Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 46
H ún hafði alltaf góða sjón, þurfti ekki einu sinni að nota gler- augu. Þegar hún var fimmtug fékk hún hins vegar þau tíð- indi að hún væri með sjald- gæfan hrörnunarsjúkdóm í augnbotnum og væri að verða blind. Í stað þess að leggjast í sjálfsvorkunn ákvað María Hauksdóttir strax að láta þetta áfall ekki á sig fá, heldur halda sínu striki í lífinu. Hún er útivistarkona af Guðs náð, gengur, hjólar og stundar skíði af kappi og hefur haldið því áfram til þessa dags enda þótt nokkur ár séu síðan hún varð lög- blind. Nýjasta ástríðan hjá Maríu er píla- grímagöngur sem hún hefur stundað af kappi undanfarinn áratug. Kveikjan að því var sam- tal tveggja manna, séra Gunnars Kristjáns- sonar prófasts og Ásbjörns Jónssonar lög- manns, á Menningarsetrinu á Útskálum, þar sem María starfaði. Fóru þeir lofsamlegum orðum um bók Jóns Björnssonar sálfræðings, Á Jakobsvegi, og María mátti til með að eign- ast bókina. Til að gera langa sögu stutta las hún bókina og varð ástfangin. Hvorki meira né minna. Gjöf frá Guði „Mér fannst þetta vera gjöf frá Guði og unni mér ekki hvíldar fyrr en ég var búin að skipu- leggja hjólaferð eftir Jakobsveginum. Ég leit- aði eftir ferðafélaga en fann engan og fór þess vegna ein,“ segir María. Þetta var árið 2006 og tók ferðin 24 daga. „Ég hafði aldrei verið svona lengi í burtu frá mínu fólki en varð að gera þetta. Ferðalagið var í einu orði sagt stórkostlegt og það var notaleg tilfinning að týna sér gjörsamlega, ég var ekki einu sinni með klukku.“ Ferðalagið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, einn daginn datt María á hjólinu og slas- aðist á handlegg. „Ég fann að ekki var allt í lagi og lagði því af stað í leit að hjálp. Hvað heldurðu að hafi gerst þá? Það hvellsprakk á hjólinu. Ég hafði aldrei skipt um dekk en reyndi mitt besta. Án árangurs. Ég ákvað að reyna að komast á puttanum á næsta spítala en hundruð bíla óku fram hjá mér. Loksins nam einn staðar og það var svo táknrænt að miskunnsami samverjinn var múslími – á þessari kristnu leið.“ Bílstjórinn var í fyrstu tregur að taka hjólið með enda María búin að losa allan búnaðinn af því. „Það var eins og að líta yfir markað,“ rifjar hún upp hlæjandi. Bílstjórinn lét á end- anum til leiðast og hjólið fylgdi með. Komið var á spítala í Logorno og þar tók við mikið handapat, því enginn talaði ensku, ekki einu sinni læknarnir. Til allrar hamingju var bara um áverka á handlegg að ræða, ekki innvortis meiðsli, þannig að Maríu gekk til þess að gera vel að gera grein fyrir vand- anum. Í ljós kom að hún var brákuð og þurfti að fá gips. „Mér var ráðlagt að hvíla í tíu daga og fór því að leita að flugi heim. Fljótlega rann þó upp fyrir mér ljós: Pílagrímar fara ekki heim! Ég lét því gera við hjólið og lagði af stað aft- ur. Það var ekki svo mikið álag fyrir hand- legginn að hjóla og ég gat skipt um gír með vinstri hendinni. Þess utan fékk ég alltaf bestu kojuna í skálunum á nóttunni – út á gipsið.“ Hún hlær. Jakobsveginum lýkur sem kunnugt er við dómkirkjuna í Santiago de Compostela en María hélt áfram til Cape Finisterre, þar sem hermt er að heimurinn hafi endað á fimm- tándu öld. Þar kynntist hún þýskum prófessor sem fékk hana til að biðja með sér fyrir veikri eiginkonu sinni við kross í fjörunni þar sem frásagnir eru til um kraftaverk „Ég gerði þetta og eftir það átti hann í mér hvert bein. Hann bauð mér út að borða og sendi mér gjafir í mörg ár eftir þetta. Prófessornum þótti alveg ofboðslega sorglegt að ég sæi ekki listaverkin í dómkirkjunni í Compostela al- mennilega, þessu margbrotna mannvirki, í bréfum sínum sagðist hann alltaf biðja fyrir augunum mínum,“ segir hún. Eftir Jakobsveginn var ekki aftur snúið, María hefur farið í fjölmargar pílagrímaferðir síðan, alltaf gangandi. Hún hefur gengið á Ítalíu, margoft í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi og segir hverja göngu annarri skemmtilegri. „Þetta er orðin ástríða hjá mér enda eru þessar göngur áskorun upp á hvern einasta dag.“ María fer ein síns liðs og hefur alltaf verið eini Íslendingurinn þar til hún auglýsti eftir ferðafélaga þegar hún gekk fra Teano til Rómar 2013. Hún hefur kynnst fjöldanum öll- um af fólki í þessum ferðum og á orðið heim- boð út um allar trissur. „Vonandi kemur að því að ég geti þegið eitthvað af þeim,“ segir hún. María kveðst geta gengið með hverjum sem er og á ekki í vandræðum með að sofa við hliðina á næsta manni á svefnstað. Pílagrímar eru mjög fjölbreytilegur hópur en María segir mest um menntafólk og það hafi komið á óvart hvað margir þekktu eitthvað til Íslend- ingasagnanna. Skipulagið best í Svíþjóð María segir pílagrímaferðirnar best skipulagð- ar í Svíþjóð. Svíar eigi safnaðarheimili við hverja kirkju og þar sé gist í góðu yfirlæti og eldað saman. Þá fái allir litla pílagrímabók sem notuð er til leiðsagnar fyrir morg- unsamveru í kirkjunni og í lok dags. Alltaf er komið saman í hring eftir hvert stopp og farið með bæn heilagrar Birgittu „Drottinn vísa mér þinn veg og ger mig viljugan að rata hann.“ Gengið er í þögn fyrstu klukkustund- ina á degi hverjum og pílagrímum úthlutað verkefni á undan, eins og að velta fyrir sér spurningum á borð við: Hvað er náð? eða hvað er eilífð? Eftir að hafa velt fyrir sér í þögninni hvaða merkingu þetta hefur fyrir viðkomandi velja göngumenn sér viðmælanda og rabba um það við hann. Þannig er deg- inum skipt upp milli þagnar og samræðu. Um hádegisbil er alltaf brauðsbrotning úti í nátt- úrunni. Að kvöldi er farið yfir hvað innri ganga dagsins leiddi til og það rætt. „Merkilegast af öllu er samt sú staðreynd að ekki væri hægt að ganga pílagrímaleiðir í Noregi hefðu Íslendingar ekki skráð söguna. Ekki hafði ég hugsað út í þetta. Norðmenn eru mjög meðvitaðir um þessa staðreynd og sagan er ótrúlega lifandi á þessum slóðum,“ segir María. Hún segir einstakt að ganga á Ítalíu en all- ar pílagrímagöngur þar enda í Róm í Páfa- garði, þar sem pílagrímarnir fá passa til að vera næst altarinu í páfamessunni. Hún mælir sérstaklega með leiðinni frá Siena til Rómar, hún gefi Jakobsveginum ekkert eftir. Þá sé einstakt að ganga Via Appia, veg sem lagður var 327 fyrir Krist. Að sögn Maríu er það ófrávíkjanleg regla hjá Ítölunum að fara á barinn eftir göngu á hverju kvöldi og síðan út að borða. „Það myndi á hinn bóginn vekja mikla undrun tæki maður upp rauðvínsflösku eftir göngu í Nor- egi,“ segir hún brosandi. Endaði inni á einkaheimili Margt eftirminnilegt hefur gerst í ferðunum. Haustið 2008 var María í Danmörku, korteri eftir hrun, til að ganga Hervejen. „Íslend- ingar nutu ekki sérstakra vinsælda í Dan- mörku um þær mundir, auk þess sem erfitt var að fá íslensk greiðslukort til að virka í út- löndum. Ég hafði því nokkrar áhyggjur af þessari göngu.“ Það reyndist ástæðulaust. Illa gekk að finna leigubíl á lestarstöð við komuna til Pad- borg „Ég gaf mig á tal við fullorðna konu sem var þarna á gangi en hún bauðst til að keyra mig, hún sagði bílinn sinn vera þarna rétt hjá. Það reyndist vera heimilið hennar, lítið hús með dýrðlegum rósargarði. Konan spurði hvort ekki mætti bjóða mér upp á te sem ég þáði. Eftir skemmtilegt spjall og leiðsögn um rósagarðinn bauð konan mér í mat.“ Það endaði með að María þáði gistingu sem konan bauð en hún hafði áhyggjur af pantaðri gistingu en kona sagðist sjá um það. „Það kom í ljós að konan var með glúteinóþol eins og ég og vildi endilega nesta mig fyrir fyrsta göngu- daginn og fylgdi mér síðan á lestarstöðina þar sem gangan hófst.“ Hún segir að pílagrímahópinn í Danmörku hafi verið dálítið öðruvísi saman settan en á hinum stöðunum. Þar virðist fleiri pílagrímar vera að vinna úr erfiðri lífsreynslu og hafi val- ið pílagrímagöngu til að vinna í sínum málum. Eftir tveggja vikna innri og ytri göngu höfðu allir pílagrímarnir styrkst og voru bjartsýnni á framtíðina. 2015 er pílagrímaár og af því tilefni stendur yfir samfelld ganga sem aldrei hefur verið far- in áður. Hún hófst í Þrándheimi 23. apríl og lýkur í Jerúsalem 28. október. Pílagrímum er frjálst að koma inn í gönguna hvar sem er og það ætlar María að gera. 7. september kemur María inn í gönguna í Teaon á Ítalíu og geng- ur til Monte San Angelo, um 300 km leið á tveimur vikum. „Ég hafði meldað mig líka í ferð yfir Austurríki frá landamærum Þýska- lands eða frá Mittenwald til Brenner, sem er á landamærum Ítalíu og kallast Norður-Týról. Nú er komið í ljós að ég næ þessu ekki af óviðráðanlegum orsökum. Þessi leið fer klár- lega á óskalistann.“ Mikil hreyfiþörf María stundar ekki bara útivist í framandi löndum, hún hefur gengið á helstu fjöll og jökla hér heima, stundað gönguskíði og hjólað vítt og breitt. Hún er týpan sem hjólar að Esj- unni, vippar sér upp og hjólar svo heim á eftir. Hugsa aldrei: Aumingja ég! MARÍA HAUKSDÓTTIR HEFUR STUNDAÐ MARKVISSA HREYFINGU OG ÚTIVIST Í FJÓRA ÁRATUGI. NÝJASTA ÁSTRÍÐAN HJÁ HENNI ER PÍLAGRÍMAGÖNGUR, SEM HÚN HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í VÍTT OG BREITT UM EVRÓPU UNDANFARINN ÁRATUG. MARÍA HJÓLAR LÍKA OG STUNDAR SKÍÐAMENNSKU OG LÆTUR ÞÁ STAÐREYND AÐ HÚN ER LÖGBLIND EKKI TRUFLA SIG EITT AUGNABLIK. HÚN SKELLTI SÉR Í HÁSKÓLANÁM Í GUÐFRÆÐI SEXTUG OG ÆTLAR AÐ HJÓLA HRINGINN KRINGUM LANDIÐ ÞEGAR HÚN VERÐUR SJÖTUG. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2015 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.