Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 41
23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 músikantar og pældu gífurlega mikið í tón- list, svo ég reyndi bara að „teika“ þá, og setja mig inn í þeirra aðstæður og vera í takt við þá. Það var minn besti skóli,“ segir hún. Diddú segist alla tíð hafa verið ákaflega heppin með kennara sem hafi þótt spenn- andi að fá hana til sín með þennan bak- grunn. Fyrst sótti hún einkatíma hér heima hjá Rut Magnússon og fór svo í hendurnar á Lauru Sarti í London. Söngurinn er líknandi Diddú hafði ekki hugsað sér að leggja sönginn fyrir sig til að byrja með. „Nei, ég hafði ýmis önnur áform. Fyrst og fremst var það hjúkrun sem vakti fyrir mér en svo má auðvitað segja að söngurinn getur verið líknandi þannig að í gegnum hann hef ég starfað sem hjúkka ef maður getur orðað það svo,“ segir hún. „Söngurinn er mjög gefandi, hann er heilandi. Það er það sem ég held að fólk fái út úr söng, hann er nærandi. Fólk kemur kannski örþreytt úr vinnu, fer svo á kóræfingu, en kemur end- urnært heim. Ég finn stundum að ég er að líkna og hjálpa með söngnum,“ segir Diddú. „Í hvert sinn sem ég syng þá opna ég hjarta mitt. Það er minn söngur. Ég geri það ómeðvitað en af einlægni. Palli bróðir hefur þetta líka í sér.“ Diddú segir röddina vera mjög tengda tilfinningalífinu. „Bara það ferli að ganga með barn og ala barn eflir mann mikið sem listamann,“ segir hún en þau hjónin eiga þrjár dætur, tvíburana Salóme og Valdísi sem verða þrítugar á þessu ári og heima- sætuna Melkorku, átján ára. „Ég beið með þetta þar til stelpurnar næðu réttum aldri sem fínar barnapíur,“ segir hún og hlær. Stelpurnar þrjár hafa allar verið í tónlist og lært á hljóðfæri en Valdís er trompetleikari og ferðast nú um heiminn með breskri hljómsveit. Margir voru efins Þegar Diddú var búin að vera í námi í tvö ár í London hélt hún sína fyrstu tónleika hér heima. „Ég hef verið mjög lánsöm með áheyrendur alla tíð. Ég hélt þessa fyrstu tónleika í Hlégarði hér í Mosfellssveit. Þetta var mjög fjölskylduvænt, Páll Óskar bjó til plakötin og systur mínar voru í miðasölunni og tengdamamma sá um kjól- inn,“ segir hún. „Það var troðfullt hús. Það voru miklar væntingar af því ég var að stíga út úr poppinu og inn í klassíkina og það voru margir mjög efins að það gæti gengið upp. Bæði þeir sem voru aðdáendur í poppinu, sem urðu skeptískir og svekktir að ég væri að fara yfir í klassíkina, og svo klassíkerarnir sem sögðu, þú verður aldrei sígild söngkona af því þú kemur úr popp- inu. Maður var svona á milli tveggja heima. En jú jú, fólk sannfærðist alveg. Þetta var 1982 og ég stóð sjálf fyrir þessum tón- leikum, en allar götur síðan hefur mér ver- ið boðið að syngja allt sem ég hef gert gegnum tíðina. Nú loksins blæs ég sjálf til tónleika í Eldborg,“ segir hún en á þeim tónleikum sem verða 13. september mun Diddú fara yfir fjörutíu ára söngferil sinn. Diddú hefur farið syngjandi í gegnum lífið og komið víða við, bæði í dægurlagaheim- inum og í óperunni. Morgunblaðið/Ásdís * Mér finnst óperanmagnaðasta list-formið. Maður sam- einar svo margt þar. Ég elska að vera á sviði, mér líður hvergi eins vel. Það er einhver guðsgjöf. Við erum öll svona systkinin og for- eldrar okkar voru svona líka. Ófeimin og elskuðu að syngja fyrir framan fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.