Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2015, Blaðsíða 47
„Ég hef haft mikla hreyfiþörf alveg síðan ég var krakki. Ég keppti í frjálsum íþróttum sem unglingur og hef alltaf haft yndi af skíða- mennsku. Ég skrifa líka dagbók og vil ekki lesa síðar meir að ég hafi ekki haft neitt fyrir stafni,“ segir hún sposk. Í tilefni fimmtugsafmælis síns skíðaði hún yfir Sprengisand ásamt fimm öðrum konum og lenti meðal annars í 24 stiga frosti. „Það var svolítið kalt,“ rifjar hún upp hlæjandi. Þetta er eina kvennaferðin af þessu tagi sem Maríu er kunnugt um en þess má geta að hún skíðaði þarna í hjólför afa síns sem varð á fjórða áratugnum fyrsti maðurinn til að aka yfir Sprengisand. Eiginmaður Maríu er Leifur Ísaksson og búa þau í Reykjanesbæ. Hann hefur ekki sama bakgrunn í útivist og skíðamennsku, „en kemur sterkur inn annað slagið, þessi elska“. Fyrir tæpum aldarfjórðungi tók María sig til að keypti gönguskíði á þau bæði. Skila- boðin voru þessi: „Ég ætla að ganga yfir Vatnajökul og ef þú vilt koma með áttu núna skíði.“ Og viti menn, Leifur beit á agnið og skellti sér með og hafði mjög gaman af. „Munurinn á okkur er sá að hann er sáttur og fær nóg. En ég er hins vegar aldrei búin. Ætli það sé heiglum hent að fylgja mér eftir í þessum efnum? Næsta verkefni tekur alltaf við. Fyrir skíðatímabilið áttum við Leifur gott tímabil í fjallamennsku, gengum allar Horn- strandir, Kjöl, Hvannadalshnjúk, Heklu og ótal önnur fjöll. Þriðja tímabilið var þegar við Leifur æfðum okkur fyrir göngu á Half Dome-klett í Yose- mite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Það var langt æfingaprógram á fjöllum. Árið eftir fórum við í „riverrafting“ niður Grand Canyon.“ Þegar ég spyr Maríu hvort Leifur sé ekki áhyggjur af henni á öllu þessu flandri er María fljót til svars: „Nei, það held ég ekki.“ Ef hann getur þetta ... Talandi um óleyst verkefni þá upplýsir María að hún stefni að því að hjóla kringum Ísland eftir fjögur ár, þegar hún verður sjötug. Þá hugmynd fékk hún í heitum potti í sundlaug- inni í Njarðvík. „Þar kynntist ég Frakka sem var einmitt að gera þetta, hjóla kringum Ís- land í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Mín fyrsta hugsun var þessi: Ef hann getur þetta, þá get ég það líka.“ Sjón Maríu hefur daprast það mikið að hún verður að fara á tveggja manna hjóli. Spurð hver komi til með að fara með henni kveðst hún eiga eftir að finna út úr því. Þau hjónin eiga fjögur börn en ekkert þeirra virðist hafa erft þessa miklu hreyfiþörf móður sinnar. Þótt sjónin sé orðin mjög döpur segir María enga ástæðu fyrir sig að hætta að ganga og hjóla. Sama á við um skíðin. Nýlega var hún stödd í Lapplandi með hópi blindra og sjónskertra og skíðaði þar með aðstoð- armann á undan sér. „Ég greini aðstoð- armanninn ennþá, týndi honum bara einu sinni, en þarna hitti ég alblindan mann sem skíðaði hiklaust með leiðsögn frá aðstoð- armanninum. Þetta er alveg hægt en fólk þarf að vera í góðu líkamlegu formi og geta brugð- ist hratt við á leiðinni niður. Annars gæti maður endað á tré.“ Hún glottir. Allskyns skakkaföll Fjallabrölt og útivist er ekki alltaf tekin út með sældinni og María viðurkennir að hún haf margbrotnað á ferðum sínum. Hún tengir það ekki endilega sjóninni. Fyrst brotnaði hún í Bolungarvík á Ströndum löngu áður en sjón- inni fór að hraka. Hrasaði þá og braut ökkla og sleit liðbönd. Vegna þoku sem lá niður að steinum var ekki hægt að fá þyrlu til aðstoðar og tók þrjá daga að koma henni á spítala í Reykjavík, þar sem hún gekkst undir aðgerð. Seinna braut hún þumalfingur skömmu fyr- ir jöklaferð en lét sig hafa það að fara með enda ófært að undirbúningurinn færi til spill- is. María hefur nú brotnað fjórum sinnum á jafnmörgum árum. Tvisvar á fjöllum og tvisv- ar á förnum vegi í Reykjavík. Hún ökklabrotnaði í fjallgöngu en útvegaði sér fljótt spelku, þvert á tilmæli lækna, og fór af stað aftur. „Ég læt ekki svona lagað skemma sumarið,“ segir hún brosandi. Á leið niður af Snæfelli datt hún og hand- leggsbrotnaði. Hélt þó áfram í þeirri ferð enda tónlistarhátíðin Bræðslan handan við hornið. „Ekki fer ég að missa af henni.“ Hin tilfellin tvö voru á göngu í borginni. Í annað skiptið datt hún í hálku og braut hné- skélina. Í hitt skiptið hrasaði hún á leið upp tröppurnar við aðalbyggingu Háskóla Íslands og braut tvær kjúkur á hægri hendi. „Þetta eru afskaplega fallegar tröppur en ekki sem bestar fyrir sjóndapra.“ Annars skellir hún ekki skuldinni á einn né neinn. „Ég hef aldrei litið á þetta sem óheppni. Svona lagað bara gerist,“ segir hún. Skellti sér í guðfræði Sjón Maríu hefur daprast jafnt og þétt frá greiningunni fyrir sextán árum, er nú um 10%. Nokkur ár eru frá því hún varð lögblind og átta ár síðan hún hætti að keyra bíl. Nú ferðast hún um í strætó og lætur ekkert stöðva sig. „Ég kemst ekki eins víða eftir að ég hætti að keyra en þá er bara að finna sér annað mynstur. Ég hugsa aldrei „aumingja ég“ og er staðráðin í að fá sem mest út úr hverjum einasta degi. Ég get gert allt sem mig langar til að gera.“ Eitt af því er að stunda nám en eftir að hlé var gert á uppbyggingu Menningarsetursins á Útskálum 2009 skellti María sér í guðfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi 2013 og er nú langt komin í meistaranámi í trúar- bragðafræði. „Ég á bara ritgerðina eftir en hef frestað henni vegna framkvæmda á heim- ili okkar. Svo ákvað ég líka að 2015 yrði ferðaár,“ segir María sem býr aukinheldur að diplóma í fötlunarfræðum. Í meistararitgerð- inni langar hana að bera saman mannskilning í guðfræði og fötlunarfræði. Guð ýtir mér áfram María segir trúna alla tíð hafa skipað vegleg- an sess í sínu lífi. Hún hafi tekið virkan þátt í kirkjustarfi og tekið mikið gæfuspor þegar hún fór fyrst á Alfa-námskeið í lok síðustu aldar. „Ég hef bara tvisvar verið sniðug á æv- inni. Fyrst þegar ég keypti skíðin handa manninum mínum og síðan þegar ég bauð manninum mínum í Alfa-mat í Keflavík- urkirkju. Þegar hann áttaði sig á hvert við vorum að fara sagðist hann ekki eiga neitt er- indi þangað enda sóknarnefndarformaður í Ytri Njarðvíkurkirkju. En fór þó með. Síðan höfum við tekið þátt í fjölmörgum Alfa- námskeiðum, og farið á Alfa-námskeið í Lond- on. Ég hef einnig verið leiðbeinandi í tólf spora andlegu ferðalagi og ýmsu öðru. Það er ekki að ástæðulausu að ég fór í guðfræði. Guð ýtir mér áfram!“ Auðvelt er að skilja hvers vegna píla- grímaferðirnar eiga svona vel við Maríu sem raun ber vitni. Þar getur hún sameinað tvö helstu áhugamál sín; annars vegar hreyfingu og útivist og hins vegar andlegar vangaveltur á kristilegum grunni. „Þessar ferðir eru sérhannaðar fyrir mig. Þarna get ég hreyft mig og sótt mér andlega næringu um leið. Eitt hefur mér þó enn ekki tekist að læra – þolinmæði. Ég er ör að upp- lagi og á greinilega býsna margar píla- grímaferðir eftir áður en ég finn þessa frægu ró.“ María Hauksdóttir hefur alltaf hreyft sig mikið. Svo skrifar hún líka dagbók og getur ekki hugsað sér að lesa seinna meir að hún hafi ekki haft neitt fyrir stafni. Morgunblaðið/Golli Ýmsar hindarnir eru á ferðum um landið. Þær eru til að yfirstíga. María ásamt eiginmanni sínum, Leifi Ísakssyni, á ferð um hálendið. María er mikil skíðakona og ferðast gjarnan á gönguskíðum á jöklum. *Mér var ráðlagt að hvíla í tíu dagaog fór því að leita að flugi heim.Fljótlega rann þó upp fyrir mér ljós: Pílagrímar fara ekki heim! 23.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.