforða Kína segir hann ekki alla sög- una. Kreppa í Kína mundi skapa mikinn óróleika í við- kvæmu pólitísku andrúmslofti, þar sem milljónir manna, ekki mælt í tugum heldur hundruðum, hafa fengið smjörþefinn af kapítalískri tilveru. Þeir munu ekki taka afturkippum án andófs. Og óhugsandi sé annað en að efnahagslegu áhrifin á umheiminn, þegar kaupgetan skreppur saman í Kína, verði einnig mikil. Og við þetta allt bætist svo stærsti bletturinn á glansmyndinni. Í kreppunni 2007-2008 var Kína í örum vexti og því eins og bjarghringur fyrir þá sem þurftu að halda sér á floti í óvæntum hremmingum. En fari Kína illa nú sé ekki neinum slíkum hringjum til að dreifa. Það þarf ekki annað en líta í kringum sig til að sannfærast um það. Fljótlegt er að nefna Afríku og Suður-Ameríku þar sem mikil vandræði eru á hverju strái. Eftir vorhrein- gerningarnar frægu eru botnlausar ógöngur fyrir botni Miðjarðarhafsins, Írak er í upplausn, Pakistan er eins og púðurtunna og Afganistan á leið inn í talíb- anskan trylling, nema að óhugnaður hins svokallaða Ríkis íslams verði ofan á í baráttu þessara viðbjóðs- legu fylkinga um völd. En það sem mestu skiptir er að evrusvæðið er alls ekki að ná sér á strik, þrátt fyrir að Grikkjum hafi ver- ið sparkað eins og beyglaðri bjórdós fram eftir göt- unni til glötunar. En Bandaríkin? Er ekki atvinnuleysið á niðurleið þar, verðbólga lítil og marktækur hagvöxtur? Því mið- ur er ekki allt sem sýnist. Vandamálið er að atvinnu- stigið er ekki að batna þrátt fyrir þægilega ásýnd hins mælda atvinnuleysis. Þar er um að ræða hlutastörf í stórum stíl. Mælt með hefðbundnum hætti væri at- vinnuleysið að nálgast 11 prósent en ekki 5-6%. Kaup- máttur launa hefur staðið í stað árum saman og meira en þriðjungur heimila fær matarmiða frá félagsmála- stofnunum til að komast af. Og að einhverju leyti hefur hagvöxturinn verið sóttur í prentvélar seðla- bankans. Og þá er komið að miklu umhugsunarefni. Engin varadekk, keðjur eða kaðlar Vandann, sem þarna er lýst, verður að skoða í ljósi þeirra úrræða sem tiltæk eru, ef slær í bakseglin. Seðlabankar Evrópulanda og Bandaríkjanna hafa misserum saman prentað fjármuni í stórum stíl og öll- um er ljóst að slíkum efnahagslegum galdrabrögðum eru sett mörk og er fyrir löngu komið að þeim. Stýri- vextir seðlabankanna hafa verið lengur við markalín- una 0 eða undir henni en dæmi eru um í nútíma sögu. Þannig að þessi tvö helstu vopn seðlabankanna eru ekki lengur til staðar eða vita bitlaus, ef ný og alvarleg kreppa skellur á. Flýtur á meðan ekki sekkur Á Íslandi segja menn að það geri ekkert til að henda 35 milljörðum í hafið til að standa við digrar yfirlýs- ingar um að Ísland muni ekki flytja vopn úr verk- smiðjum sínum til Rússlands, þrátt fyrir að aðrir séu að selja þeim kafbáta. Ferðamannastraumurinn sé okkar nýja gullnáma. Það er allt gott og blessað. Það er raunar stutt síðan sú gullnáma opnaðist og margt er óhönduglega gert í nýtingu hennar. Óróleiki í heim- inum í bland við offramleiðslu í Kína hefur sett álverð í heiminum í uppnám. Íslendingar munu finna fyrir því. Ef að kreppa eða hálfkreppa skellur á sparar heimurinn fyrst við sig það sem auðveldast er. Það er ekki maturinn, því maginn vill sitt. Ferðalög eru framar í röðinni. Þannig að þótt vel hafi tekist til um margt hjá okkur þá höfum við ekki efni á oflæti enn þá. Ekkert bendir til annars en að ál- markaðir verði mjög erfiðir næstu árin. Ef við bætist að markaðir okkar fyrir matvörur þrengjast, hvort sem er út af heimatilbúnum bjálfahætti eða öðrum ástæðum, og samdráttur verður í ferðamannaþjón- ustu heimsins, horfir ekki of vel. Samdráttur ferða- manna bitnar fyrst á þeim löndum þar sem raun- kaupmáttur almennings hækkar hraðar og meir en annars staðar. Það hefur gerst að undanförnu hér á landi. ESB, Kína og Japan hafa með beinu og óbeinu handafli lækkað verð sinna gjaldmiðla. Þess háttar gjaldmiðlastríð er eitur í beinum þeirra sem vildu gjarnan ferðast. Af öllum þessum ástæðum er aðgátar þörf. Þótt andblær um aftanstund væri aleinn um að hvísla að okkur aðvörunarorðum um þessar mundir, gæti verið rétt að leggja við hlustir. Og það þótt að alls ekki sé útilokað að þetta fari allt saman vel. Morgunblaðið/RAX Það hefur ekki náðst mynd af þeim saman andblænum og kvöld- golunni en þau vita sitt 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.