Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 42
Diddú syngur hér fyrir fullu húsi með Sinfóníunni og fékk afar góða dóma fyrir frammistöðu sína. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Eggert * Ég söng Violettu í LaTraviata og í lokin liggur hún í dauðateygjunum. Alfredo er grát- andi yfir henni og liggur með höfuðið á maga mínum. Ég lifði mig svo inn í hlutverkið og leysti smá vind. Það má með sanni segja að þegar mannfólkið er að skilja við er úr því allur vindur! Diddú hefur alla tíð haft nóg að gera og hefur sung- ið við hin ýmsu tækifæri. Fyrir hlé verður hún á klassísku nótunum en eftir hlé mun hún setja sig í poppgírinn og sleppa fram af sér beislinu með einvala- lið söngvara sér við hlið. „Ég ætla að fara með áhorfendur í mikla ævintýraferð,“ segir hún en á sviðinu verður stór hljómsveit ásamt úrvalsbandi, Karlakór Reykjavíkur og söngvinir. „Svo kemur rúsínan í pylsuend- anum, Spilverk Þjóðanna. Ég enda tón- leikana með strákunum,“ segir hún full til- hlökkunar. Magnað ár á Ítalíu Diddú fór í framhaldsnám til Ítalíu þegar tvíburarnir voru rúmlega eins árs en hún segir að söngtæknin þar sé einstök. Hún hafði reyndar kynnst þeirri tækni í London. „Ég hafði lent í höndunum á ítalskri konu í London, Lauru Sarti og prísaði mig sæla,“ segir hún. Litla fjölskyldan bjó í Verona en Diddú tók lest daglega í söngtímana til Rinu Malatrasi í Mílanó. „Ég sogaði í mig óp- eruhandritin í lestinni á leiðinni í skólann,“ segir hún. Þau dvöldu ytra í heilt ár og var hún í söngtímum og óperuþjálfun alla virka daga. „Þetta var alveg magnað ár. Ég lærði heilmörg hlutverk á þessum tíma og þetta eina ár var á við margra ára söngnám, ég tók þetta svo föstum tökum og ég var í öruggum höndum. Enda var ég tilbúin í þetta og orðið svo mál að læra meira,“ seg- ir hún. Fékk annað tækifæri Þegar Diddú var á Ítalíu fékk hún símtal frá Garðari Cortes sem bauð henni hlutverk í Cosi fan tutte eftir Mozart. Hún varð að afþakka því hún gat ekki yfirgefið söng- námið sitt og hugsaði með sér að þar hefði hún misst af stóra tækifærinu. „Garðar, hann hafði trú á mér, en ég hugsaði, jæja, þá er það búið, ég fæ aldrei aftur tækifæri heima. Nema hvað, Garðar reynir aftur við mig og þá var verið að setja upp Ævintýri Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu og þar debúteraði ég í hlutverki dúkkunnar Ol- ympíu,“ segir hún. „Það var fyrsta hlut- verkið mitt hér heima. Síðan bauð hann mér hvert hlutverkið á fætur öðru, það var ekkert flóknara en það.“ Hún seg- ir að hún eigi Garðari og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur margt að þakka. „Hann reyndist mér alveg ótrúlega vel og Ólöf líka. Hún kenndi mér líka elegant hreyfingar á sviði. Ég kunni ekkert að sveifla kjólnunum og þótti taka kannski heldur stór skref á sviði, svona ein- hvers konar þúfnagangur,“ segir hún og skellihlær. „Þau reyndust mér rosalega vel og ég á þeim allt að þakka.“ Hláturskast og vindgangur Diddú hefur sungið ótal hlut- verk með Íslensku óperunni í gegnum árin. Blaðamanni lék forvitni á því hvað hefði gerst eftirminnilegt og skoplegt á svið- inu. „Ég hef fengið hlátursköst á Morgunblaðið/Kristinn Hér má sjá unga Diddú í leikritinu Útilegumönnunum árið 1973 í Menntaskólanum í Reykjavík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Diddú og Björgvin Halldórsson sungu saman á jólatónleikum árið 2009. Hann mun heiðra hana með söng sínum á afmælistónleikunum í haust. Diddú byrjaði feril sinn í Spilverki þjóðanna og segist hún hafa lært mikið af þeim félögum, Agli Ólafssyni, Valgeiri Guðjónssyni og Sigurði Bjólu Garðarssyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.